Skagablaðið


Skagablaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 5
Æfði í 5i/2 tíma 6 daga vikunnar og synti 15 km á dag • Skagablaðið ræðir við Ragiv heiði Runólfsdóttur um dvöl hennar í Kanada, framfarir og það sem er á döfinni hjá henni Ragnheiður á fullri ferð á móti úti í Kanada. Einbeitingin skín úr andlitinu. Þrjóskan sést ekki en hún er fyrir hendi í ríkum mœli. „Auðvitað var þetta erfitt en ég vissi áður en ég fór af stað, að þetta myndi reyna á þo!rifin,“ sagði sundkonan frækna, Ragnheiður Runólfsdóttir, er Skagablaðið gómaði hana í síðustu viku er hún gerði hér stuttan stans á leið frá Kanada til Búlgaríu, þar sem hún tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi, sem stendur nú yfir. Ragnheiður var fyrst spurð að því hve lengi hún hefði verið í Kanada. „Þetta var eiginlega sléttur mánuður sem ég æfði hjá Key- ano-sundfélaginu í Edmonton. Það var Hafþór B. Guðmunds- son, landsliðsþjálfari í sundi, sem kom mér í samband við þennan klúbb en hann er mjög sterkur. Þarna voru tvær stelpur úr Olympíuliði Kanadamanna frá í fyrra og að auki 5-6 fastir landsliðsmenn, sem þó fóru ekki á leikana." —Hvar bjóstu á meðan dvöl- inni stóð? „Ég fékk inni hjá fjölskyldu, sem reyndist mér stórkostlega. Þetta fólk vildi allt fyrir mig gera og ég var þarna eins og heima hjá mér.“ 33 tímar á viku —Hversu stíft var æft? „Við æfðum alla daga vikunn- ar nema sunnudaga, þá var frí. Morgunæfingarnar, sem hófust klukkan 5 á morgnana voru 2-2Vi tími en síðan var frí til fjögur um daginn en þá tók við æfing, sem venjulega stóð í 3 tíma. Ég hef því æft í 33 tíma að meðaltali á viku þann tíma sem ég var úti.“ —Hvernig er það, færðu aldrei nóg af þessum æfingum? „Jú, jú, auðvitað kemur þetta upp, en maður verður að vera harður við sjálfan sig og hafa harðan þjálfara ef árangur á að nást. f sjálfu sér finnst mér allt í lagi að taka æfingatörn eins og þessa í einn mánuð, slíkt má auðveldlega þola, en gamanið fer að kárna ef törnin stendur miklu Iengur.“ —Nú heyrðum við að þú hefð- ir æft með karlaliði félagsins, er það rétt? „Já, það er rétt svo langt sem það nær en þarna var hópurinn blandaður á æfingum, bæði strákar og stelpur.“ —Hvað geturðu ímyndað þér að þú hafir synt mikið á dag í þessari Kanadatörn? „Ætli það hafi ekki verið... lát- um okkur nú sjá...ég hugsa að það hafi verið á bilinu 14-16 kílómetrar dag hvern auk þrek- æfinga." Frábær aðstaða —Hvernig var aðstaðan þarna? „Hún var í einu orði sagt frábær, t.d. mun betri en í Svíþjóð, þar sem ég æfði á sínum tíma og þó þykir sú aðstaða til fyrirmyndar.“ —Ef við víkjum aðeins að Evrópumótinu, í hvaða greinum keppirðu þar? „Ég keppi þar í 4 greinum; 100 og 200 m bringusundi, 200 m fjórsundi og 100 m baksundi." —Hverjir fara héðan auk þín? „Við verðum fimm keppendur frá íslandi. Eðvarð Eðvarðsson frá Njarðvík, systkinin Bryndís og Magnús Ólafsbörn frá Þor- lákshöfn og Ragnar Guðmunds- son, sem reyndar býr í Dan- heilmikið hjá mér, nánast byltu því. Núna ligg ég miklu- ofar í vatninu en ég gerði þegar ég syndi.“ —Er ekki erfitt að skipta um stíl allt í einu? „Jú, það er auðvitað talsvert átak að breyta öllu því sem maður hefur verið að gera f mörg ár, en þetta er nausynlegt að ganga í gegnum ef maður vill ná framförum. Ég fæ betra skrið með þessu móti.“ Það tók að líða að lokum spjalls okkar við Ragnheiði en hún var að því spurð í lokin hvað væri framundan hjá henni. „Ef allt fer eins og því er ætlað fer ég aftur út til Kanada í janúar og verð þar þá í heila 7 mánuði og æfi hjá Keyano. Á þessum 7 mánuðum er m.a. ráðgert að fara til Ástralíu og Hawaii, svo dæmi sé nefnt, þannig að þetta virðist mjög spennandi. Þetta er ekki endanlega ákveðið en ég vonast eftir því að af þessu verði og ef svo fer verð ég líkast til í námi með þessu.“ mörku, þar sem faðir hans, Guð- mundur Harðarson (einn kunn- asti sundmaður landsins allt fram á þennan dag, innsk. -SSv.)^ þjálfar.“ Kom á óvart —Ef við víkjum talinu aftur að Kanadadvölinni og metunum þínum í 100 m baksundinu, kom þetta þér ekki á óvart? „Jú, hvort það gerði, ég átti alls ekki von á þessu. Það var í raun alveg út í hött að setja met þarna við þessar aðstæður því við höfðum öll verið á erfiðri æfingu að morgni keppnisdags- ins og ókum síðan í 3 tíma í rútu á leið á mótstað. Það kom mér því geysilega á óvart að setja íslandsmet einu sinni, hvað þá heldur tvisvar.“ Þess má geta, að Ragnheiður bætti metið fyrst um 2 sekúndur í undanrásum móts- ins og svo aftur um 1 sekúndu í úrslitasundinu. Sannarlega glæsilegur árangur og stór- o o 1/ þ 1 1 ötl /Yt*l ■'egalengd. En hversu langt ;kyldi Ragnheiður eiga í land til að ná þeim allra bestu í þessari grein? Við spurðum hana að þessu. „Þær allra bestu synda þetta á 1:01 - 1:02 mínútum en það eru fáar í þeim gæðaflokki. Síðan er nokkuð langt bil í þar næstu. Minn tími 1:10 dugir mér skammt enn sem komið er í keppni við þær bestu en ég er nú ekkert að hætta. Stefni á Olympíuleikana í Seoul eftir 3 ár.“ —Hvað fannst þér þú helst læra á Kanadadvölinni? „Mér tókst að bæta tæknina talsvert. Þarna úti eru teknar videomyndir af okkur einu sinni í viku, jafnt ofan vatnsborðs sem neðan og við skoðum þær með þjálfurunum og þeir leiðbeina. Það má læra mikið af þessu.“ Stílnum breytt —Hvað var lagfært hjá þér? Óvenjulegt sjónarhorn. Myndin er tekin neðan vatnsborðsins og sýnir Röggu á sundi. 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.