Skagablaðið - 28.12.1984, Side 8

Skagablaðið - 28.12.1984, Side 8
Daníel Það er allt of sjaldan sem menn og fyrirtæki fá hrós fyrir að sýna snögg viðbrögð. Skagablaðið get- ur þó ekki látið hjá h'ða að hæla Daníel Árnasyni, bæjartækni- fræðingi, í hástert fyrir vægast sagt snaggaraleg viðbrögð. Við skýrðum frá slysagildru í Holtsbrekkunni sökum þess hve illa lokun götunnar hafði verið merkt. Með fréttinni fylgdi hins vegar sama myndin og fylgir nú. Á henni má sjá að stans-merki hefur verið komið fyrir til þess að vara ökumenn betur við lokun- inni. Skagablaðið skýrði Daníel frá þessu um miðjan dag á þriðjudag í síðustu viku og aðeins tveimur klukkustundum síðar hafði hann látið menn sína setja merkið upp. Fyrir vikið sést af mun lengra færi að gatan er lokuð á umræddum stað og slysahætta því margfalt minni en ella. Þetta eru viðbrögð sem segja sex, bravó Daníel! Stans-merkið sem sett var upp á mettíma. Brynja Einarsdóttir er mörgum bæjarbúnm kunn af starfi sínu en þeir eru sennilega færri sem hafa hugmynd um að hún hefur ort talsvert af Ijóðum um ævina þótt sjaldnast hafi sú iðja hennar farið hátt. Skagablaðið frétti fyrir skemmstu af því að Ijóð hennar um Akrafjallið hefði vakið mikla athygli og fékk blaðið Ieyfi hennar til að birta það. Ljóðið heitir Ævintýrafjallið og fer hér á eftir. Inntak þess á vel við einmitt núna um áramótin. Staðurinn einn er ég unni þar hvorki er tré eða runni en brattar og bakkaðar klappir bera yfir urðalappir. Er kyndi ég bál þar á kveldin koma fram öflin við eldinn skuggarnir skjótast um völlinn sjá — þarna dansa tröllin. í trylltum taumlausum galsa tangó, ræla og valsa blása á bálið mitt smáa og breiða út feldinn sinn gráa. Fram úr dimmunni dvergur læddist og dofri sem ekkert hræddist býður mér heim að höllu með hrífandi bjarma á öllu. En eitthvað í vitund minni vill ekki vera þar inni. Ég er á annara valdi um sál mína næðir kaldi. Nú seiðir mig sveinn að ranni svo-líkur mennskum manni og haldandi um höndina mína mig leiðir í höllina sína. Þar virðast gullin glitra og ómar gígjunnar titra þar svífa verur um salinn ég sé ekki fram í dalinn. Það dimmir og draumsýnin hverfur drungi að hjartanu sverfur því sveinninn sem tældi mig fundna segir mig örlögum bundna. En kynlegur næðandi kraftur kastar hurðinni á höllinni aftur ég er fangi hjá bergrisa kalli og álfum í Akrafjalli. Yfir landið mitt læðist dögun ég losna úr álögunum vakna úr draumsins viðjum vakna frá fjallsins niðjum. Sól skín á blóm á brautu angandi berjalautu finn ég ilminn af einhverju nýju sem fyllir mig unaði og hlýju. Við brjóst hennar Jókubungu bærast reyrstráin ungu og breiðleitur Berjadalur er bjartur sem álfasalur. Háttvirtur Hái-hnjúkur þér klappar himininn mjúkur og blásandi bljúgur vindur best kyssir þig Geirmundar tindur. í fjallinu mínu eina mun ég-milli klappa og steina upplifa ævintýr, sögur og jafnvel yrkja þar bögur um álfana, dvergana og tröllin sem áður fyrr byggðu fjöllin. Bætum úrvaliö stöðugt — nýtt efni í hverri viku OPIÐ: Mánud.-miðv.d. 18-22 fim.d.-föst.d. 17-22 lau.d.-sun.d. 13-22 SKAGA VIDEÓ Kirkjubraut 6, sími 2422 Eftirtalin fyrirtækióska viðskiptavinum sínum árs og friðar með þökk fyrir viðskiptin á árinu, sem er að liða: Bókaverslun Andrésar Nielssonar Skallagrímur hf. Stúdíóval - Litaver Staðarfell Hárstofan Stillholti Sláturfélag Suðurlands Skaganesti Akraprjón Huld 8

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.