Skagablaðið


Skagablaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGA- SÍMINN ER 2261 ÁSKRIFTAR- SÍMINN ER 2261 —tjónið í Brekkubæjarskóla metið á 2-3 milljónir króna „Það er í raun ekki hægt að segja annað um málið en það að við erum enn að rannsaka það og að einn maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald,“ sagði Viðar Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður er Skagablaðið ræddi við hann í vikunni í kjölfar brunans í Brekkubæjarskóla á laugardag, þar sem geysilegt tjón varð. Tjónið er enn ekki fullmetið en tölur hlaupa „Jú, það er ekki hægt að segja annað en við höfum mjög sterkan grun um að kveikt hafi verið í. Auðvitað Iiggja ekki neinar full- komnar sannanir fyrir en öll rök hníga að því að svo hafi verið enda var brotist inn í skólann þessa sömu nótt,“ sagði Viðar ennfremur. Maðurinn, sem nú situr inni, var handtekinn um kl. 15.30 á i bilinu 2-3 milljónir króna. laugardag og var á mánudag úrskurðaður í 10 daga gæsluvarð- hald. Yfirheyrslur hafa staðið alla vikuna en enn liggur engin játn- ing fyrir. Ekki liggur Ijóst fyrir hvenær eldurinn kviknaði í skólanum en flest bendir til þess að það hafi verið síðla nætur eða snemma morguns á laugardag. Varð ekki annað séð á vegsummerkjum en eldur hefði kviknað á einum sex stöðum svo að segja samtímis. Þykir það eitt benda til íkveikju. Eldsins varð ekki vart fyrr en kl. 12.50 er kóræfing átti að hefjast í skólanum. Var lögreglu og slökkviliði þegar gert viðvart og var slökkvistarf hafið innan tíðar. Fullvíst er talið, að það hafi verið lán í óláni að rúður brotn- uðu ekki í eldinum því ef svo hefði verið hefði nægt súrefni komist að eldinum og hann að líkindum magnast upp og valdið margfalt meira tjóni en raun varð á. Kaupir ÁTVR eða leigir? —húsnæðismál fyrirtækisins enn ekki á hreinu Viðar Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður, við vettvangsrannsókn. Haraldur Sturiaugsson, forstjóri HB & Co, um hugsanleg togarakaup Krossvfkun „Varð hissa er ég sá þetta" „Ég verð nú að segja það alveg eins og er, að ég varð mjög hissa svo illt,“ sagði Haraldur og vegna kaupanna á Höfðavík." þegar ég sá þetta — það er hreint eins og þessir menn hafi ekkert vísaði til hugsanlegra kaupa (áður Óskar Magnússon). kynnt sér þessa hluti áður en tillagan var lögð fram,“ sagði Haraldur Krossvíkur á umræddu skipi. „Við höfum enn ekki gert Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB & Co, er Skagablaðið ræddi „Eins og mál standa nú er upp hug okkar varðandi kaup á við hann í vikunni í framhaldi af tilögu þeirra Harðar Pálssonar (S) ekki fjarri lagi að kaupverð skipi í stað Haraldar," sagði og Guðmundar Vésteinssonar (A) í bæjarstjórn á þriðjudag I skipsins nálgist 130 milljónir Haraldur Sturlaugsson, „en ef síðustu viku um að bæjarráð beitti sér fyrir því að Krossvík eignaðist króna og þótt fá mætti megin- við förum út í slíkt býst ég við togarann, sem verið er að smiða hjá Þorgeir og Ellert, væri þess hluta þeirrar upphæðar að láni að togskip af einhverju tagi yrði nokkur kostur. þyrfti samt að leggja út 20 keypt. Það er vitað mál að við milljónir króna. Það eru pen- höfum rennt hýru auga til togar- Eins og kunnugt er á Akra- aldur ekki skilja hvers vegna ingar, sem ekki liggja á lausu og ans hjá Þ&E en við værum neskaupstaður fjórðung f hluta- þessi tillaga kæmi fram, nægir öll lán þarf að borga um síðir. vafalítið búnir að ganga frá fé Krossvíkur, en Haförn, HB væru erfiðleikarnir í sjávarút- Fjárhagur bæjarins er þröngur kaupum á honum ef við teldum & Co og SFA eiga öll sinn vegi fyrir. „Ég er nú þannig og ekki séð fyrir endann á það henta þörfum okkar. Svo er fjórðunginn hvert. Sagðist Har- gerður, að ég vil bænum ekki hlutafjáraukningu í Krossvík baraekki." „Nei, við erum ekki búnir að ganga frá samningum um hús- næði og fáum reyndar ekki svar þar að lútandi fyrr en fyrstu vikuna í mars,“ sagði Jón Kjart- ansson, forstjóri ÁTVR, er Skagablaðið innti hann eftir því í vikunni hvað liði ákvörðun fyrir- tækisins um kaup eða leigu á húsnæði. Jón Björgvinsson, sem á nú- verandi húsnæði ÁTVR hér á Akranesi, er nú að íhuga hvort hann ætlar að leigja húsnæðið áfram eða gera ÁTVR kauptil- boð. Jón Kjartansson sagði ÁTVR heldur vilja vera í eigin húsnæði og gaf því óbeint í skyn að húsnæði yrði keypt. Auk núverandi húsnæðis veit Skagablaðið til þess að nokkrir aðrir staðir hafa komið til greina. Enginn þeirra hefur enn fengist staðfestur en skv. heimildum blaðsins er um að ræða bæði húsnæði Stjörnukaffis svo og það húsnæði, sem Stillholt hefur verið í, en það er í eigu Sambandsins.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.