Skagablaðið


Skagablaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 8
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR ALMENNAR VIÐGERÐIR og réttingar. Sölu- og þjón- ustuumboð fyrir Daihatsu og Polonez. BIFREIÐAVERKSTÆÐI Páls J. Jónssonar Kalmansvöllum 3, simi 2099 Arnarfell sf. Múraraverktakar Sveinn A. Knútsson murarameistari Espigrund 4, sími 2804 BOLSTRUN Klæði gömul húsgögn og geri þau sem ný. GUNNAR GUNNARSSON, Hjaröarholti 9, s. 2223 Hárgreiðslustofan Veslurgotu 129 — Siroi 2776 CX1.\~S L JL Opið: mánudaga-föstudaga 9-18 lin Hórgreiðslumeistori Lína D. Snorradóttir UMBOÐSMADUR AKRANESI: Kristján Sveinsson Verslunin Óðinn SÍMI93-1986 Samvinnuferóir - Landsýn Sólbaðsstofan Siný JÖRUNDARHOLTI 108, SÍMI 2360 Opið frá kl. 9-23 virka daga, laugardaga 9-20 og sunnudaga 12-20. Verið velkomin. Múrverk- fCísoíoqnir Qísíi & Krisijón sf. Símar 1097-2613 Opið kl. 15-19 virka daga 10-14 laugardaga. DYRALIF Vesturgötu 46, s. 2852 HÚSEIGENDUR Húsfélög — fyrirtæki — stofnanir Við getum tehið að okkur allt viðhald á lóðum yKKar í einstöK sKípti eða í allt sumar. Athugið möguleiKana. virtrujsKóLirtn arnardal SÍMI 2785 B R Brautin hf. Bílaleiga — Bílaverkstœði Car Rental Dalbraut 16 — Akranes Sími (Tel.J: 93-2157 & 93-2357 AJhliðahúsamálun Þórður Jónsson, MALARAMEISTARI, Skarðsbraut 15, sími 1884 Steypa - fylling - vélavinna Húsbyggjendur: Kynnið ykkur hagstæð kjör okkar, strax við upphaf byggingarinnar, það gæti borgað sig. Þorgeir og Helgi, Símar 1062 & 2390 Æ(Tíí13ítíet? TRYGGINGAR 93-2800 GARÐABRAUT 2 Hrdnitcrningarþjónusta T'ökuni uö okktir allar vcnjulcgar hrcin- gcrniiif'ur svoog hrcinsun á tcppuin, luis- ^ogmiin, hilsætuin, cinnig stofnunuiu og stiga^oiijTum. Sjuguiu upp vatn cf flteðir. (iIugjía|)vottur. AtJi! Kísilhrcinsun á haöscttum og (lísiiin. Valur5i. Guunarsson Vesturgötu 163, s. 1877 Spónaplötur, allar þykktir. Grokó- stál frá Vrrnet hf. Þakjárn - kross- viður. Umboð fyrir Glerborg hf. Lönd undir sumarbústaði. Trésmiðja Sigurjóns & Þorbergs hf. Þjóóvegi 13, sími 1722 Vélavi Við önnumstalla kranavinnu hverju nafni sem hún nefnist. Einnig alla jarðvegsvinnu og jarðvegsskipti. Útvegum möl, sand og mold eftir óskum. Vinnum eftir tímagjaldi eða gerum tilboð. Fijót og örugg vinna. cvnníu* Faxabraut9 SKUrLAN' Sími 1224 Bifreiðaeigendur Ljósa- og mótorstillingar, rétt- ingar og sprautanir í yfirþrýsti- klefa. ICI-lökk af litabarnurn. Veitum verkstæðisþjónustu fyrir Honda, Jöfur og Ingvar Helgason Verðum með og útvegum varahluti samdægurs. BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ RÍK. JÓNSSON SF. ÆGISBRAUT 23, S. 2533 HÚSEIGENDUR Tökum að okkur alia trésmíðavinnu, t. d. utanhússklæðningar, gluggasmíði, móta- uppslátt o.fi. Tilboð - fagmenn - tímavinna JÓN ÁRNASON VALDiMAR GEIRSSON SlMI 2959 SlMI 2659 Umferöarpistlar lögreglunnar—5: Um reiðhjólið Flest böm og unglingar og fjöldi fullorðinna á reiðhjól, sem notuð eru bæði til gagns og gamans. Má segja nú hin síðari ár hafi vinsældir reiðhjólsins aukist verulega eins og sala þeirra ber vott um. Þrátt fyrir þetta hefur lítið tillit verið tekið til þessa stóra hóps bæði við gerð umferðarlaga og eins hins að gera sérstaka hjól- reiðarstíga. Árið 1981 varð þó umtalsverð breyting gerð á umferðarreglum hjólreiðafólks og nú er hjólreiða- mönnum heimilt að hjóla á gang- stígum og stéttum ef það er unnt án óþæginda og hættu fyrir gang- andi vegfarendur. En gangandi vegfarendur eiga þó réttinn og ber hjólreiðafólki að víkja fyrir þeim. Hafa ber í huga sérstaka aðgát þegar um aldrað fólk er að ræða svo og börn. Skynjun Það varasamasta við