Skagablaðið


Skagablaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 2
Guðjón bætir leikja- metio Guðjón Þórðarson, hinn eit- ilharði bakvörður Skaga- manna, stendur í stórræðum þessa dagana. Guðjón verður þrítugur á laugardaginn, sama dag og Skagamenn leika sinn síðasta leik í 1. deild á þessu ári gegn Fram á Laugardalsvellin- um. Guðjón hefur átt jafna og góða leiki á þessu keppnistíma- bili og verið einn traustasti maður liðsins. I Evrópuleiknum gegn Aberdeen á miðvikudaginn Sigurður Halldórsson, skorar gegn Aberdeen í leiknum 1983. mun hann svo jafna leikjamet Jóns Alfreðssonar í leikjum með Akranesi, en Jón lék á árunum 1966 til 1982 alls 365 Ieiki. Guðjón mun því að öllu forfallalausu setja nýtt leikja- met í seinni leiknum í Aber- deen 2. október n.k. eða 366 leiki. Guðjón hóf að leika með liði IA 1972 og hefur verið fasta- maður í liðinu síðan 1975 og hefur varla misst úr leiki á þessu tímabili. Nokkrir leikhæstu menn í A: Jón Alfreðsson Guðjón Þórðarson Jón Gunnlaugsson Árni Sveinsson Björn Lárusson Matth. Hallgr.son 365 leikir 363 leikir 343 leikir 340 leikir 309 leikir 305 leikir Endurtaka Skagamenn ævintýHd frá 1983? - Frammistaða Skagamanna í Evrópukeppninni yfirleitt góð til þessa Frammistaða Akurnesinga hefur yfirleitt verið góð í Evrópu- keppninni en aldrei eins góð og einmitt gegn Aberdeen í Evrópu- keppni bikarmeistara haustið 1983. Tæplega 6 þúsund manns komu á Laugardalsvöllinn til að sjá viðureign félaganna og þeir urðu sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Skagamenn sýndu stórleik og voru mjög óheppnir að tapa 1:2. Flesta Evrópuleiki ÍA hafa þessir leikið: Árni Sveinsson 18 leikir Guðjón Þórðarson 17 leikir Jón Gunnlaugsson 17 leikir Jón Alfreðsson 16 leikir Jóh. Guðjónsson 14 leikir Karl Þórðarson 12 leikir AframJA! Skagamenn, fjölmennið á völlinn á miðvikudag! Akranes skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik og var Sigurður Halldórsson þar að verki með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu. Aðeins mínútu síð- ar tókst miðherjanum Mark McGhee að jafna metin eftir mistök í vörn Skagamanna. I seinni hálfleik fengu Skagamenn tækifæri til að ná forystunni í leiknum þegar Guðbjörn Tryggvason fiskaði vítaspyrnu en Jim Leighton, skoski lands- liðsmarkvörðurinn, varði vítið frá Árna Sveinssyni. McGhee, sem nú leikur með Hamburger S.V. í Þýskalandi, skoraði sigurmark Aberdeen skömmu fyrir leiks- lok. Jafntefli í Aberdeen í seinni leiknum í Aberdeen tókst Skagamönnum að bæta um betur, því þeim tókst að ná jafntefli gegn sjálfum Evrópu- meisturunum á heimavelli þeirra 1:1. Leikmenn Aberdeen reyndu allt hvað af tók að vinna stórt í þessum leik en höfðu ekki erindi sem erfiði, því Skagamenn vörð- ust fimlega og áttu inn á milli hættulegar sóknarlotur. Á 59. mínútu fékk Aberdeen svo víti að gjöf frá slökum norskum dómara og hinn frægi Gordon Strachan skoraði af öryggi úr vítinu. Skömmu fyrir leikslok jafnaði Árni Sveinsson metin en markið var dæmt af á hæpnum forsend- um, rangstaða dæmd á Sigþór Ómarsson, sem engin áhrif hafði á leikinn þar sem hann var staðsettur. Það var svo á loka- mínútunni að Sveinbjörn Há- konarson átti snilldarsendingu inn fyrir vörn Aberdeen, Guð- björn Tryggvason komst inn að markinu og var felldur af Cooper bakverði og vítaspyrna dæmd. Akraborg breytir ferðum sínum, í tilefni af Evrópuleiknum á miðvikudaginn hefur verið ákveðið að Akraborg breyti ferðum sínum til þess að auðvelda knattspyrnuunnendum á Akranesi að sjá leikinn gegn Aberdeen. Ferðin, sem venjulega er héðan kl. 14.30, fellur niður en í staðinn verður farið héðan kl. 16 og svo heim aftur kl. 20.30 að leik loknum. Þetta ættu menn að nýta sér. Úr spyrnunni skoraði Jón Áskelsson jöfnunarmarkið næsta örugglega. Skosku blöðin hældu Skaga- mönnum á hvert reipi eftir leik- inn og m.a. sagði í grein í Daily Record. „Það var sorglegt að sjá landsliðsmennina Leighton, Miller og McLeish í sífelldum brösum með ákveðna og viljuga áhugamenn frá Akranesi. Þetta eru úrslit sem munu hljóma um alla Evrópu. Forsala að- göngumiða Skagamenn mæta skosku meisturunum Aberdeen í Evr- ópukeppni meistaraliða á Laug- ardalsvellinum miðvikudaginn 18. september klukkan 18. Dómari leiksins er norskur, Thorbjörn Áss, og línuverðir eru einnig norskir. Þar sem búast má við mikilli aðsókn hefur verið ákveðið að hafa forsölu á miðum á Akranesi frán.k. mánudegi, íVersluninni Óðni og hjá Bókaverslun Andr- ésar Níelssonar og á Laugardals- velli frá hádegi daginn sem leikurinn fer fram. Miðaverð er 400 krónur í stúku, 250 krónur í stæði og 100 krónur fyrir börn. Spuming vikunnar Er gaman að vera komin(n) í skólann aftur? Einar Pálsson: — Ekki beint. Gaman að hitta bekkjarsystkinin aftur. Sigurður Jónsson: — Alveg ágætt. Gaman að hitta krakkana aftur. Vilborg Viðarsdóttir: — Nei ekki gaman. Leiðinlegt að þurfa að fara að læra aftur. Birna Steindórsdóttir: — Ekkert til að hrópa húrra fyrir. Flest fögin eru leiðinleg. Skagablaðið Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson | Blaðamaður og Ijósmyndari: Árni S. Árnason ■ Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) ■ Umsjón með dreifingu, áskriftum og innheimtu: Sigríður Árnadóttir ■ Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórnarskrifstofa er að Suðurgötu 16 og opin alla daga ■ Símar 2261 og 1397 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.