Skagablaðið


Skagablaðið - 19.04.1985, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 19.04.1985, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGA- SÍMINN ER 2261 ÁSKRIFTAR- SÍMINN ER 2261 Skagablaðsmótið í körfuknattleik í íþróttahúsinu í kvöld og á morgun: Meistarar Njarövíkur mæta til leiks - „Ómetanleg lyftistöng fyrir körfuboltann á Akranesi,“ segir Gísli Gíslason um mótiö Stærsti viðburður keppnistímabilsins hjá körfuknattleiks- mönnum hér á Akranesi hefst í íþróttahúsinu við Vesturgötu í kvöld kl. 18. Er hér um að ræða Skagablaðsmótið í körfuknattleik, sex liða mót með þátttöku sjálfra Islandsmeistaranna Njarðvíkinga. Það er Skagablaðið sem heldur þetta mót í samvinnu við körfuknattleiksráð og leggur blaðið til öll verðlaun á mótinu, þ.m.t. veglegan farandgrip auk fjögurra eignarbikara, og stendur fyrir sérstöku Iokahófi ásamt ráðinu. Hugmyndin er að Skagablaðsmótið verði árviss viðburður. „Þetta mót er okkur körfu- knattleiksmönnum á Akranesi tvímælalaust ómetanleg lyfti- stöng,“ sagði Gísli Gíslason, þjálfari 2. deildarliðs Skaga- manna í körfunni og helsta driffjöður liðsins. „Ég er að auki viss um að þetta á eftir að verða mót, sem lið sækjast eftir að fá að taka þátt í þegar fram líða tímar,“ bætti Gísli við. Hann sagði Skagamenn myndu mæta grimma til leiks og með það hugarfar að sigra í hverri viðureign. „Þetta er lokasprett- urinn á keppnistímabilinu hjá okkur og óneitanlega væri gam- an ef okkur tækist vel upp.“ Svo vikið sé að þátttökulið- unum þá eru þau sex talsins. Auk íslandsmeistara Njarðvík- ur og gestgjafanna, Skaga- BL'ItÉll" 7 \ 'l,_\1 íslandsmeistarar Njarðvíkinga fagna sigri í lok þriðja úrslitaleiksins ,gegn Haukum. Mynd: Víkur-fréttir/pfcet. manna, taka Skallagrímur, Reynir, Léttir og Breiðablik þátt í mótinu. Fyrirkomulagið verður þannig að allir leika gegn öllum — alls verða leik- imir því 15 talsins — og verður hver leikur 2x15 mínútur að lengd. Það verður stíft leikið því í kvöld verða 6 leikir, sá fyrsti kl. 18, sá síðasti hefst svo um 22.15. Síðan verðurbyrjað á ný kl. 9 í fyrramálið og leikið til kl. 18 en að þeim leik loknum koma leikmenn liðanna saman í hófi, þar sem verðlaun verða afhent. Leikjaniðurröðunin hefur ver- ið ákveðin þannig: (rétt er þó að taka fram að erfitt er að tímasetja leikina mjög nákvæm- lega þar sem hver rekur annan): Kl. 18 Skallagrímur — ÍA, þá Breiðablik — Reynir og svo Léttir - Njarðvík um kl. 20. Önnur umferð hefst með leik Skallagríms og Reynis um kl. 20.45, þá leika ÍA og Léttir og loks Breiðablik og Njarðvík. f fyrramálið hefst 3. umferð með leik ÍA og Reynis, þá leika Breiðablik og Léttir og svo Njarðvík og Skallagrímur. Fjórða umferð hefst um kl. 12 með leik Reynis og Léttis, síðan mætast Njarðvík og f A og loks Breiðablik og Skallagrím- ur. Lokaumferðin hefst síðan væntanlega um kl. 15 með leik Njarðvík og Reynis, svo leika Skallagrímur og Léttir og loka- leikurinn er viðureign IA og Breiðabliks. Fyrirfram