Skagablaðið


Skagablaðið - 28.12.1984, Síða 1

Skagablaðið - 28.12.1984, Síða 1
21. TBL. 1. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 VERÐ KR. 25,- Fyrirtæki stofnað um ferða- þjónustu Ákveðið hefur verið að stofna fyrirtæki um ferðamannaþjón- ustu hér á Akranesi. Skagablaðið hefur ítrekað sagt frá miklum áhuga á ferðamálum hér í bæ og fyrir nokkru ákvað Akraneskaup- staður að Ieggja fram 150 þúsund krónur til þessarar starfsemi gegn því að hagsmunaaðilar legðu fram samsvarandi upphæð. Vil- yrði mun þegar fengið fyrir henni. Þá hefur blaðið fregnað að Danfríður Skarphéðinsdóttir, verði ráðin til þess að veita þessari starfsemi forstöðu á næsta ári en fyrirhugað er að hún starfi að þessu í hálfan sjötta mánuð. Danfríður hefur unnið að ferða- málum um margra ára skeið og eru miklar vonir bundnar við starf hennar. Enn sem komið er liggur ekki ljóst fyrir með hvaða hætti um- rætt fyrirtæki verður, hlutafélag, sameignarfélag eða í öðru formi. Ljóst er hins vegar að af stofnun þess verður og það er í augna- blikinu mikilvægasta skrefið á þessum vettvangi. Gamlaáríö kvatt og því nýja heilsað Það er til siðs við hver áramót að kveðja gamla árið og fagna því nýja með flugeldaskotum og öðru er því tilheyrir. Sumir láta sér nægja að fylgjast með allri skotdýrðinni úr fjarska, aðrir punda þúsunda virði út í svartnættið, allt eftir fjárhag hvers og eins. Þessi mynd var tekin um áramótin fyrir nokkrum árum og sýnir hluta þess flugeldaregns, sem lýsti upp bæinn okkar á nýársnótt. Afstaða bæjarráös veld ur ólgu í íþróttaráði SWpotts ímíwwbwísSI (hKÚsætraasSS rwwwhéJwret?® A Mlkrsmma Mikil óánægja ríkir nú innan íþróttaráðs bæjarins í kjölfar þeirrar ákvörðunar bæjarráðs að ákveða á síðasta fundi sínum fyrir jól að heimiia þrettándabrennu á malarvellinum á Jaðarsbökkum án þess að hafa nokkurt samráð við íþróttaráðið. Þrettándabrennur hafa áður verið haldnar á malarvellinum en lítil ánægja hefur verið með þá ráðstöfun innan íþróttaráðs enda eru þess dæmi að ýmiss konar hættulegt rusl, t.d. naglar og glerbrot, hafi komið upp á yfir- borð vallarins á miðju sumri. íþrótttaráð samþykkti á fundi sínum í fyrra að leggjast fram- vegis gegn því að leyfa áramóta- brennur á vellinum. I fyrra var reyndar gerð undanþága, sú síð- asta taldi íþróttaráð en nú hefur bæjarráð tekið af því völdin. Eftir því sem Skagablaðið kemst næst eru íþróttaráðsmenn ákafleg óhressir með það að ekk- ert samráð skyldi haft við þá vegna þessa, heldur tekin ein- hliða ákvörðun. Þetta væru af- skaplega ólýðræðisleg vinnu- brögð, ekki samboðin bæjarráði. Á þessari skýringarmynd má glöggt sjá hvert núverandi húsnœði er og cetti að vera. Rúm A táknar það sem œtti að vera en dökku fletirnir í stóru myndinni tákna húsnœðið sem er í notkun. Húsnæðið er 44% af þörf inni „...Akraneskaupstaður hlýtur að þurfa að leggja verulegan hluta af framkvæmdafé sínu til skólamála á næstu árum.“ Svo segir m.a. í skýrslu um málefni grunnskólanna á Akranesi, sem sérstök nefnd tók saman á árinu og var lögð fyrir bæjarstjórn fyrr í þessum mánuði. I skýrslunni kemur m.a. fram, að grunnskól- arnir á Akranesi hafa aðeins um 42-44% þess húsrýmis, sem þeir ættu að hafa, en Skagablaðið skýrði frá þessari staðreynd fyrir skemmstu. í skýrslunni, sem Ingi Steinar Gunnlaugsson hefur að mestu tekið saman af mikilli kostgæfni eru ástæðurnar fyrir húsnæðis- vandanum helstar þær, að Akra- nesbær afhenti ríkinu rúmlega helming grunnskólahúsnæðis staðarins undir fjölbrautaskólann gegn því að byggður yrði nýr Svanur Geirdal næsti yfirlögregluþjónn Svanur Geirdal verður næsti áraraðir. yfirlögregluþjónn Akumesinga Ekki tókst að fá þetta stað- að því er Skagablaðið frétti nú fest hjá Svani sjálfum en blaðið um hátíðarnar. Tekur hann við fregnaði að skipan hans yrði af Stefáni Bjarnasyni, sem kunngerð nú einhvern tíma á gegnt hefur þessari stöðu um milli hátíðanna. grunnskóli af sömu stærð. Þar er átt við Grundaskóla. Bygging 1. áfanga hans hefur tekið 6 ár þrátt fyrir samning, sem hljóðar upp á 4 ár, og er þó enn ekki lokið. Þá hefur fólksfjölgun á Akranesi frá 1975 numið 800 manns á sama tíma og grunnskólahúsnæði hefur ekkert aukist. Afleiðingar hafa verið þær að draga hefur orðið úr kennslu vegna húsnæðisskorts. í skýrsl- unni segir m.a. að kennsla í íslensku og stærðfræði hafi verið skert um 7,5-20% í 7. og 8. bekk á síðasta ári. Sömuleiðis var kennsla í líf- og eðlisfræði skert sem og sund- og íþróttakennsla.

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.