Skagablaðið - 28.12.1984, Side 2

Skagablaðið - 28.12.1984, Side 2
Skagabladló Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Árni S. Arnason Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson. Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudaga frá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka daga frá kl. 17-19. Móttaka auglýsinga og áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu í pósthólf 170. Björn Steinar Sólbergsson, sem nú stundar framhatdsnám í orgelleik í Frakklandi, hélt tónleika t Akraneskirkju á föstudag fyrir jól og þóttu þeir vel heppnaðir. Björn hefur lagt mikla rækt við nám sitt og á efnisskránni voru verk eftir Bach, Messian og Frank. Tónleikarnir voru ekki mjög fjölsóttir en hafa vafalítið yljað mörgum tónlistarunnandanum ef að líkum lætur. Arni tók meðfylgjandi mynd af Birni Steinari á tónleikunum. HMYNDBOND Deathcar. Spemandieneiiv hæf vinnubrögð Death car on the freeway fjallar um geðveikan ökumann, sem brunar um í sendiferðabíl og hefur þá uppáhaldsiðju að hrella laglegar konur sem eru einar á ferli í bílum sínum. Hann storkar þeim með undar- legu aksturslagi, hleypir þeim síðan fram úr sér og þá byrjar ballið.. venjulega lýkur því með því að hann þvingar bíl viðkomandi út af hraðbrautinni og allir fara létt með að geta sér til um ævilengd þeirra kvenna. Það er ekki fyrr en sjón- varpsfréttakona fer að veita þessum slysum athygli að skrið- ur kemst á málið. Lögreglan er í fyrstu vantrúa á að einhver brjálæðingur sé þarna á ferð en svo fer að lokum að ekki verður horft framhjá staðreyndum og þá byrjar ballið öðru sinni. Allar löggur Los Angeles-borg- ar og fleiri til leggjast á eitt um að ná þeim geðveika, sem leik- ur tryllingslega fiðlutónlist í bíl sínum til að komast í ham. Það er svo í lok myndarinnar að sjónvarpsfréttakonunni tekst að snúa hann af sér eftir mikinn eltingarleik, þar sem vart mátti á milli sjá. Happy end og gaman gaman. Death car er þegar öllu er á botninn hvolft ágætis spennu- mynd. Handrit hið þokkaleg- asta en myndatakan ansi ein- hæf, sérstaklega þegar bíla- atriðin eiga í hlut. Sjónarhornið svipað og sendurnar því fremur leiðigjarnar. Tæknivinna er þokkaleg en það fer alltaf í taugarnar á mér að sjá alla bíla í myndum sem þessum springa í loft upp með látum er þeir lenda í árekstri. Slíkt þekkist vart hérlendis enda erum við íslendingar ekki mikið í kvik- myndum af þessu tagi. Leikur er aftur á móti ágætur. Það er fátt um fræg nöfn, þó eru þarna George Hamilton og Dinah Shore. Death car fengi aldrei nein verðlaun fyrir eitt né neitt en þetta er ágæt afþreying að mörgu leyti. Spennandi lengst- um þótt auðveldlega hefði mátt moða betur úr spennuatriðum með meiri tilbreytni. Einkunn 2>á stjarna af 5. Flugeldasala Kiwanismanna Krossgátan Lárétt: l)Hátíð, 2)Hærra, 7)Fangamark, 9)Guðhrædd- ur, 10)Eldsneyti, ll)Skel, 12)Þoka, 15)Att, 16)Ekki með, 17)Hátíðarmatar. Lóðrétt: l)Áhald, 2)Fram á við, 3)Skepnurnar, 4)Vín- stofa, 5)Litaðra, 8)Mannsnafn, ll)Slagur, 13)Flug- félag, 14)Skammstöfun fyrir Akranes. „Við vonumst auðvitað til að bæjarbúar taki vel á