Skagablaðið


Skagablaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 9
■r r Hilmar Barðason Júlía Sigursteinsdóttir Theódór Hervarsson Skagamenn sýndu allar sínar bestu hliðar í 5:3 sigri í KR í bikamum í gærkvöldi: Misstu bikarinn úr höndum en hremmdu hann svo aftur Frábært einstaklingsframtak Sveinbjarnar Hakonarsonar a 93. mínútu leiks Skagamanna gegn KR í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ á Kaplaskjólsvellinum í gærkvöld var að mati undirritaðs það sem lagði grunninn að stórkostlegum bikarsigri meistara Skaga- manna í gærkvöld. Eftir að hafa leikið á tvo varnarmenn skoraði Sveinbjörn í gegnum klofið á markverði KR-inga úr færi, sem nánast allir töldu alls ekki vera neitt færi. Hrein snilld. Mark Sveinbjarnar var fjórða mark ÍA í 5:3 sigri. Sigur Skagamanna var afrek — ekki síst í Ijósi þess að KR leiddi 2:0 eftir hálftíma leik. Hún var orðin þung brúnin á stuðningsmönnum Skaga- manna er KR-ingar skoruðu annað mark sitt á 31. mínútu. Willum Þórsson, sá hinn sami og skoraði fyrra markið, skall- aði þá óáreittur í netið eftir fyrirgjöf. En við þetta mark urðu þáttaskil í leiknum. Skaga- menn tóku öll völd og tókst að minnka muninn fyrir hlé með gullfallegu marki Harðar Jó- Skin og skúrir Strákarnir í 2. flokki í A gerðu góða ferð norður á Akureyri nú fyrir skemmstu og kepptu þar við lið Þórs. Til að gera langa sögu stutta þá unnu okkar menn með því eina marki sem gert var í leiknum. Var þar að verki hinn geðþekki leikmaður Stefán Þór Viðarsson. Á mánudaginn héldu svo strákarnir suður með sjó og léku við Keflvíkinga. Er skemmst frá því að segja að okkar menn komu með 3-0 tap á bakinu heim á Skaga, og að sögn tíðindamanns okkar voru þau úrslit nokkuð sanngiörn. Eftir þessa tvo leiki í Islands- mótinu, léku þeir svo við KR í Bikarkeppninni og ljóst að þeir þurfa ekki að hafa frekari áhyggjur af bikarleikjum í sumar, því KR-ingar slógu þá úr keppninni með 2-0 sigri. hannessonar, sem átti frábæran leik í gærkvöldi. Síðari hálfleikurinn hófst með gífurlegum hamagangi og skall hurð nærri hælum við bæði mörkin áður en Skagamenn jöfnuðu metin og aftur var Hörður þar á ferð. Skallaði boltann í jörðina og þaðan í netið eftir hárnákvæma fyrir- gjöf, 2:2 og 28 mínútur eftir. Þriðja markið kom á 74. mínútu úr vítaspyrnu, sem sumum fannst býsna strangur dómur. Herði var þá brugðið innan vítateigs og Júlíus Pétur Ingólfs- son skoraði úr spyrnunni. Hafi KR-ingar stolið sigri af Skagamönnum í leik liðanna í 1. deildinni fyrr í vor með marki undir lokin var jöfnunarmark þeirra, 3:3, í gærkvöld glæpur. Eftir að hafa fengið góð færi á að gera út um leikinn sofnuðu okkar menn á verðinum á loka- sekúndunum og það færðu hinir röndóttu sér í nyt. Skoruðu með skalla utan úr teig. Svo lítið var eftir af leiktímanum að ekki vannst tími til að hefja leikinn að nýju. En framlenging var meira en KR-ingarnir réðu við. Mark Sveinbjarnar setti þá verulega út af laginu og þeir sköpuðu sér engin veruleg færi í framleng- ingunni. Skagamenn drógu sig hins vegar meira aftur og treystu á skyndisóknir, sem eflaust hefði mátt fá meira út úr. Fimmta markið kom þó loks á 118. mínútu og enn var Hörður á réttum stað. Skoraði af mark- teig eftir hornspyrnu án þess að Leikmenn ársins í handbottanum