Skagablaðið


Skagablaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 3
Skagablaöiö ræðir við Sigurð Jónsson; „Verð bara að vona að ég fái tækifæri“ - Sigurður átti að leika með varaliði Sheffield Wednesday gegn Blackbum í gæritvöldi og bíöur eftir aö hans tækrfærí í 1. deildinni komi „Ég kann bara orðið vel við mig hérna, er hjá ágætum hjónum, sem eiga 3 stráka sem allir eru á kafi í fótboltanum, og sjálfur er ég kominn í góða æfingu,“ sagði Sigurður Jónsson, knattspymukappi, er Skagablaðið sló á þráðinn til hans ■ vikubyrjun og ræddi við hann. Sigurður gerði — eins og flestu knattspyrnuáhugafólki á Akranesi ætti nú að vera kunnugt — samning við enska 1. deildarfélagið Sheffíeld Wednesday og hefur verið í Englandi frá þvi fyrst á nýja árinu. „Ég er nú bara búinn að leika „Þetta er í hverfi, sem heitir leik með varaliðinu, gegn Stannington, ágætt hverfi í út- einn Newcastle í síðustu viku, en við eigum að leika gegn Blackburn hér heima á fimmtudag (í gær) og verður hann á aðalvellinum hjá Wednesday, Hillsborough.“ — Spiliði alla leiki varaliðsins á aðalvellinum? „Já, mér er sagt að svo sé gert, annars er þetta fyrsti leikurinn minn með varaliðinu á heima- velli.“ Erfitt — Nú hefur maður lesið um erfiðar æfingar hjá ykkur, er það allt satt og rétt? „Já, þetta er skemmtilega erf- itt, sérstaklega fyrstu vikurnar eftir að ég kom út. Mikil hlaup, t.d. úti í skógi. Núna er þetta heldur að lagast, kannski líka vegna þess að ég er kominn í sæmilegustu æfingu." — Hvað gerirðu í frítímanum? „Það er nú mest lítið, a.m.k. fram að þessu. Ég er nú bara nýbúinn að fá bíl, Ford Fiesta, og hef því ekki farið mikið um, en það ætti að lagast á næstunni. Ég hef verið að æfa litla polla, sem Wednesday er með á sínum snær- um. Þeir eru svona frá 10 ára og niður úr og þetta heitir „school of exellence“. Þarna eru strákar sem þótt hafa skarað fram úr. Ég hef lítið farið í bíó og svoleiðis en hef kynnst nokkrum strákum, sem ég hef verið einna mest með. Það kemur í veg fyrir að maður verði einmana." — Varstu dálítið einn fyrst? „Já, en fann ekki svo mikið fyrir því og eflaust hefur það skipt nokkru að ég var hjá fjölskyld- unni. Þau hafa reynst mér vel.“ — Er sæmilega kynnt þarna hjá ykkur? „Já, já, reyndar eru nú lítið kynt yfir nóttina á flestum heimil- um hér í Englandi, en ég hef ekki fundið mikið fyrir kulda.“ — Hvernig kanntu við breska fœðið? „Það er ágætt, finnst mér, a.m.k. hjá þessari fjölskyldu. Ég hef í það minnsta ekki yfir neinu að kvarta hvað það snertir." — Hvar býrðu í borginni? jaðri borgarinnar. Þetta er rétt hjá vellinum og það er skemmti- legt landslag hér í kring. Mikið af hólum og hæðum og í raun stutt að fara til þess að komast „út í sveit“ eins og maður segir,“ svar- aði Siggi. Þess má geta að leik- vangurinn dregur einmitt nafn sitt af nágrenninu. — Hefurðu hitt einhverja landa þarna úti? „Já, það er nú stutt síðan pabbi var hérna hjá mér, og svo kom Heimir Bergsson, fréttaritari NT, hingað og rabbaði við mig um daginn. Það eru þrjár íslenskar fjölskyldur í Sheffield það ég veit en ég hef lítið haft af þeim að segja. Svo komu hérna í dag tveir íslenskir þjálfarar, Bjarni Jó- Egill med12og ÍA fer í úrslit Skagamenn eru komnir I úrslit 3. deildarkeppninnar í handknatt- leik eftir góðan sigur á Reyn- ismönnum á föstudagskvöld. Lokatölur urðu 31-29 í A í vil eftir að staðan í hálfleik hafði veríð 15-13. Strax í upphafi leiks var ljóst, að Skagamenn ætluðu að selja sig dýrt og kom það á daginn. Með góðum stuðningi áhorfenda og Leiðrétting í síðasta blaði var Svala Braga- dóttir ranglega titluð formaður Skagaleikflokksins. Rétt er að hún er núverandi ritari hans. Hér með er þessi mistitlun