Skagablaðið


Skagablaðið - 26.04.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 26.04.1985, Blaðsíða 1
14. TBL. 2. ÁRG. FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1985 VERÐ KR. 30, Nóg f ramboo af blóði Það vantaði ekki að allt væri á fullu þegar við Skagablaðsmenn litum inn í Rein eftir hádegi á þriðjudag. Blóðbankinn var í heimsókn og ekki bar á öðru en Skagamenn væru vel aflögufærir. Hver einasti legubekkur var upptekinn og fjöldi manns beið eftir því að komast að. „Það hefur alltaf gengið vel hér á Akranesi," sagði starfsmaður bankans. „Við höfum fengið 80-90 manns þegar við höfum komið hingað en venjulega höfum við komið hér einu sinni á ári.“ Meðfylgjandi mynd segir væntanlega meira en mörg orð. Höikugóo silungsveioi í Laxá um síðustu helgi Margir Skagamenn voru við silungsveiðar í Laxá í góða veðr- inu á sunnudaginn. Göngulax mátti byrja að veiða þann 1. aprfl og leyfa bændur við ána veiðar til 20. maí en þá er lokað fyrir þær veiðar enda er orðið stutt í h veiðitímabilið sem hefst um mi an júní. Mjög eru bændur við ána sann- gjarnir við verðlagningu veiði- leyfa í silungsveiðunum og leyfa veiðar í landi sínu án endur- gjalds. Oft fæst góð veiði úr ánni á vorin og veiðist þá vftt og breitt um ána þótt mest sé jafnan í Laxfossi og þar fyrir neðan. Þó er þetta nokkuð breytilegt frá ári til árs. Silungur sem veiðist ofar í ánni er yfirleitt vænni en sá, sem veiðist neðar. Ef ís er lengi fram eftir vori á ánni vill koma fyrir, að laxinn frá árinu áður sé ekki búinn að yfirgefa hana þegar silungsveið- arnar hefjast. Þá gerist það stund- um að einn og einn bítur á agnið en sjaldnast eru mikil brögð að því. Mörg vorin verður alls ekkert vart við hoplaxinn. Þegar tíðindamaður blaðsins var á ferð uppi við Laxá á sunnudag- inn hafði hann tal af tveimur veiðifélögum, þeim Ólafi Þór Jónssyni og Jóni M. Jónssyni, og voru þeir búnir að fá góða veiði, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Var hún tekin af þeim félögum ásamt minkabananum Trítlu, sem er á milli þeirra. Þessi frétt er ekkert aprílgabb heldur blákaldur sannleikur. Skagamenn fá nýja „krá“ Skagamönnum gefst innan skamms kostur á að væta kverkarnar víðar en á Hótelinu því ný bjórlíkiskrá verður opnuð að Stillholti 2, þar sem samnefnt veitingahús er nú til húsa, upp úr miðjum næsta mánuði. Eigendur eru Einar Ingólfssonog Olgeir Olgeirssoa Staðnum hefur enn ekki verið gefið nafn að sögn Einars en auk bjórlíkis verður boðið upp á ýmsa rétti, „ódýran, einfaldan mat með nútímasniði“, eins og Einar komst að orði. Hugmyndin er að opið verði frá kl. 11.30 til 14 og opna svo aftur kl. 18 og fylgja þá opnunartíma vínveitingahúsa, þ.e. til 23.30 virka daga en 02.30 um helgar. Hugmyndin er að auk bjórlíkis og smárétta verði boðið upp á skemmtiatriði og þá einkum og sér í lagi lifandi tónlist. Einar sagðist bjartsýnn á að uppákomur yrðu vel sóttar því ekkert kæmi til með að kosta inn. „Ég býst við að bjórinn laði að,“ sagði hann. Skátafélag Akraness: Andlitslyfting fyÞ ir tívolíhagnaðinn Skátafélagi Akraness var út- hlutaður byggingastyrkur við af- greiðslu fjárhagsáætlunar fyrir skömmu. Við fórum að spá í hvað skátarnir væru að byggja og feng- um Guðbjart Hannesson til að svala forvitni okkar. „Þessi styrkur rennur til skáta- skálans í Skorradal, eins og und- anfarin ár.“ — Fer skálinn ekki að verða tilbúinn? „Hann verður það eflaust aldr- ei, það verður alltaf nóg að gera í kringum hann. Það sem mest liggur á nú í sumar er að koma upp vörnum gegn ágangi vatns. Við þurfum að setja drenlögn og grafa frárennslisskurði vegna vatnságangs ofan úr hlíðinni fyrir ofan skálann og koma upp rusla- gryfjum. Auk þess á eftir að innrétta í öðrum enda skálans og það vantar húsgögn og ýmislegt fleira.“ — En verður ekkert gert við Skátahúsið? „Jú, tívolípeningarnir verða notaðir í það meðal annars. Það er búið að skipta um gler og frárennslislagnir. Síðan verður unnið að endurbótum á húsinu sjálfu í sumar og lagað til um- hverfis húsið líka. Það verður allsherjar andlitslyfting fyrir tív- olípeningana.“ — Gekk það vel fjárhagslega? „Já, það voru rúm 200.000 sem við fengum.“ — En hvað verður með húsið sem þið fluttuð upp í Akrafjall, er það ónýtt? „Ja, það má segja að við höfum gefist upp á því. Það var alltaf skemmt. Það fauk svo af stöpl- unum í janúar og skemmdist talsvert, til dæmis er mest allt járn fokið. En við ætlum að reyna að selja það til niðurrifs, gegn því að kaupandinn gangi frá svæðinu eftir húsið." —SEÞ. Skagablaösmótið í körfuknattleik: Blikamir unnu Breiðabliksmenn slógu heldur betur í gegn á Skagablaðsmótinu í körfuknattleik, sem haldið var um helgina. Blikarnir unnu alla leiki sína af öryggi og hlutu fullt hús stiga. Njarðvíkingar höfnuðu í 2. sætinu en Skagamenn í því 3. Á myndinni hampar fyrirliði Blikanna sigurlaununum hróðugur. Sjá nánar á bls. 6 og 7 f blaðinu í dag.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.