Skagablaðið


Skagablaðið - 26.04.1985, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 26.04.1985, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGA- SÍMINN ER 2261 ÁSKRIFTAR- SÍMINN ER 2261 Smábátaflotbryggjan: Framkvæmdir við lokafrágang hafnar Framkvæmdir eru hafnar við umábotninum. Ábryggjunnisjálfri lokafrágang smábátabryggjunn- ar, fram af mjölskemmu SFA. Byrjað er að keyra grjóti í fyllingu fyrir landtengingu flotbryggjunn- ar og stálbitar, sem notaðir verða við útlagningu bryggjunnar, eru á leið tii landsins með skipi. Að sögn Benedikts Jónmunds- sonar, formanns hafnarnefndar, munu þessir bitar (sem kallaðir eru I bitar vegna þess að þversnið þeirra er eins og I í laginu) standa í steinsteyptum fótstykkj- verða slíður sem bitamir koma upp í, þau sjá um að bryggjan geti fjaðra með sjávarföllunum. Þessi slíður tengjast timburklæðningu bryggjunnar en sjálf er hún úr trefjasteypu blandaðri kísilryki og plasti, sem gefa henni þann eiginleika meðal annars að geta flotið. Þegar bryggjan verður tilbúin mun hún sem sagt hækka og lækka með sjávarföllunum, en hreyfist ekkert umfram það. Kosningar til stjómar Fjölbrautan Jazz-listinn sigraöi Jazz-listinn vann öruggan sigur grímssyni og Jóni Þór Helgasyni á lista Bjargar þegar kosið var til stjómar í Fjölbrautaskólanum. Hlaut Jazz-Iistinn skipaður þeim Stefáni Þorvaldssyni, Hákoni Svavarssyni, Andrési H. Hall- Ragga EE3HI Ragnheiður Runólfsdóttir, hin frábæra sundkona okkar Skagamanna, hefur verið val- in til þess að keppa á Evrópu- meistaramótinu í sundi, sem fram fer í Soffíu í Búlgaríu í ágúst. Aðeins fara tveir keppend- ur frá íslandi og er það sannarlega rós í hnappagat okkar Skagamanna að annar keppandinn skuli vera héðan. Ragnheiður hefur staðið sig frábærlega í vetur og sett hvert íslandsmetið á fætur öðru. Ragnheiður mun einnig keppa á „Litlu olympíuleik- um“ sem haldnir verða í dvergríkinu San Marinó. Þar munu nokkur af minnstu ríkj- um Evrópu koma saman og eigast við. Er ekki að efa að við íslendingar komum til með að eiga góða möguleika á þeim vettvangi. 108 atkvæði gegn 69. Á stefnuskrá Jazz-manna var aðalmálið efling félagsstarfs en helsti ágreiningur á milli listanna tveggja stóð um listaklúbb FA. Allir frambjóðendur Bjargar eru úr þeim klúbbi. Ekki hafa áður verið listar í kjöri til stjórnar FA en það form var nú tekið upp sökum þess hve treglega gekk að fá einstaklinga í framboð. —SEÞ/SSv. Knattspymuvertíðin í gang Knattspyrnuvertíðin fór af stað, „fyrir alvöru“ eins og menn segja, um síðustu helgi þegar Skagamenn tóku á móti Breiðabliki í Litlu bikarkeppn- inni og sigruðu gestina 2:1 í sannkölluðu suddaveðri á laug- ardag. Það voru þeir Sveinbjörn Hákonarson og Hörður Jó- hannesson, sem skoruðu mörk Skagamanna, áður en Blikarnir náðu að svara fyrir sig. Á eftir léku B-lið félaganna og þar sigraði ÍA 3:0 með mörkum Jóhannesar Gunnlaugssonar, sem skoraði tvívegis og Valgeirs Barðasonar. Meðfylgjandi mynd Árna var tekin á laugardag er Blikarnir sóttu að marki Skagamanna. Þessi árekstur var sem beturfer ekki alvarlegur. Lötjregluskýrslur fyrir tímabilið janúar-mars: Arekstrar 22 á móti 55 í fyrra „Svar þeirra DV-manna.við græskulausu aprílgabbi“ Knattspymuunnendur og þá sér í lagi aðdáendur Pcturs Péturssonar kunna e.t.v. að hafa rekið augun í aU sérstæða klausu á íþróttasíðu DV á þriðjudag t síðustu viku. Þar sagði í lok fréttar uni hollensku knattspyrnuna, að „njósnarar" frá Saudi-Arabíu hefðu ekki fehgið tækifæri til að sjá Pétur Pétursson leika. Stðast í fréttinni sagði svo að Pétur Elísson, faðir Péturs, væri á förum til S-Arabíu, í tengslum við tilboð, sem Pétur og Heimir Karlsson, hefðu fengið þaðan. Skagablaðinu lék forvitni á að vita hvort eitthvað væri hæft í þessu og hafði samband við Pétur Elísson og spurði hann að því hvort hann væri á leiðinni til Saudi-Arabíu. „Nei, það er af og frá. Ég er ekkert á förum þangað og siík ferð hefur aldrei staðið til hjá mér,“ sagði hann. „Þessi KÍausa virðist vera ein- hvers konar svar þeirra DV- manna við græskulausu apríl- gabbi, sem ég tók þátt í, og birtist þann 1. apríl í DV. Það var á þá leið að Pétur, sonur minn, og Heimir Karlsson hefðu fengið tilboð frá Saudi- Arabíu. Eg hélt að þetta væri græskulaust gaman en þeim á DV hefur greinilega sárnað þetta og ekki kunnað að taka þessu. Eg hélt að það mætti láta blöðin hlaupa apríl rétt eins og þau láta allan almennitig gera ár eftir ár, en það virðist ekki vera,“ sagði Pétur Færri árekstrar urðu í mars- mánuði í ár en í fyrra. I ár urðu árekstrarnir 7 talsins og urðu ekki meiðsl á fólki í neinu tilviki. Árekstrar í mars í fyrra urðu 10. Vafalítið má enn og aftur þakka betra tíðarfari fyrir færri árekstra en þessar jákvæðu fregnir fylgja í kjölfar frétta um mun færri árekstra í janúar og febrúar en á sama tíma í fyrra. Árekstrar í janúar í ár urðu 10 en 5 í febrúar. f fyrra voru sambærilegar tölur 22 og 23. Af þessum tölum má sjá að fjöldi árekstra í ár er 22 á móti 55 í fyrra. Sannarlega jákvæð þróun og ber að hrósa ökuþórum bæjar- ins ekki síður en veðurguðunum. Heimir og Pétur til Saudi-Arabíii — 99% likurá þvíai vii hættum ai leika knattspymu líHollandiogförumtilSaudi-flrabiu, segirHeimirKarissonl {Fréttin í DVþann 1. apríl.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.