Bæjarblaðið - 18.12.1954, Page 5

Bæjarblaðið - 18.12.1954, Page 5
Laugardagur 18. desember 1954 BÆJARBLAÐIÐ 5 - Heimsókn í hálfbyggðan skóla - Þá mætti kannske líta inn í fagstofurnar. Þær eru töluvert stærri en hinar almennu stof- ur og auk þess fylgja þeim flest- ntn geymsluherbergi, enda eru bara sex slikar stofur á efstu hæðinni, en 13 stofur á hvorri hæð fyrir neðan. 1 landafræði- stofunni verður fjöldi af kort- um i loftinu, þannig að draga má þau niður og upp eins og rúllugardínm'. Einnig verður þar stórt hnattlíkan. Þá verður þar og skuggamynda- og kvik- myndavél, en þær eru sérlega gagnlegar við landafræði- kennslu. Þarna verða einnig stórir skápar fyrir myndir og hluti og efni til mótunar lands- lagsrismynda. 1 náttúrufræði- stofunni verða glerskápar með fram öllum veggjum og von- andi innan tíðar fullir fuglum, dýrum, steinum og plöntum. Þar vonast Petersen einnig eftir að fá smásjá til að nota við kennsluna, og fleiri góð tæki. Þarna verður einnig skugga- myndavél. Eðlisfræðisto'funni verður skipt i tvennt, i rann- sóknarstofu og sýnikennslu- stofu. 1 rannsóknarstofunni verða borð, þar sem nemendur geta sjálfir gert tilraunir undir leiðsögn kennara. Verður þar gaslampi i hverju borði. Einnig verður í hverju borði rafmagns innstunga, sem verður í sam- bandi við töflu á veggnum. I þessari töflu verður straumn- um breytt í jafnstraum og þar getur maður stillt á hvaða straurn og spennu, sem maður æskir, í það og það skiptið. Fjórir vaskar eru í stofunni og í tveimur þeirra verða vatns- bunuloftdælur. En í sýni- kennslustofunni verða upp- hækkandi sæti, líkt og í leik- húsi, fyrir nemendur, en kenn- ari hefir stórt borð með gas- lömpum og öllu tilheyrandi og þarna getur hann sýnt tilraun- ir og útskýrt á töflu. Það er hlutur, sem enginn danskur kennari skilur, hvernig íslenzk- ir kennarar fara að því að kenna eðlisfræði með tvær hendur tómar. Það er líka hlut- ur, sem ég þori aldrei að reyna að skýra fyrir þeim. Petersen segist hafa loforð fyrir eðl- isfræðitækjum fyrir fimmtán þúsund danskar krónur nú þeg- ar í stað, (Þegar hann sagði þetta, þá varð mér hugsað til þess, að ég hefi nú í tvö ár reynt að fá eðlisfræðitæki fyrir G. A. fyrir þrjú þúsund ísl. krónur, og hefi enn ekki feng- ið). 1 teiknistofu verða öll borð þannig, að hægt verður hækka þau og lækka og halla plötunni eftir vild. Einnig verður einn veggurinn smurður einhverri plastískri kvoðu þannig, að ef pappírsblað er lagt þará, 'fest- ist það, og svo má mála á það eða teikna á veggnum. 1 handa- vinnustofu stúlkna verður held- ur ekki amalegt að vinna. Þar \ erða 18 borð og saumavél í hverju þeirra. Saumavélarnar má leggja niður i borðin, og verða þau þá venjuleg sauma- borð. Verða vélarnar ýmist handsnúnar eða fótstignar, en einnig verður ein rafmagnssnú- in vél. Er með þessu ætlast til að stúlkurnar læri að umgang- ast allar tegimdir af saumavél- um. Báðum megin stofunnar eru geymsluherbergi, annað fyrir hálfsaumað efni, en hitt fyrir fullunna hluti og lager- efni, sem kennarinn hefir und- ir höndum. f geymsluherberg- inu fyrir hálfunnið efni hefir hver stúlka í skólanum sína skúffu, og þegar tími hefst, sækir hún skúffuna með öllu saman, heldur á henni inn í stofuna og stingur henni í borð- ið sitt, og þar á hún að falla í. Að tíma loknum tekur hún hana aftur úr borðinu og læt- ur hana á sinn stað í geymsl- unni. f öllum þessum fagstof- um eru handlaugar, þar sem gert er ráð fyrir vinnu og verk- legum æfingum. Sparar það mikið ráp og tíma að hafa þær í stofunni sjálfri. Þá er aðeins ótalin söngsto<fan. Það sem þar er merkilegast, er að þar er notað annað efni til hljóðein- angrunar en í öðrum stofum