Skagablaðið


Skagablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 6
Gufu- og nuddstofan Holt missir húsnæðið Þær sögusagnir hafa heyrst aö verðum í það minnsta að fara úr „Nei, hann Haukur Ármanns- Ævar Sigurðsson og frú væru að þessu húsnæði. En það er ekki son á það og hann sagði okkur hætta með gufu- og nuddstofuna fyrr en eftir ár þannig að við upp. Með ársfyrirvara eins og Holt. Skagablaðið hafði tal af höfum ekkert ákveðið hvað við landslög gera ráð fyrir. Hvað Ævari og innti hann eftir þessu. gerum þá.“ hann ætlar að gera, það hef ég „Ja, hætta og hætta ekki. Við —Áttuðþiðþáekki húsnæðið? . ekki hugmynd um.“ —SEÞ. ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Annast gerð skattframtala GISU GÍSLASOn hénaðsdómslögmaður SUNNUBRAUT 30 SÍMI 93-1750 Garðabraut 2, Akranesi, sími 93-2930 ÆfTntgTTíTíT? TRYGGINGAR 93-2800 GARÐABRAUT 2 Bifreiðaeigendur Allar almennar viðgerðir. Ljósa- og mótorstillingar, réttingar og sprautanir í yfirþrýstiklefa. bifreiðaverkst. Rík. Jónssonar Ægisbraut 23. sími 2533 Hárgreiðslustofan | Vesturgötu 129 — Simi 2776 V^JdJLvyJL JL Opið: mánudaga-föstudaga 9-18 laugardaga 8.30-12 Hórgreið&lumeistari nf* Lína D. Snorradóttir Auglýsið í Skagablaðinu RaSucs Matthías Hallgrímsson Heiðarbraut 7, sími 1386 Steypa - fylling - vélavinna ÞORGEIFhHELGIf snmsnw nnmtsi SENDIBILL til þjónustu alla daga. Hringið í síma 2622, en 2204 um kvöld og helgar. Frá kl. 7-20.30 alla virka daga, frá kl. 10-16 á laugardögumog 10-12 ásunnu- dögum. Öll laugaraðstaða innifalin. Bjarnalaug Opið kl. 15-19 virka daga 10-14 laugardaga. DYRALIF Vesturgötu 46, s. 2852 BOLSTRUN Klæði gömul husgögn og geri þau sem ný. GUNNAR GUNNARSSON, Hjarðarholti 9, s. 2223 ElrLaLauxfin. Skagabraut 17 Svefnpokahreinsun Vlnnufatahreinsun Kemisk hreinsun Fatapressun Vönduð þjónusta Opið frá 9-18 ÖKUKENNSLA Ólafur Ólafsson Vesturgötu 117, s. 93-1072 Sólbaðsstofan Siný JÖRUNDARHOLTI 108, SÍMI 2360 Opið frá kl. 9-23 virka daga, laugardaga 9-20 og sunnudaga 12-20. Verið velkomin. Heimilis- og húseigenda■ tryggingar. SJÓVÁ Suðurgötu 62, sími 2000 Nýlagnir-breytingar-vidgerdir Jón Bjarni Gíslason PÍPULAGNINGAMEISTARI SÍMAR 2939 & 1864 Hárgreiðslustofan Ella REYNIGRUND 26, SÍM11209 ©pi §la wöirCsa ái|i fá G± l°1lo Fjör í íþróttahúsinu í kvöld: Tveir sannkallað* ir úrslitaleikir Það verður væntanlega mikið fjör í íþróttahúsinu í kvöld því þá fara fram tveir ákaflega mikil- vægir leikir í handknattleiknum hjá IA. Báðir leikimir geta skipt sköpum um útkomu vetrarins og því er afar mikilvægt að bæjar- búar fjölmenni til þess að styðja við bakið á handknattleiksfólk- inu. Stuðningurinn í vetur hefur verið með allra minnsta móti. Fyrri leikur kvöldsins er viður- eign ÍA og ÍBV í 1. deild kvenna og hefst hún kl. 20. Þessi lið öttu kappi saman fyrir réttri viku og þá einnig hér á Akranesi, en í það skiptið í bikarkeppninni. Eyja- pæjurnar unnu þá 15-13, en nú er að duga eða drepast fyrir stelp- urnar vilji þær halda sæti sínu í 1. deild. Það er baráttuhugur í ÍA-stelpunum og þær gefa sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Að kvennaleiknum loknum