S.l. mánudag veitti Hand- knattleiksráð Akraness leik- mönnum í yngri flokkunum viðurkenningar. Fengu „leik- menn ársins“ í hverjum flokki sérstakan áletraðan platta sem viðurkenningu fyrir góða fr- ammistöðu í vetur. f 5. flokki karla (drengja) var það hinn geðþekki vinur okkar Skagablaðsmanna, Þórður Þórðarson sem kjörinn var leikmaður ársins. f 4. flokki karla hlaut The- ódór Hvervarsson það kjör, og í 3. flokki karla var Hilmar Barðason kjörinn leikmaður ársins. Ein stúlka var kjörin leikmaður (leikkona ?) ársins og var Júlía Sigursteinsdóttir fyrir valinu fyrir leik sinn í 3. flokki kvenna. Skagablaðið óskar þessum leikmönnum til hamingju með árangÖrinn í vetur. KR-ingar fengju rönd við reist. skemmtilegasta bikarleik sem Frábær endir á einhverjum menn muna eftir —SSv. í toppsæti með markatöluna (M> Stelpurnar í 2. flokki kvenna hafa í dag, 3. júlí 1985, keppt 3 leiki í íslandsmeistaramótinu. Fyrsti leikurinn var við Tý í Vestmannaeyjum og endaði sá leikur 0-0. Er lítið hægt að segja meira um þann leik. Næsti leikur þeirra átti svo að vera við Víking Ólafsvík, en Víkingsstúlkurnar sáu sér ekki fært að mæta til leiks og fengust því 2 stig með lítilli fyrirhöfn. Á mánudaginn kepptu svo stúlkurnar við lið ÍR í Reykjavík. Sá leikur var ekki ýkja spennandi né skemmtilegur og endaði hann með markalausu jafntefli. „Heldri menn“ á siglingu - Nonni Gull og Matti slást um markakóngstitilinn Gamlar knattspyrnukempur hafa sitt Islandsmót eins og allir aðrir knattspymuiðkendur. Spila þeir í sérstökum flokki sem kallaður er „eldri flokkur“. Flestir kannast við þennan fél- agsskap undir öðru nafni sem fyrir löngu er orðið óopinbert þ.e.a.s. „Old boys“. í fjölda- mörg ár hafa þessir menn æft eins og brjálaðir jafn sumar sem vetur og hafa þá ekki látið veðrið aftra sér, og má segja að árangur þessara stífu æfinga sé nú að koma í Ijós, því að á yfirstandandi íslandsmóti hafa þeir leikið 4 leiki og unnið þá alla. Fyrsti leikur þeirra var á móti Ármanni og lauk þeim leik með sigri okkar manna, 3-1. Skor- uðu þeir Matthías Hallgrímsson 2 og Jón Gunnlaugsson mörkin. Næst var spilað við KR, gamla stórveldið í vesturbæn- um. Sigur vannst 2-0 og voru þeir Jón Gunnlaugsson og Eyj- ólfur Harðarson sem skoruðu. Þá voru það FH sem fengu að kenna á snilli okkar manna, og áður en yfir lauk hafði ÍA skorað 4 mörk, en FH aðeins 1. Jón Gunnlaugsson skoraði „hat trick“ í þeim leik og Matthías Hallgrímsson 1. Nú síðast mættu þeir svo Haukum og þeir voru lagðir 5-0, og sigurinn frekar auðveld- ur. Aðalhetjurnar í þessari gr- ein Matthías Hallgrímsson og Jón Gunnlaugsson sáu auðvitað um að skora. Matthías 3 og Jón 2. „Strákarnir“ eiga enn eftir að leika 2 leiki, við Keflavík og Breiðablik og spurningin sem mestu máli skiptir er þessi: Hvað skora Matti og Jón mörg mörk? Stúlkumarí 4 liða úrslit Ferð ÍA stúlknanna í 4 liða úrslit Bikarkeppninnar hefur verið sannkölluð skemmtiferð. í 16 liða úrslitum áttu þær að spila við Víði, en andstæðing- arnir gáfu leikinn. f 8 liða úrslitum áttu þær svo að spila við Hauka, en þar var sama upp á teningnum, Haukar gáfu leik- inn. Þær eru því komnar í 4 liða úrslit eins og fyrr segir og án nokkurrar spilamennsku. 9

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.