Skagablaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 12
AUGLÝSINGA-
SÍMINN ER
2261
ÁSKRIFTAR-
SÍMINN ER
2261
Þorbergur með Labradorhundana, Sambó og Trygg.
dag. Það er til þess að venja þá við
kuldann og um leið fá þeir fallegri
feld.“
Þorbergur hefur ekki aðeins
sótt hundaþjálfunarnámskeið hér
heima, eitt sinn fór hann út til
Noregs til þess að kynna sér þetta
ásamt þremur öðrum íslenskum
Labradorhundaeigendum. Þetta
námskeið var að hluta greitt af
norska björgunarhundasamband-
inu. „Við fórum þarna út til þess
að sjá hvar við stæðum. Við
komumst að því að við vorum
algerlega á réttri braut og það
hafði góð áhrif á okkur.“
— Hvað eru hundarnir gamlir
þegar byrjað er að þjálfa þá?
„Þeir verða að vera orðnir hálfs
annars árs gamlir. Síðan eru þeir
prófaðir annað hvert ár, í síðasta
sinn er þeir eru orðnir 8 ára.“
Æfíngarnar
— Hvernig fara þessar œfingar
fram?
„Þær eru mjög einfaldar í fyrst-
unni en síðan smáþyngdar. í raun
má segja að byrjunarþrautin sé
fjórþætt og það kemur ekki í ljós
fyrr en í fjórða þættinum hvort
hundurinn er hæfur til leitarstarfa
eða ekki, þ.e. hvort eitthvað tjóar
að halda þjálfun hans áfram.“
Þorbergur útskýrði síðan æfing-
arnar fyrir blm. Sú fyrsta er á
þann veg, að eigandinn hendir sér
ofan í holu, sem grafin hefur
verið í um 10 metra fjarlægð frá
þeim stað sem hundinum er hald-
ið á. Holan er það stór að maður
getur rúmast vel fyrir í henni og
eftir að hafa hlaupið frá hund-
inum og hent sér ofan í holuna á
hundurinn að hlaupa til eigand-
ans. Önnur æfingin er á þann veg,
að eigandi, hjálparmaður og
hundurinn eru saman á einum
stað. Eigandinn kemur sér síðan
fyrir í holunni og mokað er yfir
hann. Hundinum er síðan ætlað
að hlaupa að gröfinni og róta ofan
af húsbóndanum. Ef hundurinn
er áhugasamur grefur hann niður
á húsbóndann á mjög skömmum
tíma.
Þriðja æfingin er á þann veg, að
nú fara bæði húsbóndinn og að-
stoðarmaðurinn á undan hundin-
um, koma sér fyrir í holunni,
húsbóndinn fjær hundinum og
aðstoðarmaðurinn nær. Síðan er
mokað yfir þá báða. Hundinum
er síðan ætlað að grafa þá báða
upp. Fjórða æfingin er svo sú,
sem sker úr um hæfileika hunds-
ins. Aðstoðarmaðurinn fer þá
ofan í holuna og mokað er yfir
hann. Hundurinn á síðan að fara
að skipan húsbónda síns og finna
hjálparmanninn og grafa niður á
hann. Venjulega eru hundarnir
æstir upp með einhverju góðgæti
áður en þessi þáttur fer fram. Það
dugar stundum ekki og dæmi eru
þess að hundarnir grafi ekkert,
þar sem viðkomandi er ekki hús-
bóndi þeirra, heldur hnusi aðeins
af staðnum. Grafi hundurinn ekki
að skipan húsbóndans þarf ekki
að gera sér vonir um að þjálfa
megi hann upp til leitar við
erfiðar aðstæður.
Þriggja ára þjálfun
„Það verður að fara afar var-
lega í sakirnar,“ sagði Þorbergur.
„Það er auðvelt að ofgera hund-
unum því þeir þurfa mjög mik-
illar einbeitingar við á meðan þeir
eru að leita. Fyrst þurfa að vera
um tvær vikur á milli æfinga en
síðan er hægt að þjálfa þá örar.
Það er hættulegt að ætla sér að
ofkeyra þá í þjálfuninni því þá er
hætt við að þeir missi áhugann og
það getur tekið óratíma að ná
honum upp aftur. Allt í allt tekur
það 3 ár að þjálfa hund til
fullnustu til leitar.“
— Hvaða hæfileika þarf hundur
að hafa til þess að geta talist það
sem þú kallar útkallshæfur?