mætast ÍA og Reynir í 3. deild- inni. ÍA nægir jafntefli til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en strákarnir ætla sér sigur og ekkert minna. Liðið hefur verið í stöðugri framför frá því eftir tapið gegn B-liði Vals í bikarn- um, sem fylgdi í kjölfar langrar hvíldar. Menn eru allir að bragg- ast á ný og sigurinn gegn Aftur- eldingu hefur verkað sem víta- mínsprauta á mannskapinn. Góð- ur stuðningur í kvöld ætti að vega þungt í baráttunni við að komast í úrslitin. Akranesmeistaramótió í tvímenningi: Hörð barátta er um efstu sætin Heldur er að færast fjör ■ tvímenningskeppnina í bridge hjá Bridgefélagi Akraness eftir fjórðu umferðina, sem spiluö var á fimmtudag í síðustu viku. Þegar við skýrðum frá síðast voru þeir Oliver Kristófersson og Þórir Leifsson í forystu og eru það reyndar enn. Þá munaði 9 stigum á þeim og næsta pari en nú er munurinn ekki nema 5 stig. Þeir Oliver og Þórir hafa nú fengið 312 stig, en næstu menn, þeir Jón Alfreðsson og Eiríkur Jónsson hafa tekið mikinn fjör- kipp og eru nú komnir með 307 stig. Þeir, sem voru í 2. sætinu síðast, Guðjón Guðmundsson og Ólafur G. Ólafsson, hafa dregist vel aftur úr. Þeir hafa nú 193 stig í 3. sætinu. Alfreð Kristjánsson og Haukur Þórisson eru í 4. sæti með 164 stig og í 5. sætinu eru þeir Vigfús Sigurðsson og Þórður Elíasson með 107 stig. Fimmta umferðin var spiluð í gærkvöldi. Prentvillupúk- inn dafnar vel Prentvillupúkinn slóst í för með athugunarleysinu í síðasta blaði og saman gerðu þau systkin Skagablaðinu margan grikkinn. Skal nú vikið að þeim helstu. Á bls. 2: f fréttastúf um sigur ÍA-stúlknanna í Litlu bikar- keppninni innanhúss sagði, að mynd af fraukunum fótafimu þyrfti að bíða næsta blaðs. Eins og hver heilvita maður sá birtist mynd af stelpunum í blaðinu. Jafnframt stóð í upphafi frétt- arinnar, að sigurinn hefði unnist um síðustu helgi. Það átti að vera fyrri helgi. Á bls. 3: í umfjöllun blaðsins um helgarskákmótið var ranglega sagt, að yngsti þátttakandinn hefði heitið Pétur Lárusson. Pét- ur mun eitthvað eldri og var með í mótinu en sá yngsti heitir Ingi- mundur Guðmundsson og er átta ára. Þótti hann sýna knálega frammistöðu og fékk sérstök verðlaun. Á bls. 4: Ingibjörg Björnsdóttir var ranglega sögð Guðmunds- dóttir er blaðið sagði frá því að hún hefði verið ráðinn launa- fulltrúi Akraneskaupstaðar. Á bls. 6: í frétt um hinn mikla fjölda Skagamanna, sem orðið hafa íslandsmeistarar var vísað til skýringa í mynd, sem svo ekki birtist með. Atti myndin að vera af verðlaunagripunum en á síð- ustu stundu var skipt um mynd. Gleymdist því að laga textann. Á bls. 9: í frétt um góðan árangur blaköldunga Skaga- manna þvældust með tvær undir- fyrirsagnir, sem áttu þar alls ekki heima. Þær áttu heima með frétt- inni um ÍA-stelpurnar á bls. 2. Það var og. Svona vill oft fara þegar mikið gengur á og er auðvitað ekki neitt annað að gera en að leiðrétta öll þessi ósköp. Mistökin eru að sjálfsögðu óþörf (þau eru það alltaf) en urðu engu að síður. Skagablaðið biður les- endur sína velvirðingar á bram- boltinu. 6

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.