Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.10.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 29.10.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2015 Notaleg stund í Krikanum 6. nóv. Föstudagsfjör 6. nóv. í Sjónarhóli Kaplakrika klukkan 12 Súpa og brauð á aðeins 500 krónur! Magnús Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri RunningBall á Íslandi kemur og segir okkur frá veðmálastarfsemi á Íslandi „Hressleikarnir eru góð- gerðaleikar þar sem við styrkjum kroppinn og gott málefni í leiðinni,“ segir Linda Hilmars- dóttir í Hress líkamsrækt. Á leikunum eru átta 28 manna lið sem öll klæðast sérstökum lit sem æfa í 15 mínútna lotum í tvo tíma. Litirnir eru gulur, rauður, grænn, blár, hvítur, appelsínu- gulur, bleikur og fjólublár. Að - gangseyrir er 2.500 kr. sem renn- ur óskiptur til söfnunar verkefnis ársins. Öllum er vel komið að taka þátt hvort sem þeir eru korthafar í Hress eða ekki. Í ár verður 5 manna fjölskylda hér í bæ styrkt. Fyrir 9 árum greindist fjöl skyldu faðirinn Kristján Björn Tryggva son (34) með heilaæxli og var honum ekki spáð langlífi en á einhvern ótrúlegan hátt náði hann að sigrast á meininu. Afleiðingarnar af heilaæxlinu eru framheila- skaði. Kiddi hefur alltaf verið ótrúlega jákvæður og glímt við veikindin af mikilli jákvæðni. Kristján hefur undafarin ár lagt mikið á sig til að safna fyrir aðra og m.a. safnað nokkrum milljón- um fyrir Mottumars. Eftir að Kristján sigraðist á veikindunum vann hann hjá Hreinsitækni á dælubíl. Þar lenti hann í alvarlegu vinnuslysi. Eftir árs veikindaleyfi byrjaði hann að vinna á sambýli í Hafnafjarðabæ sem var hans draumastarf. Því miður greindist Kristján aftur með illkynja heilaæxli í maí á þessu ári og varð að láta af störfum og hefja lyfjameðferð. Við þetta áfall varð fjölskyldumóðirin, Kristín Þórs- dóttir (31) að láta tímabundið af störfum líka til að sinna veikum eiginmanni og börnum Bóasi Erni (2), Öglu Björk (7) og Ísak Þór (12). Því miður hefur Kristj- áni hrakað undanfarið og hafa öll þessi áföll haft veruleg áhrif á fjárhag fjölskyldunnar og fram- tíðardrauma þeirra. Fyrir þá sem vilja styrkja mál- efnið er söfnunarreikningurinn: 135-05-71304 kt. 540497-2149 Styrkja 5 manna fjölskyldu með Hressleikunum Hressleikarnir 2015 haldnir á laugardaginn kl. 9 Frá Hressleikunum 2014. Kristján Björn og fjölskylda. 52ja manna hópur frá Cux- haven dvaldi hér í Hafnafirði í eina viku. Þetta voru 28 ungl- ingar 14-17 ára frá íþróttafélaginu TSV Altenwalde. Með hand- bolta unglingunum eru 4 þjálfarar og 20 aðrir gestir frá Cuxhaven. Altenwalde er um 7000 manna bær í Cuxhaven. Gestgjafar eru FH handboltadeild og vina- bæjarfélagið Hafnarfjörður Cuxhaven. Þetta er í fimmta skiptið frá 2010 sem FH og TSV Altenwalde hittast í viku tíma til að æfa og spila saman handbolta. TSV kom árið 2010, 2013 og núna 2015. FH fór til Cuxhaven Altenwalde 2012 og 2014. Handboltahópurinn gisti í félagsmiðstöðinni Hrauninu í Víðistaðaskóla en hinir á Hótel Hafnarfirði. Haldið var vinbæjarmót í Kaplakrika með liðum frá FH, TSV Altenwalde, Haukum og Fram. Þá léku FH og TSV Altenwalde einnig vinabæjarleiki. Krakkarnir borðuðu saman með jafnöldrum sínum úr FH, fóru í sund og skoðuðu bæinn. Hópurinn fór einnig