skólans, svo að þar er vottur af bergmáli, sem magnar tón- ana og gerir léttara að syngja. Er lo'ftið þakið með einhverju plastefni, sem eyðir bergmál- inu að mestu, svo að samtöl og orð verða greinileg, en það litla bergmál, sem er virkar eins og magnari í söngnum. Friðrik Hjartar prófaði að taka lag þar inni og var sérlega hrif- inn af hljómnum. Þessi þurra lýsing og upp- talning gefur ef til vill ein- hverja hugmynd um þetta mikla hús. En auðvitað verður það aldrei nema svipur hjá sjón miðað við að sjá og þreifa. En nú langar mig til að varpa fram einni spurningu: „Hvað væri slíku skólahúsi ætlaður stór nemendahópur á íslandi?“ Ég býst við því, að það sé óhætt að svara 15—18 hundruð. En hvernig er það þarna? Peter- sen flytur þangað með 600 nemendur, en húsið er ætlað mest 900 nemendum. Hér í Danmörku þekkist yfirleitt ekki að troða 30—36 nemendum í hverja deild og tví- og þrísetja i hverja stofu, þannig að kennsl- an gangi langt fram á kvöld. Hér byrja börnin yfirleitt kl. 8 á morgnana og eru til 11—12 þau yngri, en 1—2 þau eldri. Hvort rétt er að byrja svo snemma með yngstu börnin, orkar að mínu áliti tvímælis, en ég fæ víst engu um það ráðið. En stóri kosturinn við að hafa svona hús, er að þar er hægt að fella alla tíma í eina samfellda töflu, þar sem öll kennslan fer fram á einum og sama staðnum. Það býst ég við að gagnfræðaskólanemendur á Akranesi eigi gott með að skilja, þar sem þeir eru aðstæðnanna vegna oft neyddir til að gera sér þrjár til fjórar ferðir í skól- ann sama daginn. Slikt gengi vitanlega ekki í stórborg, þar sem margir þurfa að fara með sporvögnum drjúgan spöl í skólann. Hér er t. d. vel hægt að hafa heila bekki í leikfimi Þorvaldur Þorvaldsson. Niöurlag grcinar, er birtist í Bœjarblaðinu 13. nóvember s. I. í einu, þar sem leikfimissalir eru tveir stúlkurnar eru í öðr- um, en piltarnir í hinum. En þá langar kannske einhvern til að spyrja, hvort blessuð börnin verði ekki svöng af þvi að vera svona lengi í skólanum áh matarhlés? Er þvi til að svara, að þau hafa yfirleitt með sér pakka af smurðu brauði i skólann, og svo fá þau mjólk í skólanum. Hér borðar allur almenningur ekki annað en mjólk og smurt brauð um há- degi, svo að það er börnunum ekkert nýtt. Það er bæði gaman og lær- dómsríkt að skoða slíkan skóla sem þennan. Og það er ekki síður lærdómsríkt að bera hann saman við nýjustu skólabygg- ingar heima. Hér er þó aðeins um lítinn bæ að ræða, sem er á stærð við Akureyri, þó held- ur minni. Að vísu verður mað ur að taka tillit til aðstöðumis- munar á gömlum, grónum bæ, sem er að vaxa upp. En þó fer ekki hjá því, að maður verð- ur að viðurkenna, að Danir haga sér ólíkt skynsamlegar í skólabyggingarmálum heldur en fslendingar, enda hafa þeir meiri reynslu í þessum efnum, og hafa verið vel á verði um þær nýjungar, sem komið hafa fram á síðustu árum og að gagni mega koma. Hér er engu eytt og sólundað í óþarfa skraut og pírumpár, en heldur ekkert til sparað að gera húsið sjálft og umhverfið haganlegt og stofnunina birga af tækjum og áhöldmn, sem nauðsynleg eru. Eitt'er ennþá, sem vert er að gefa gaum, og kemur sérlega vel í ljós á þessum stað. Þessi skóli fær fyrir utan malbiks- völlinn, sem álmurnar girða af, stóran leikvöll hinu megin að- alálmunnar, þar sem verður bæði knattspyrnuvöllur og . handboltavöllur, og auk þess allstórt svæði hinu megin regn- skýlisins, þar sem verður reið- hjólastæði og trjágarður. Danir meta skóla sína það mikils, að þeir tíma að sjá af miklu og góðu landi í þeirra þarfir, það hefi ég sannreynt víðar. Þó má geta þess, að Danir hafa lítið land og dýrmætt, sem má heita þaulræktað. En heima á fslandi eru öræfin allt of dýrmæt