leiðrétt. ódrepandi keppnisskapi komust Skagamenn í 5-0 í byrjun og þar með var grunnurinn að sigrinum lagður. Reynismenn náðu aldrei að ógna sigrinum þrátt fyrir góð tilþrif á köflum. Almennt talið var Egill Stein- þórsson maður leiksins. Hann skoraði 12 mörk og bókstaflega dreif liðið áfram í leiknum. ÍA á nú tvo leiki eftir, báða gegn Sindra, og fer sá fyrri fram hér í fyrramálið — já, fyrramálið — kl. 11.30. Ekki gekk stelpunum eins vel í sínum leik. Þær töpuðu fyrir ÍBV 12-16 og síðan aftur fyrir Víkingi á mánudagskvöld, 16-23. Þær eiga aðeins 3 leiki eftir, gegn FH í kvöld, og svo báða leikina gegn Þór. hannesson og Gústaf Baldvins- son, og þeir ætla að kynna sér þjálfunina hjá okkur. Þeir vita að minnsta kosti hvemig við högum hlaupaæfingunum hér eftir heim- sókn sína,“ sagði Siggi og hló. Athygli Koma Sigurðar Jónssonar ti Sheffield hefur vakið mikla at- hygli og hefur mikið verið skrifað um hann í blöðum hér, sér í lagi í sjálfri borginni. Athyglin er vel skiljanleg því ekki aðeins er Sig- urður afbrags knattspyrnumaður heldur er hann fyrsti íslending- urinn sem leikur í Englandi frá því Albert Guðmundsson var og hét hjá Arsenal. En eru öll hans leyfi komin á hreint? „Já, það er allt komið í gegn. Ég má reyndar ekki leika í nein- um bikarleikjum með félaginu á þessu keppnistímabili, en það er líka það eina.“ — Gerirðu þér vonir um að fá að spila með aðalliði Sheffield áður en keppnistímabilinu lýkur? „Já, ég verð að segja, að ég geri Sigurður Jónsson: „Þetta var skemmtilega erfitt. ‘ það. Ég hef lagt mig allan fram á æfingum og hef staðið mig ágæt- lega það ég best veit. Mér hefur farið geysilega mikið fram frá því ég kom hingað, þ.e. líkamlega, og tel ails ekki fráleitt að ætla að ég fái að spila í 1. deildinni. Wednesday á mikið af leikjum eftir fram til vors og þá er gott að geta gripið til varamannanna ef eitthvað fer úrskeiðis. Ég verð bara að vona að ég fái tækifæri." Eins og að framan sagði vakti koma Sigurðar til Sheffield mikla athygli og hann sagði Skagablað- inu að fyrst í stað hefði hann verið dálítið stressaður en það væri nú smám saman að hverfa. Honum Með kaskeiti og alvæpni Hann kallar ekki allt ömmu sína hann ísólfur Har- aldsson, frá því skýrðum við síðasta sumar. Við rákumst á hann á röltinu um daginn og var hann þá ekki aðeins með lögreglukaskeiti, heldur líka með alvæpni. Snemma beyg- ist krókurinn... gengi vel að komast almennilega inn í málið og þá yrði allt um leið auðveldara. Þrátt fyrir allt og allt saknaði hann þó bestu vina sinna hér heima á Akranesi oft á tíðum ;n við því væri ekkert að gera. „Ég ákvað að fara út í þetta og rofin tengsl við kunningjana er bara eitt af því sem fylgir slíkum flutningum,“ sagði Sigurður og bætti svo við: „en ég kem nú heim í sumar og þá heilsar maður upp á gamla gengið aftur.“ Hann bað að lokum fyrir bestu kveðjur til allra vina og kunningja hér á Skaga og er því hér með komið aleiðis. —SSv. Innanhússmótiö: Tvöfalt silfur hjá ÍA-fólkinu Knattspyrnulið Skagamanna, meistaraflokkur karla og kvenna, náðu bærilegasta árangrí á Is- landsmótinu í innanhússknatt- spyrnu um síðustu helgi. Hvor- ugu tókst reyndar að sigra, en bæði höfnuðu í 2. sæti. Strákarnir urðu að endingu að lúta í lægra haldi fyrir Fylki í úrslitaleik, 3-6, en Árbæingarnir komu mjög á óvart í mótinu, rétt eins og kafjörður í fyrra og Siglufjörður þar á undan. Stelp- umar töpuðu naumt fyrir Blik- unum, 2-3, eftir framlengingu og vítakeppni. Auglýsið í Skagablaðinu Vorum að fá nýjar myndir, alltaf eitthvað nýtt vikulega. Ávallt velkomin! Opid: virka daga fra 18-22 helgarfra 17-22 SKAGAVIDEÓ Kirkjubraut 6, sími 2422 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.