hjólreið- arnar eru hjólreiðar yngstu barn- anna á umferðargötum. Þrátt fyrir að lög mæla svo fyrir að hjólreiðar barna yngri en sjö ára séu banr.að- ar á almannafæri þá verður alltaf erfitt að koma í veg fyrir að út af því bregði. Það þyrftu allir að hafa það í huga að börn allt til 10-12 ára aldurs hafa ekki sömu skynjun á umhverfinu og þeir sem eldri eru, eins og hefur verið minnst á áður í þessum pistlum. í sambandi við umferðar- fræðsluna í skólunum hefur verið lögð sérstök áhersla á það við börnin að þau sem eru undir 10 ára aldri séu ekki á hjólum sínum í umferðinni eftir að hausta tekur og skammdegi fer í hönd. Þessu tilmælum hefur verið vel tekið og finnst okkur sjónarmun- ur á hversu miklu færri börnum bregður fyrir í umferðinni að vetrarlagi. Og ekki þarf að taka það fram hversu hjólin endast miklu lengur og verða í betra ásigkomulagi ef þau eru ekki notuð á veturna í bleytu og snjó. Eins og önnur ökutæki þurfa reiðhjól að vera í góðu lagi. Þó að reiðhjól sé ekki marg- brotið ökutæki þarf það sitt viðhald, það þarf að smyrja það öðru hvoru og eins að halda því hreinu og snyrtilegu. Nú hefur verið tekinn upp sá háttur að skoða reiðhjólin einu sinni á ári. Þann 11. maí sl. fór fram á vegum lögreglunnar reiðhjóla- skoðun við Brekkubæjar- og Grundarskóla. Síðan hefur reið- hjólaskoðun farið fram á lög- reglustöðinni alla virka daga og verður svo eitthvað fram á sumar- ið. Mæting hefur verið góð en mætti vera betri miðað við hversu mikið af hjólum eru í umferðinni en sumarið er nú ekki liðið og þess má geta að í fyrra voru skoðuð hátt á þriðja hundrað hjóla. Þegar hjól er skoðað þá fær sá, sem hefur hjól sitt í lagi, sérstakan skoðunarmiða, sem límdur er á hjólið. Á honum stendur - Viður- kenning 1985 - auk númers. Við færum svo nafn og heimilis- fang inn í bók þar sem við skráum einnig númerið sem er á miðan- um. Það hefur oft komið sér vel að við skráum þessi númer hjá okkur. Ef hjóli er stolið eða það týnist og kemst í okkar hendur og á því er skoðunarmiði þá flettum við upp í bókinni og sjáum hver er eigandi hjóls með þessu númeri og síðan er eigandinn látinn vita. Yfirleitt eru hjólin í góðu lagi en til glöggvunar skulum við rifja upp hvernig hjól skal vera útbúið til að teljast í lagi: 1. Traustur hemill. 2. Ljósaðframan(áljósatíma). 3. Ljós að aftan eða raulitað glitauga. 4. Keðjuhlíf. 5. Lás. 6. Bjalla. 7. Æskilegt að glitaugu séu á fótstigum. Svo vonumst við til að sjá þá sem allra fyrst, sem ekki hafa enn mætt með hjól sín til skoðunar. Lögreglan. Prentvillupúk- inn í banastuði Eftir að hafa sloppið nokkuð vel við krumlur prentvillupúkans illræmda undanfarnar vikur náði skrattinn sá sér aldeilis vel á strik í síðasta blaði og var þar um sameiginlega handvömm ritstjór- ans og prentsmiðju að ræða. Urðu villurnar, sem máli skiptu, að endingu það margar að ekki verð- ur hjá því komist að leiðrétta þær. Skarpir lesendur hafa vafalítið rekið augun í að dagsetning blaðs- ins var vitlaus sem og tölublaðs- númer. Var hvorutveggja óbreytt frá því í vikunni á undan. Á forsíðunni sagði einnig í frétt um yfirvinnubann við höfnina að það gilti frá 20. júní - 15. september ár hvert. Þetta er ekki rétt. Bann- ið hefst 20. maí. Á blaðsíðu 11 féllu allir mynda- textar niður af einhverri ástæðu. Vonandi hefur það þó ekki komið að sök. Loks ber að geta þess, að í golffrétt á bls. 12 sagði, að síðasta unglingameistaramót hefði verið haldið á Akranesi 1987. Þetta átti auðvitað að vera 1978. Við biðjum lesendur okkar vel- virðingar á þessum ósköpum. 8

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.