Skagablaðið


Skagablaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 1
 snýr Badmintonfélag Akraness hefur nýverið náð samkomulagi við indverska badmintonþjálf- arann Dipu Gosh og kemur hann hingað tii iands eftir hálfan mánuð. Gosh var hér við þjáif- un í hitteðfyrra og líkaði þá stórvel. Að sögn Páls I. Pálssonar hjá Badmmtonfélagi Akraness er almenn ánægja með samning- inn við Gosh, sem mun dvelja hér fram að máriaðarmótum febrúar/mars á nasstá ári ef að líkum lætur. Ánægjan með samninginn virðist -gagnkvæm því að sögn Páls var Gosh „æstur í að koma hingað aftur,'“ svo notuð séu orð hans. Gosh er kominn vel á fertugs- aldurinn en var á hátindi ferils síns í indverska landsliðinu í badminton og þangað komast engir háifdrættingar. Það skal og tekið fram-—þó meira f grini en alvöru — að Gosh er Hindúi, ekki úr röðum Sikha, og ætti því ekki að vera nein hætta á ferðum við komu hans hingað. Badmintonmenn eru þegar byrjaðir æfingar og eru þær á mánudögum og fimmtudögum kl. 18 uppi á fþróttavelli. Inni- æfingar hefjast ekki fyrr en tíður á haustið. Grindhval bjargað af grynningum Sá óvenjulegi atburður gerðist á sunnudag, að menn úr björgunarsveitinni Hjálpinni komu bjargarlausum grindhval til hjálpar, þar sem hann hafði álpast upp á grynningarnar fyrir neðan Litlu-Fellsöxl. Gat hvalurinn enga björg sér veitt en fékk frelsið að nýju eftir margra tíma basl Hjálpar-manna. Sjá nánar á bls. 5. Lesendur * munið ókeypis smáauglýsingar Skagablaðsins! Dipu Gosh kemur aftur. Læknar og skipstjórar skattakóngamir í ár Heildarálögur 3.689 aðila hér á Akranesi í ár eru samtals 183.825.393 kr. Útsvör 3.158 einstaklinga eru samtals 87.687.116 kr. og aðstöðugjöld 247 fyrirtækja eru samtals 3.919.990 kr. Þetta kom fram er skattskráin var lögð fram í síðstu viku. Af þeim 10 einstaklingum sem greiddu hæstu gjöldin hér á Vest- urlandi, áttum við Skagamenn fulltrúa í 2,3,7,8 og 10 sæti. Þeir einstaklingar sem skipa viðkom- andi sæti og jafnframt eru fimm hæstu hér á Akranesi eru eftir- taldir ásamt þeim fimm næstu þar á eftir: 1. Guðrún Ásmundsdóttir, verslunarkona 1.393.715 kr. 2. Stefán Sigurkarlsson, lyfsali 1.096.746 kr. 3. Viðar Karlsson, skipstjóri 723.157 kr. 4. Gísli Runólfsson, skipstjóri 697.651 kr. 5. Stefán Helgason, yfirlæknir 634.909 kr. 6. Guðjón Guðmundsson, yfirlæknir 621.440 kr. 7. Guðjón Bergþórsson, skipstjóri 616.904 kr. 8. Lárus A. Pétursson, tannlæknir 594.850 kr. 9. fngjaldur Bogason, tannlæknir 553.637 kr. 10. Bjarni B. Sveinsson, skipstjóri 532.076 kr. Af þeim 10 fyrirtækjum sem greiddu hæstu gjöldin á Vestur- landi vekur athygli að frá þessum stærsta byggðarkjarna í lands- hlutanum er hæsta fyrirtækið á Akranesi í 7. sæti á þeim lista, og síðan tvö næstu í 9 og 10 sæti. Er þar um að ræða Harald Böðvars- son og Co. Annars lítur listinn með þremur efstu fyrirtækjunum á Akranesi þannig út. 1. Haraldur Böðvarsson ogCo. 4.056.(579 kr. 2. Útgerðarfélag Vesturlands l. 716.991 kr. 3. Síldar- og fiskimjölsverk- smiðja Akranesshf. 1.532.714kr. í næsta Skagablaði munum við fjalla nánar um skattamálin og m. a. taka fyrir skatta um 100 einstaklinga hér á Akranesi. Ökumaóur á sjúkrahús Harður árekstur varð við hringtorgið við Skaganesti um hádegisbilið sl. fimmtudag er vörubifreið vestan af landi lenti á fólksbifreið héðan af Akranesi. Fólksbifreiðin stórskemmdist og ökumaðurinn, sem var kona, var flutt á sjúkrahús og kvartaði undan eymslum í baki.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.