Skagablaðið - 19.04.1985, Side 2

Skagablaðið - 19.04.1985, Side 2
Skagabladið Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmýndir: Árni S. Arnason Blaðamaður: Steinunn Eva Þórðardóttir Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasírrii 2955) Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudaga frá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka daga frá kl. 17-19. Móttaka auglýsinga og áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu í þósthólf 170. „Topp-10“ videó VHS-Videoleigan Háholti 9 1. (1) Chiefs I-II 2. (4) Princess Daisy 3. (3) An officer & a gentleman 4. (2) í blíðu og stríðu 5. (5) Gambler I-III 6. (7) Scarface 7. (6) Ertu blindur maður? 8. (9) Woman in Red 9. (-) Evergreen I-III 10. (10) Lace I II SKAGA - video 1. (1) Strumparnir 2. (-) Against all odds 3. (-) War games 4. (-) Sek eða saklaus 5. (2) Scarface 6. (-) Hjákonan 7. (-) Rita Hayworth’s 8. (3) Firestarter 9. (-) Volcanon 10. (5) Mr. T AKRANES - NÆRSVEITIR VORHAPPDRÆTTIHV1985 Sunnudaginn 21.4. og næstu daga þar á eftir verður gengið í hús og happdrættismiðar boðnir til sölu. Veglegir vinningar eru í boði og aðeins er dregið úr seldum miðum. Takið vel á móti sölumönnum og styrkið gott málefni. MEÐ FYRIRFRAM ÞÖKK Knattspyrnudeild HV Húsbyggjendur Nýkominn furu- og grenipanell. Trésmiðjan Akur hf. Sími 2666 Skáli til sölu Skátaskálinn við Akrafjall er til sölu í því ástandi sem hann er, til flutnings eða niður- rifs. Tilboð miðast við að öll verksummerki á staðnum verði fjarlægð að fullu og sendist til Guðbjarts Hannessonar, Suðurgötu 78, sími 2723. Nánari upplýsingar hjá sama aðila. SKÁTAFÉLAG AKRANESS HAKK í könnun, sem barna- og unglingablaðið Æskan gekkst fyrir kom í ljós, að Skagasveitin Tíbrá reyndist 10. vinsælasta hljómsveitin á landinu. Það er dálítið skemmtileg tilviljun, að þetta skuli koma á daginn eimitt um það leyti sem sveitin heldur upp á 10 ára afmæli sitt. Tíu ár er óvenju hár aldur hjá hljómsveit en meðlimirnir eru enn ungir að árum því þeir hófu að spila saman aðeins 13 ára gamlir. Sveit Alfreðs er í forystu Sveit Alfreðs Viktorssonar er með forystu þegar sveitakeppni Bridgefélags Akraness er nú sem næst hálfnuð. Hafa Alfreð og félagar nælt sér í 132 stig, en sveit Eiríks Jónssonar kemur næst með 121 stig. I þriðja sætinu er sveit Guðmundar Bjarnasonar með 107 stig, þá sveit Ólafs Guðjónssonar með 105 og sveit Karls Ó. Alfreðssonar er með 97 stig. Hörður fram- kvæmdastjóri Hörður Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs í sumar. Knattspyrnuráð hefur ekki fyrr ráðið sér framkvæmdastjóra en ÍA var með slíkt embætti um skeið á sínum tíma. Enn eitt ár í 3. deildinni Það virðst vera hrein álög á leikmönnum meistaraflokks í handknattleik — þeim virðist hreinlega ekki ætlað að komast upp í 2. deild. Nokkuð er nú um liðið frá því síðari hluti úrslitakeppni 3. deildar fór fram að Varmá og er skemmst frá því að segja að okkar menn urðu að bíta í það súra epli að sitja eftir... enn eitt árið. Kemurbara næst, segja e.t.v. einhverjir, en þeireru vafalítið fleiri sem efast um að liðið komist nokkru sinni upp úr „kjallaranum". Við Skagablaðsmenn trúum þó ekki öðru upp á strákana... og stelpurnar líka, þær féllu í 2. deild. Karate- krakkarnir Krakkar úr 7., 8. og 9. bekk hafa nýlega stofnað með sér Karatefélag Akraness. Félagið var stofnað föstudaginn 29. mars eftir að menn úr Karatefélagi Reykjavíkur sýndu listir sínar í Arnardal. Alls eru krakkarnir tuttugu í félaginu, bæði strákar og stelpur, en ekkert þeirra hefur æft karate fyrr að sögn formannsins, Rúnars Sævarssonar. Senn mun áætlað að fá kennara úr Reykjavík og er hugmyndin að hann komi hingað tvisvar í viku til að þjálfa þau en æfingahúsnæði erenn óákveðið. íA vann í öllum flokkum Fyrstu leikir yngri flokka ÍA í hinu svokallaða Faxaflóamóti í knattspyrnu fóru fram um síðustu helgi. Fengu Skagamenn þá Aftureldingu í heimsókn og unnu þá fjóra leiki sem voru leiknir; í 6. flokki 4:1, í 5. flokki 5:0, í 4. flokki 3:1 og í 3. flokki 2:1. Mörkin í 6. flokki gerðu Árni Gautur Arason 2, Jón G. Ólafsson og Halldór Magnússon. í 5. flokki skoruðu Kári Steinn Reynisson 2, Bjarki Gunnlaugsson 2 og tvíburabróðir hans, Amar eitt. í 4. flokki skoruðu Sigurður Sigursteinsson, Ágúst Guðmundsson og Bjarki Pétursson og í 3. flokki þeir Theódór Hervarsson og Sigurður Már Haraldsson. Leiknum í 2. flokki varð að fresta. Auk ÍA og Aftureldingar taka FH, Haukar, Stjarnan, ÍK, Breiðablik og Keflavík þátt í þessu móti. AUGLYSING Hér með tilkynnist öllum hlutaðeigandi að, óheimilt er að geyma hjólhýsi, báta eða óskráðar bifreiðar eða önnur ökutæki á bifreiðastæðum bæjarins, við götur eða á almannafæri. Lögreglu eða bæjaryfirvöld- um er heimilt að fjarlægja slíka hluti á kostnað og ábyrgð eiganda. Hafi viðkomandi ekki vitjað tækisins í Áhaldahúsi bæjarins innan 7 daga frá því að tækið var fjarlægt getur hann átt von á að tækið verði selt fyrir geymslukostnaði eða því fargað. Eftir mánudaginn 29. þ.m. verða öll slík tæki er að framan greinir, fjarlægð á kostnað eigenda. Akranesbær Bæjarfógetaembættið Spuming vikunnar Ertu hlynntur sölu á bjór? Sólberg Björnsson: — Nei, bjór- inn leiðir einungis til aukinnar drykkju. Sigurður Þórðarson: — Nei. Ég treysti ekki sjálfum mér gagnvart bjórnum. Vilhjálmur Gunnarsson: — Ég er á móti bjórnum. Ég sé ekki að hann geri neitt gagn. Guðmundur Valdimarsson: — Ég er hlynntur bjórnum. Ég er á moti öllum boðum og bönnum. 2

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.