Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.10.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 29.10.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2015 Er Hafnarfjörður draugabær? Hann er það a.m.k. næstu daga. Mikil hátíð verður í Firði, Bæjarbíó býður upp á hryll ings- myndir og fl. Draugahús verður í Bókasafninu, Hrekkjavökukvöld í Hafnarborg, Hrekkjavökumót hjá Brettafélagi Hafnarfjarðar, Stuttverkasýning í Gafl araleikhúsinu, Draugahús í Húsinu og svona mætti lengi telja. Ætlir þú ekki að missa af þessu verða þú að skreppa í bæinn og upplifa. Fjölmargir leggja mikið á sig til að gera lífið skemmtilegt núna þegar skammdegið er að skella á. Bæjarbragurinn kemur með þátttöku íbúanna og sitji allir heima verður Hafnarfjörður sannkallaður draugabær og strax hægt að taka upp íbúaskráningu í Skarðshlíð. Þó er of snemmt fyrir að bæjarstjóra að kætast því af draugum fæst ekkert útsvar frekar en fasteignagjöld af draugahúsum. Ef þú villt ekki taka þátt í amerískum hefðum þá gleymdu ekki að þessi hátíð á sennilega rætur að rekja til Kelta sem fögnuðu uppskeru sumarsins og bjuggu sig undir veturinn. Hér á landi kölluðust þetta vetrarnætur og í Grágás voru fyrirmæli um að bændur áttu að gefa fátækum ölmusu þann dag, eins mikinn mat og vinnufólkið fékk í kvöldverð. Það væri því vel við hæfi að Hafnfirðingar gerðu góðverk þennan dag og gæfu þeim sem þurfa fæði eða klæði. Finnist fólki einfald- ara að leggja fjárhæð inn á reikning þá eru tækifærin mörg. Gleymum ekki fólkinu í kringum okkur, neyðin er oft nær okkur en við höldum. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 1. nóvember Jól í skókassa kl. 11-15 Pökkun og skemmtilegt samfélag. Barnakórinn syngur kl. 13 Blúsmessa kl. 20 í Haukaheimilinu Kór Ástjarnarkirkju syngur við undirleik hljómsveitar Sérstakur gestur: Andrea Gylfadóttir. Sjá nánar á: www.astjarnarkirkja.is Sunnudagur 1. nóvember Messa og sunnudagskóli kl. 11 Allra heilagra messa - látinna minnst MÁNUDAGUR: Tíu Til Tólf ára starf kl. 16.30 MIÐVIKUDAGUR: Morgunmessa kl. 8.15 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER: Foreldramorgunn kl. 10-12 Kaffihúsafundur Kvenfélagsins kl. 20 sjá nánar á: www.hafnarfjardarkirkja.is www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Víðistaðakirkja Sunnudagur 1. nóvember Guðsþjónusta kl. 11 Látinna minnst. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Einsöngur: Dagný Björk Guðmundsdóttir. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson. Sunnudagskólinn kl. 11 Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal kirkjunnar. María og Bryndís leiða stundina. Kaffi, djús og kex að guðsþjónustum loknum. Kyrrðarstundir á fimmtudgöum kl. 12 súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Fimmtudagur 29. október Trúarleg frjáls félagasamtök (FBOS) í þróunarstarfi Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur flytur fyrirlestur um mikilvægi trúarlegra samtaka í þróunarhjálp. Miðvikudagur 4. nóvember Líf mitt í Afríku Sr. Kjartan Jónsson segir frá lífi sínu og starfi í Afríku. www.vidistadakirkja.is Sunnudagurinn 1. nóvember Allra heilagra messa – minningardagur um látna ástvini. Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldmessa kl. 20 Kirkjugestum gefst kostur á að tendra kertaljós til minningar um látna ástvini. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir söng. Miðvikudagar Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Fimmtudagar Krílasálmar í kirkjunni kl. 10.30. Sjá nánar á www.frikirkja.is og á Facebook

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.