til að sóa þeim handa skólum. Það má bezt sjá í Reykjavík, þar sem 1000—2000 manna skól- um er hrúgað hverjum við ann- an, og eina athvarf nemend- anna i frimínútum er gatan. Hér rikir líka talsvert annar andi til skólanna en heima. Það er sorgleg staðreynd. Hér þyk- ir flestum vænt mn þá, jafnt háum sem lágum, og viður- kenna nauðsyn þess, að vel sé að þeim búið. Loks er einn hlutur, sem ég vil eindregið vekja athygli á. Þegar Tönderskólinn var teikn- aður, þá voru það ekki bara arkitektamir, sem teiknuðu skólann og létu hefja verkið. Uppkast að teikningum var sent í mörgum tugum eintaka til skólastjóra, en hann útbýtti þeirn meðal kennara og forystu- manna í skólamálum bæjarins. Þeim gafst þá tækifæri til að gera athugasemdir, sem voru svo teknar fyrir á fundum, og þær, sem nýtilegar þóttu, voru sendar til arkitektanna, sem tóku þær vinsamlegast til at- hugunar eftir því, sem fært þótti. Það er slík samvinna, sem getur leitt til þess, að það bezta komi fram og allir verði ánægð- ir. Oít getur kennari að feng- inni reynslu, vitað betur en arkitekt, hvernig einum smá- hlut verðm- bezt fyrirkomið. En þegar skólahús er byggt, er ekki nóg að hugsa bara um það stóra, sjálfan hússkrokkinn. Það verður einnig að athuga hið smáa gaumgæfilega áður en það er of seint, og hér sannast máltækið: „Betur sjá augu en auga“. Ég hefi grun um, að slík samvinna milli arkitekta annars vegar og skólamanna hins vegar sé ekki nógu mikil á íslandi, þegar nýir skólar eru byggðir. Ef til vill mun einhverjum, sem les þessa grein, detta í hug, að ég þjáist af þeim leið- inlega kvilla, að álíta allt betra annars staðar en heima. Svo er þó ekki. Hér hefi ég séð ýrnis- legt, líka í skólamálum, sem ég þakka fyrir að hafa ekki heima, en ég veit, að í byggingu skóla- húsa eigum við margt ólært. Það er sorgleg saga, að víða eru kennarar á Islandi sem í fjötrum, því að þá vantar alla hluti til að útfæra sína kennslu með og gera hana lifandi, og þrengslin í skólastofunum yfir- stíga víða allt, sem hóflegt get- ur talizt. Þeir tímar hljóta að koma, að ráðamenn skólamál- anna skilja, að það er enginn sparnaður að neita skólum mn kaup á nauðsynlegum tækjum og gera með þvi rándýra vinnu kennarans miklu minna virði en ella væri. Þegar ég lo'faði Hálfdáni Sveinssyni að skrifa þessa lýs- ingu á skólanum fyrir Bæjar- blaðið, kveið ég því hálfpartinn, því að mig grunaði, að sumir myndu taka það sem skammir og dylgjur um forráðamenn skólamálanna heima. En það er ekki tilgangur minn. Hins veg- ar vona ég, að þessi grein geti vakið einhverja til umhugsun- ar um, hvað lítið bæjarfélag getur í þessum efnum, ef vilj- inn er nógu einlægur. Ég vona líka, að þessi grein geti vakið athygli á þeirri staðreynd, að kennarar og skólamenn gera yfirleitt ekki kröfur til íburð- armikilla og glæsilegra skóla- húsa, heldur hentugra, þægi- legra og traustra. Ég vona enn- fremur, að þessi grein geti vak- ið athygli á því, að skóla er meiri nauðsyn á eðlisfræðitækj- um en mahgny-tréverki, meiri nauðsyn á þægilegum hitastill- um í stofunum en parketgólf- um úr dýriun viðum o. s. frv. Ef þessi grein hefir aðeins vak- ið einhverja til umhugsunar um skóla og skólahús, hvort sem þeir eru mér sammála eða ekki, þá er tilgangi mínum náð, og þá kveð ég alla vini og kunningja á Skaganum að sinni með þökk 'fyrir allt liðið og ókomið. Kaupmannahöfn á veturnóttum 1954. TH söiu. Vandaður bílskúr 4x9 m að stærð, ásamt meðfylgjandi eignarlóð, er til sölu. — Skúr- inn er mjög hentugur til iðnaðar. — Allar frekari upplýsingar gefa Þorsteinn Magnússon, Reykhólum og Eyjólfur Búason, Skagabraut 15.

x

Bæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.