„Hann þarf þát að geta fundið
mann á tveggja metra dýpi á
svæði sem er 100x100 metrar að
stærð á innan við 30 mínútum. Á
æfingum, sem framkvæmdar hafa
verið, hefur Sambó t.d. leyst
þetta verk af hendi á 6-7 mín-
útum. Góður hundur á ekki að
vera meira en 10 mínútur að finna
mann á slíku svæði.“
Framhald á bls. 10
,Ánægjan er
margföld
samanborið
við eriiðið“
- Skagablaðið ræðir við Þorberg Þórðarson
sem á tvo Labradorhunda, annan sérþjálf-
aðantil leitarstarfa
Áhugamál fólks eru margvísleg, það eitt er víst. Oruggt er þó að
áhugamál Þorbergs Þórðarsonar hér í bæ er með því allra sérstæðasta
sem gerist. Ekki aðeins á hann tvo Labradorhunda heldur hefur hann
eytt ómældum tíma í að sérþjálfa þá til Ieitar í snjóflóðum, skriðum
og húsarústum. Árangur þessarar þjálfunar Þorbergs er nú sá, að eldri
hundurinn, Sambó, er einn fjögurra hunda landsins, sem teljast hæfír
til þess að leita að fólki sem týnst hefur eða grafist ■ náttúruhamförum
á borð við ofangreint. Skagablaðið hitti Þorberg að máli rétt fyrir jólin
og innti hann eftir tildrögum þess að hann fór að stunda þetta sérstæða
áhugamál.
Tilviljun
„Það er nú eiginlega hálfgerð
tilviljun að ég komst í kynni við
hundana,“ sagði Þorbergur. „Það
var fyrir um fjórum árum að ég
fór að hugsa til þess að taka mér
tak í trimminu. Ég hafði verið
mikið í íþróttum hér áður fyrr og
hélt mér við eftir að ég hætti að
keppa en síðan fannst mér ég vera
farinn að slappast svo fjári mikið
svo ég fór að hugsa minn gang.
Ætlaði eiginlega fyrst að fara að
stunda hefðbundið trimm, skokk
eða eitthvað þvíumlíkt, en sá í
hendi mér að áhuginn á slíku
myndi strax dvína. Það þyrfti
ekki annað en óhagstætt veður til
þess að maður hætti við að fara
út. Þá vissi ég það, að á meðan
maður stendur einn í slíku er það
miklu erfiðara en ef einhver fé-
lagsskapur er fyrir hendi.
Það var svo að ég hitti konu úr
Garðabæ, sem vissi af hvolpi af
Labrador-kyni af góðum ættum.
Ég varð alveg veikur fyrir hund-
inum og eignaðist hann. Hundar
sem þessir verða að fá að minnsta
kosti eins og hálfs tíma göngu og
útiveru á dag og ég sá þarna
kjörna leið fyrir mig til þess að
trimma um leið. Síðan hefur
þetta þróast út í það sem nú er.“
— Hvaðan fékkstu hundinn?
„Ég fékk Sambó, og reyndar
þann yngri líka, Trygg, frá Páli
Eiríkssyni, lækni. Hann komst í
kynni við hunda af þessu kyni úti
í Noregi og er geysilegur áhuga-
maður um þjálfun þeirra.“
— Hvenær fórst þú að þjálfa
hundinn þinn markvisst?
„Ætli það hafi ekki verið vetur-
inn 1981, að hingað komu tveir
Norðmenn til þess að leiðbeina
hópi eigenda Labradorhunda við
þjálfun þeirra. Mér fannst eldri
hundurinn, Sambó, strax lofa
góðu, og það gerir reyndar sá
yngri líka, og komst í samband
við Norðmennina. Á þessu nám-
skeiði voru teknir út 10 Labra-
dorhundar sem sýnt höfðu grund-
vallarhæfileika, og Sambó var
einn þeirra. Upp úr þessu komst
ég í samband við Björgunar-
hundasveit fslands og er reyndar
kominn í stjórn þess félags núna.
Er reyndar kominn með algera
dellu á þessu sviði.“
Fallegri feldur
— Þú hefur þá náð að sameina
trimmið þitt og áhugamál?
„Já, heldur betur og þetta
hefur veitt mér óskaplega
ánægju. En hundarnir þurfa sitt.
Ég fer út með þá á hverjum
einasta morgni klukkan 8 og er
með þá svona 2 tíma og fer síðan
í vinnuna.“ Þess má geta, að
þegar Skagablaðið var að reyna
að hafa uppi á Þorbergi fannst
hann hvergi en loks fannst bíllinn
hans fyrir utan hús eitt í bænum,
sem hann var að virða, og þá voru
báðir hundarnir í bílnum. Við
spurðum hann að því í framhaldi
hvort hann færi með hundana
með sér allra sinna erinda. „Nei,
ekki er það nú svo, en ég er með
þá í bílnum allt upp í 12 tíma á