í skoðun- arferðir um Reykjanes, fóru Gullna hringinn og skoðuðu minn is merki um drukknaða sjómenn í Vík. Þýska stuðningsfólkið var fjölmennt. Vel merktar treyjurnar. Vinabæjasamstarf 28 unglingar frá Cuxhaven hér að spila handbolta Í 16 ár hefur Tækniþjónusta bifreiða ehf. – bifreid.is þjón- ustað eigendur þýskra bifreiða, ekki aðeins með viðgerðum, heldur einnig með sölu á vara- hlutum. Jón Hafþór Marteinsson bifvélavirki og fjölskylda hans reka fyrirtækið sem á rætur sínar að reka inn í Ísafjarðardjúp. Fjölskyldumeðlimirnir búa nú flestir í Hafnarfirði og eru miklir Hafnfirðingar að sögn Lindu Drafnar Gunnarsdóttur eigin- konu Jóns Hafþórs. Fyrirtækið hefur alla tíð verið að Hjallahrauni 4 en nýlega stækkaði fyrirtækið verulega við sig er það tók í notkun húsnæði þar sem gæludýraverslun hafði verið áður. Þar hefur verið opnuð glæsileg varahlutaverslun sem ber nafnið Bifreið.is og býður uppá varahluti í þýska bíla. Öðruvísi verslun Þetta er engin venjuleg vara- hlutaverslun, a.m.k. ekki á yfirborðinu. Ýms um sérhæfðum varahlutum er raðað upp, nánast eins og lista verkum og sófasett, fiskabúr og gömlu steríógræj- urnar gera verslunina nánast heim ilislega. „Við viljum að við- skiptavinum líði vel þegar þeir koma inn, að þetta sé eins konar vin í daglegu amstri. Því höfum við innréttað búðina svona. Fólk getur sest niður, fengið sér kaffi og litið í blöð. Þetta hefur komið fólki skemmtilega á óvart þar sem þetta er ekki viðmótið sem það á að venjast almennt í þessum geira,“ segir Jón Hafþór í samtali við Fjarðarpóstinn. Rappar Hafnarfjarðarpeppin í frístundum Þar er einn sonurinn innan- búðarmaður, Alexander Gabríel sem rappar í frístundum sínum í sveitinni Valby bræðrum. Sveitin rappar meðal annars um Hafnar- fjörð og hlusta má á lög þeirra frítt á YouTube, t.d. Hafnar- fjarðarpeppin sem skreytt er skemmtilegu myndbandi úr Hafn arfirði og af verkstæðinu. Hittast í hádeginu Hjá fyrirtækinu er einnig annar sonur, systir og mágur ásamt öðru starfsfólki. Segir Linda að nú séu þetta tvær starfsstöðvar hlið við hlið, verkstæðið og varahlutaverslunin. Starfsfólkið hittist þó í hádeginu þar sem reiddur er fram fjölskyldumatur og reyni allt starfsfólk að taka tíma og setjast niður saman. „Ungu drengirnir fá þá oft að reyna ýmislegt nýtt í matar- smökkun og fengu um daginn t.d. siginn fisk,“ segir Linda. Á Þorláksmessu er svo skötuveisla fyrir viðskipavini þar sem skatan kemur beint frá Dána kálfi í Djúpinu, frænda Jóns Hafþórs. Linda segir þessa veislu löngu vera orðna að fastri hefð í jóla- undirbúningi viðskiptavina. Á aðventunni hafi þau svo hug á að skapa skemmtilega stemmningu og aldrei að vita hvað gert verður, fengin hljómsveit til að spila eða eitthvað skemmtilegt. Ört vaxandi þjónustusvæði „Það hefur verið gaman að fylgjast með breytingum á umhverfinu hér þessi 16 ár og virðist okkur þetta svæði stefna í að verða nýi verslunarkjarni Hafn afjarðarbæjar,“ segir Jón Hafþór um gamla iðnaðarsvæðið á Hraununum. Nei, þetta er ekki listsýning í Hafnarborg. Þetta eru varahlutir. Varahlutir og verkstæði Tækniþjónusta bifreiða opnar nýja varahlutaverslun Bifreið.is Feðgarnir Jón Hafþór Marteinsson og Alexander Gabríel. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.