Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.10.2015, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 29.10.2015, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 9FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2015 Hrekkjavakan sem notið hefur sífellt meiri vinsælda hér á landi er hátíð, ættuð frá Keltum þar sem þökkuð var uppskera sum- arsins og boðuð koma vetursins. Á Íslandi var á sama tíma haldin hliðstæð hátíð, vetrarnætur. Þá voru haldin dísablót þar sem menn heiðruðu verndarvættir ættarinnar. Í einum af þáttum Flat eyjarbókar er sagt frá dísun- um sem voru blótaðar um vetur- nætur. Þær voru engar þokkadísir, heldur ægilegar kvenvættir, blóðþyrstar og þungvopnaðar. „Lýsingin sem við höfum í Þiðranda þætti og Þórhalls lýsir tveimur hópum af kvenkyns vættum sem eru á hestbaki og ráðast á bóndabæ á þessum tíma og taka þar fórn líka, einn maður er drepinn á hátíðinni,“ segir Terry Gunnell, prófessor í þjóð- fræði við Háskóla Íslands í sam- tali við RÚV í fyrra. Rakið til heiðinnar hausthátíðar Við fyrstu sýn gætu graskers- luktir, nornir, beinagrindur og önnur dauðatákn allt virst útlenskt prjál. Þetta hefur allt borist hingað til lands með bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og rutt sér til rúms í íslenska haustinu. En hátíðin sem kennd er við Hallo- ween í Bandaríkjunum á rætur að rekja til heiðinnar hausthátíðar sem Keltar fögnuðu til forna. Talið er mögulegt að Grýla gamla og nornirnar í Evrópu séu leifar af þessari fornu dísatrú. Veturnætur voru tengdar hinu kvenlega, myrkri, kulda, dauða sláturdýranna, og nýju upphafi. Heiðnum siðum breytt í kristna Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu „Halloween“ sem er annar ritháttur fyrir „Hallowe’en“. Hallowe’en er svo stytting á nafninu „All Hallows’ Evening“ eða „All Hallows’ Eve“. Þegar norður-Evrópubúar tóku kristni bannaði kirkjan ekki þessar gömlu, heiðnu hausthátíðir, heldur breytti þeim í allra heil- agra messu. Hún var talin jafn- mikil hátíð og jóladagur. Sam- kvæmt lögbókinni Grágás áttu bændur að gefa fátækum ölmusu þann dag, eins mikinn mat og vinnufólkið fékk í kvöldverð. Sá siður að börn gangi í hús og betli sælgæti á líklega rætur að rekja til svipaðra ölmusugjafa annars staðar. Allraheilagramessa var ekki afnumin á Íslandi fyrr en árið 1770, en lifði áfram sem óformlegur hátíðisdagur fram á tuttugustu öld. Og enn halda sumir sviðamessu, sem er daufur endurómur hinna fornu vetrar- nátta. „Kannski væri best fyrir Íslendinga að taka upp gamla heitið og halda upp á Vetur- náttahátíð frekar en Halloween, og þá aðeins fyrr í október," segir Terry. Luktir úr rófum Meira að segja graskers lukt- irnar eiga sínar norrænu rætur, því áður en Evrópumenn numu Ameríku og fundu graskerið, voru luktir skornar út úr rófum. Því þarf ekki frekari vitnanna við, hrekkjavakan, með öllum sínum skrímslum og sælgætis- betli, er ævaforn, rammíslenskur siður. Heimild: RÚV, Wikipedia og fl. Hrekkjavakan – rammíslenskur siður? Samkvæmt Grágás átti að gefa fátækum ölmusu þann dag Fáðu mynd af þér með Harry the Monster og hinum skrýmsl- unum. Komdu í Fjörð, það er opið til miðnættis í kvöld, fimmtudag! TaxFree tilboð fimmtudag til laugardags. Frí myndataka með Harry the Monster Ekki fara langt yfir skammt! Ódýrast að kaupa inn í heimabæ opið til miðnættis fimmtudag!TaxFree fimmtudag til laugardags!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.