móti okkur nú sem endranær,“ sagði Sigur- steinn Hákonarson, formaður Kiwanisklúbbsins Þyrils, er Dagbókin Sjúkrahúsið: Heimsóknartími frá kl. 15.30-16.00 og svo aftur frá kl. 19.00- 19.30. Sfminn á sjúkrahúsinu er 2311. Heilsugæslustöðin: Upplýsingar um stofuviðtöl og læknavakt í síma 2311 frá kl. 8-20. Uppl. um læknavakt í símsvara 2358 á öðrum tímum. Tannlæknar: Upplýsingar um tann- læknavaktir um hátíðarnar í símsvara viðkomandi tannlæknis. Bókasafnið: Safnið er opið sem hér segir: mánudaga 16-21, þriðjudaga og miðvikudaga 15-19, fimmtudaga 16-21 og föstudaga 15-19. Útlánatími er 20 dagar, dagsektir 50 aurar á bók. Slökkviliðið: Síminn á slökkvistöðinni er 2222. Lögregla: Símar 1166, 2266 og 1977. Sjúkrabíll: Símar 1166, 2266. Byggðasafnið: Sýningartími er frá kl. 11-12 og 14-17 alla virka daga frá maí og fram í ágúst. Frá september og fram í apríl er safnið opið gestum frá kl. 14-16 virka daga. Sundlaugin: Opið er mánudaga-mið- vikudaga sem hér segir: 7-8.45, 17- 18.30 og 20-21.15, fimmtudaga 7-8.45, 17-18.30, 20-21 og 21-21.45 (fyrir konur), föstudaga 7-8.45, 17-18.30 og 20-21.15. Á laugardögum er opið frá 10-11.45 og 13.15-15.45 og á sunnu- dögum frá 10-11.45. Al-Anon: Félagsskapur fyrir aðstand- endur drykkjufólks. Fundir alla mánu- daga kl. 21 að Suðurgötu 102. Skagablaðið sló á þráðinn til hans í vikunni í tengslum við hina árlegu flugeldasölu klúbbsins. Kiwanismenn munu í kvöld, föstudag, ganga í hús og bjóða flugelda til sölu. Auk þess að ganga í hús eru Kiwanismenn með flugeldasölu sína í gangi allt fram á gamlársdag og loka þá ekki fyrr en klukkan 15. Sigursteinn sagði Þyril nú standa á tímamótum. Klúbburinn yrði 15 ára síðari hluta janúar- mánaðar ,og í tilefni þess hefði verið ákveðið að gefa stórgjöf. Árið, sem nú er að líða, er helgað fjölfötluðum, og ætla Kiwanis- menn að færa Sambýlinu við Vesturgötu gjöf af því tilefni. Það verður ekki í fyrsta sinn sem klúbburinn réttir þurfandi hjálp- arhönd því á liðnum árum hefur hann dyggilega stutt við bakið á starfseminni á Höfða, auk þess að leggja Hjálpinni, björgunarsveit SVFÍ, lið. Þá má ekki gleyma því að það voru Kiwanismenn, sem keyptu kútter Sigurfara frá Fær- eyjum á sínum tíma. Félagar í Þyrli eru nú 49 talsins að sögn Sigursteins en voru um 20 við stofnun hans. Skagablaðið mun skýra nánar frá afmæli klúbbsins þegar þar að kemur en hvetur bæjarbúa í lokin til þess að kaupa flugeldana af Kiwanis- mönnum og leggja þeim þar með lið við að styðja við bakið á öðrum. Spurning dagsins — Ætlarðu að kaupa flug- elda fyrir áramótin? Steinn Helgason: — Ja, þar fórstu alveg með það. Jú, jú ég kaupi rakettur, ég á 4 börn. Ég hef keypt fjölskyldupoka en efa að einn slíkur dugi nú. Kristján Olafsson: — Já, ég er vanur því. Ég kaupi vafalítið fjölskyldupoka af Kiwanismönn- um. Jón Gunnlaugsson: — Já, en ég fer nú ekki með mikið í rakettur. Ætli ég kaupi ekki fjölskyldu- poka eins og endranær. Guðríður Guðmundsdóttir: — Jú, ég kaupi áreiðanlega einn fjölskyldupoka. Hann dugar ör- ugglega því við erum aðeins 3 í heimili.

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.