verður að telja Njarðvíkinga sigurstrangleg- asta en um önnur sæti er erfitt að spá. Reynismenn stóðu sig ágætlega í 1. deildinni í vetur en hin fjögur liðin eru öll úr 2. deild. Breiðablik tryggði sér reyndar sigur í 2. deildinni með sigri yfir Skallagrími þannig að búast má við hörkuviðureign hjá þeim liðum og líklegt að Borgnesingamir vilji hefna ófaranna. Það lið, sem ber sigur úr býtum, fær áður umgetinn far- andgrip til varðveislu þar til næsta mót fer fram, auk eign- arbikars. Þá verða þrenn ein- staklingsverðlaun veitt; stiga- hæsti leikmaðurinn, efnilegasti leikmaðurinn og það sem á enskunni er kallað „most valua- ble player" en við höfum nefnt þýðingarmesti leikmaðurinn og það val gmndvallað út frá þýð- ingu viðkomandi leikmanns fyr- ir lið sitt. Eins og sjá má af framan- greindu ættu körfuknattleiks- unnendur að fá nokkuð fyrir sinn snúð í kvöld og á morgun því boltinn stoppar vart augna- blik nema yfir blánóttina. Ekki ætti verð aðgöngumiða að fæla fólk frá því að hvetja Skaga- menn í mótinu því aðeins kost- ar kr. 100 fyrir fullorðna og kr. 50 fyrir börn að berja fjörið augum. Allir í íþróttahúsið! Þessi fyrir* tækistyðja Skagablaðs- mótiðíkörfu• knattleik (0) Oliufélagið hf Akranesumboð.Breiðgötu 1, s.1394 Akraprjón Stillholti 18, sími 2080 Heimilis- og húseigenda- tryggingar. SJÓVÁ Suðurgötu 62, sími 2000 Shell Einkaumboö Skeljungur h.f. Akranesumboð, Bárugötu 21, s. 2335 Sementsverksmiðja ríkisins II b:;E| ÞORGEIR & ELLERT HF. Bakkatúni 26, s. 1159-1160 Akraneskaupstaður Kirkjubraut 28, sími 1211 loi(6S Þjóðbraut 1, sími 2622 Harðarbakarí Kirkjubraut 54, sími 2004 Steypa-fylling - vélavinna ~ÞOREEIR‘HELEF snnrusmo /immiiisi simar 1062 og 2390 Lúftrasveitin meft HENSON Skipholti 37 Sportfatnaður Einars Ólafssonar Skagabraut 9-11 • Sími 2015 Smurstöðin Smiðjuvöllum, sími 2445 Rafues íslenska járnblendifélagið /ORtimtffl \ TRYGGINGAR Matlhíav Hallgrímsson Ilcidarbraut 7, sími 1286 Grundartanga, sími 3944 93-2800 GARÐABRAUT 2 SKAGA Bókhaldsþjónustan sf. Suðurgötu 45, sími 1570 VÖRUMARKADUR ~ MMMMMMM Hjólbarðaviðgerðin sf. Suðurgötu 41, Dalbraut 13 MIOaeR3 S1775-1776 GARÐAGRUND S 1030 afmælistónleika Lúðrasveit Akraness efnir á morgun, laugardag, til tónleika í Bíóhöllinni í tilefni 25 ára afmælis sveitarinnar. Auk LA leikur Lúðrasveit verkalýðsins á tónleik- unum en einnig mun „big band“ koma fram. Sveitimar munu spila hvor í sínu lagi og svo einnig saman. Stjómandi Lúðrasveitar Akraness er Láras Sighvatsson en stjómandi Lúðrasveitar verka- lýðsins er Ellert Karlsson. Það er ekki á hverjum degi sem Lúðrasveit okkar Skagamanna efnir til tónleika og enn sjald- gæfara er að jafn góðir gestir og blásarar verkalýðsins sæki okkur heim í sama mund. Það væri því vel til fundið hjá fyrirtækjum bæjarins að slá tvær flugur í einu höggi á morgun; bjóða starfsfólki sínu á tónleika og styrkja starf- semi lúðrasveitarinnar um leið.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.