Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.10.2015, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 29.10.2015, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2015 Aðfararnótt mánudags var brotist inn í verslunina Macland við Helluhraun þar sem stolið var fimm tölvum, tveimur far- símum og tveimur spjaldtölvum. Höfðu þjófarnir brotið rúðu í hurð til að komast inn. Síðasta fimmtudag rændu tveir grímuklæddir menn Gullsmiðj- una við Lækjargötu, ógnuðu Gúðrúnu Bjarnadóttur eigenda með exi og bareflum og höfðu á brott með sér umtalsverð verð- mæti. Óku þeir á brott á ofsahraða á hvítum Nissan jepplingi sem síðar fannst yfir- gefinn við Grindavíkurafleggjar- ann. Einn maður hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um verknaðinn. Skammt er síðan brotist var þarna inn. Þá var reynt að brjótast inn hjá Nonna Gull við Strandgötu og töluverðar skemmdir unnar á dyrabúnaði. Tilboð á barnum og Happy Hour á sínum sTað! Flatahrauni 5a, 220 haFnarFirði olstoFahaFnarFjardar.is i olhushaFnarFjardar.is Svaðalega Skemmtileg helgi hjá ÖlStofu hafnarfjarðar þar Sem eintómir Snill­ ingar ætla Skemmta geStum upp á allra beSta og SkemmtilegaSta máta. eðaltÖffararnir Geirmundur Valtýsson og Geir Ólafsson ætla að Spila og Syngja Saman á lauGardaGskVöldið 31. oktÓber og búaSt má við einStÖku fjÖri frá þeim félugum. SjáumSt hreSS í flatahrauninu þeSSa helgina. Föstudagur // magnús kjartan Laugardagur // geirmundur valtýs og geir ólafs Hugleiðingar um styttri leið frá Hafnarfirði til Vesturbæjar Reykjavíkur Þau sem eiga erindi til Reykja- víkur um Hafnarfjarðarveg og Kringlumýrarbrautar á háanna- tíma, hafa oðið þess áskynja að sú leið annar ekki umferð svo ásætt- anlegt sé. Ef miðað er við eðlilega umferð má ætla að að það taki 15 mín að aka frá miðbæ Hafn arfjarðar að Kringl- unni. Á háanna tíma getur sá tími þre faldast. Tímamunurinn milli eðlilegrar umferðar og akstri á álagstíma er enn meiri eftir því sem ekið er svo vestur Miklubraut. M.ö.o. ferðatími á háannatíma er vart viðunandi Talsvert hefur verið um kostn- að arsamar jarðgangna fram- kvæmdir undanfarin ár fyrir fá - menn byggðarsamfélög á lands- byggðinni. Nauðsynlegar vega- fram kvæmdir á höfuðborgar- svæðinu hafa af þessum sökum setið töluvert á hakanum. Menn geta spurt sig hvort fjölgun ak - reina á Hafnarfjarðarveginum sé lausnin til að stytta feðatímann á álagstímum. Meinbugur er á því þar sem varla er nægt rými á umferðarbrúm og undir þeim á þeirri leið. Flöskuhálsar munu eftir sem áður myndast t.d. við brúna við Bústaðarveg og við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Neðansjávargöng Ætla má að talsverður fjöldi þeirra vegfaranda sem fara um Hafnar fjarð arveg og Kringlu mýrarbraut eiga erindi í Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Mið bæ Reykjavíkur. Vegna framangreindra stað- reinda, má huga að nýrri leið vestan við Hraunholts veg í Garðabæ þaðan um neðansjávargöng að suð austurtanga Bessa staðar ness. Frá Svarta bakka á Bessastaðarnesi heldur leiðin svo áfram um neðan sjávargöng að vesturhluta Kárs ness, þar með yrði tenging við umferð í Kópavogi. Þriðju neðarsjávar göng in yrðu þá frá Kársnesi að Nauthólsvík við enda Suðurflugbrautar Reykja vík- urflugvallar. Heildarlengd þess- arar leiðar mun vera u.þ.b. 4,5 km. Gera mætti svo undirgöng und- ir flugbrautina og vegur lagður um Skerjafjörð að Suðurgötu svo greið leið sé til vesturbæjar Reykjavíkur og þ.m.t. Háskóla Íslands. Sá akvegur yrði u.þ.b. 2,5 km langur Það má fullyrða að þessi fram- kvæmd muni þýða talsverð aukin þægindi og hag fyrir flesta íbúa Suðurnesja, Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Ætla má að talsverð- ur hluti íbúa vesturhluta Kópavogs og vesturbæjar Reykjavíkur muni einnig njóta þægindanna. Ekki má heldur gleyma því að flutning- ur með sjúklinga frá um rædd um svæðum að Landspítal anum verður mun fljótlegri. Heildarlengd neðansjávar- gangna á þessari leið er u.þ.b. 2 km. Til samanburðar eru Hval- fjarðargöng 5,8 km. Kostnaður vegna þeirra framkvæmda árið 1996 var 4,6 milljarða, á núvirði er sú upphæð nálægt 14 millj- örðum þ.e.a.s. 2,4 milljarðar á hvern kílómetra. M.ö.o. áætlaður kostnaður vegna gangnanna yrði um 4,8 milljarðar. Með lagningu vega á þessari leið má reikna með að heildarupphæðin yrði nálægt fimm milljörðum. Þetta er nokkuð lægri upphæð ef miðað er við framkvæmdakostnað á núvirði vegna nýlegra og væntanlegra jarðgangna á landsbyggðinni. Einnig ber að hafa í huga að talsvert fleiri vegfarendur munu fara þessa nýju leið samanborið við umferð í dreifbýlinu. Það má því álykta að mikil þörf er á þessari framkvæmd. Greinahöfundur er áhuga­ maður um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Steingrímur Hauksson Hugmynd að vegi og neðansjávargöngum. Innbrotahrina í verslanir Rænt og brotist inn í hafnfirskar verslanir Minn metnaður er heiðarleiki, vönduð vinnubrögð og persónuleg þjónusta. Vantar allar stærðir eigna á skrá Bjóðum upp á frítt sölumat fasteigna Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasali Ársæll Steinmóðsson aðst.m. fasteignasala Bæjarhrauni 12, Hafnarfirði | sími 560 5500 | www. alltfasteignir.is Ársæll Steinmóðsson aðstoðarmaður fasteignasala sími 896 6076 as@alltfasteignir.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.