Skagablaðið


Skagablaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 4
Benedikt Jónmundsson, fomiaöur hafnamefndar: Fyrirspumum sjómanns svarað Spurning vikunnar Akraneshöfn er eins og hvert annað fvrirtæki, þar sem tekjur þurfa að mæta gjöldum. Af því leiðir að hafnarnefnd verður að setja sér framkvæmdaáætlun — áætlun sem hefur það í för með sér að verkefnum er raðað í forgangsröð. Fjárhagsáætlun hvers árs segir síðan fyrir um hversu okkur miðar að settu marki. Hafnarnefnd sú sem nú situr starfar eftir slíkum starfsregl- um. Nefndin tók við verkefnum sem voru mislangt á veg komin og bar að halda þeim áfram og ljúka þeim — þar á meðal árvissum kostnaðarsömum endurbótum brimvarnargarðs við aðalhafnar- garð. Auk þess setti nefndin sér markmið til fjögurra ára. Þau helstu eru þessi: 1. Að viðhalda og endur- nýja mannvirki hafnarinnar. Leitast hefur verið við að framfylgja því. 2. Að endurnýja löndun- arkrana og búnað fyrir smá- báta. Það hefur verið gert. 3. Að byggja flotbryggju fyrirsmábáta. Það hefurverið gert. 4. Að úthluta lóð undir þjónustubyggingu smábáta- eigenda og leggja fram teikn- ingar af slíkri byggingu. Það hefur verið gert. 5. Að endurbyggja fremri hluta aðalhafnargarðs ásamt lögnum og búnaði, þar með búnaði fyrir 380 w straum. Hönnunarvinna þessa þáttar er það langt komin að frum- gögn að útboðslýsingu liggja Krossgátan Skýringar við krossgátu Lárétt: l)Fum og fát, 6)Auma, 7)Félag, 9)Líffærinu 10)Ganir, ll)Alþjóðlegur meistari, 12)Fangamark, 13)Peningaeiningu, 15)Tog- aði, 17)Kaup. Lóðrétt: l)Landi, 2)Vandræði, 3)Óski, 4)Fallega, 5)Ár, 8)Sárar, 14)Spruttu, 16)Belti. Dagbókin Slökkviliðið: Síminn á slökkvistöðinni er 2222. Lögregla: Símar 1166, 2266. Byggðasafnið: Sýningartími er frá kl. 11-12 og 14-17 alla virka daga frá maí og fram í ágúst. Frá september og fram í apríl er safnið opið gestum frá kl. 14-16 virka daga. Sundlaugin: Sundlaugin verður opin í vetur sem hér segir: mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 7-8.45, 17-18.30 og 20-21.15. Fimmtudaga frá 7-8.45, 17-18.30 og 20-21. Frá kl. 21-21.45 er kvennatími. Laugardaga er opið frá 10-11.45 og 13.15-15.45. Sunnudaga frá kl. 10-11.45. Bahá’ítrúin: Opið hús alla fimmtudaga. Upplýsingar í síma 2979. Bókasafnið: Vetrarútlánatímar hafa nú aftur tekið gildi og eru sem hér segir: Mánudaga og fimmtudagt kl. 16-21, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 15-19. Aðstandendur alkóhólista: Fundir alla mánudaga að Kirkjubraut 11, kl. 21.00. Sjúkrahúsið: Heimsóknartími frá kl. 15.30 - 16.uu og svo aftur frá kl. 19.00-19.30. Síminn á sjúkrahúsinu er 2311. Heilsugæslustöðin: Upplýsingar um stofuviðtöl og læknavakt í sima 2311 frá kl. 8-20. Uppl. um læknavaktísímsvara2358áöðrum tímum. nú fyrir. Þetta verk er á fram- kvæmdaáætlun næsta árs og munu því lagnir fyrir 380 w spennu væntanlega verða til- búnar til notkunar á aðalhafn- argarði næsta vor. Hafnarnefnd hefur ekki í hyggju að hefja sölu á heitu vatni freemur en öðrum varningi til skipa og báta. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar er sá aðili hér í bæ sem selur heitt vatn til notenda og telur hafnarnefnd ekki ástæðu til þess að gerast fremur milliliður á milli HAB og skipaútgerðar en annarra notenda. Fulltrúar HAB og Akranes- hafnar hafa hinsvegar nýlega gert með sér samkomulag um að starfsmenn Akraneshafnar sjái um afgreiðslu á heitu vatni fyrir H AB á aðalhafnargarði og verður sá háttur á hafður þar til annað verður ákveðið. P.s. Rétt þykir að vekja athygli Skagablaðsins á því að Hafnar- nefnd mun eftirleiðis ekki svara fyrirspurnum frá ónafngreindum aðilum. Virðingarfyllst, f.h. Hafnarnefndar Akraness Benedikt Jónmundsson. — Hver er drykkur þinn? uppáhalds Hinrik Gunnarsson: hanastél og svart kaffi. 2 SPA Guðný Arsælsdóttir: — Kaffi — mikið af því, kók og gott rauðvín með góðum mat. Lárus Arnar Pétursson Aldrei fór það svo að Hrefna næði að ógna 7 vikna þaulsetu Örnólfs Þorleifssonar eitthvað að ráði því Lárus Arnar Pétursson, harðjaxlinn í tannlæknastéttinni, sá fyrir því með því að sigra hana 6:5 í síðustu umferð getraunaleiks Skagablaðsins. Lárus getur þó ekki slappað af um næstu helgi því Hrefna tilnefndi annan fulltrúa kvenþjóðarinnar í sinn stað og það kemur í hennar hlut að halda heiðri „veikara kynsins“ uppi. Áskorandi Lárusar Arnar er Guðmunda Ólafsdóttir gallharður aðdáandi Tottenham. Guðmunda sagði okkur á Skagablaðinu að hún tippaði í hverri viku og væri með einn seðil. Á enska boltann sagðist hún horfa nokkuð oft í sjónvarpinu en fylgdist ekki mjög grannt með honum að öðru leyti. Spár Guðmundu og Lárusar fara hér á eftir: Sigurlaug Árnadóttir: — Kaffi, má vera aðeins viský út í. Birmingham - Newcastle Lárus 2 Guðmr X Chelsea - Nottingham Forest X 1 Coventry - Liverpool X 2 Everton - Arsenal 1 1 Leicester - Southampton 1 1 Manchester City - Ipswich 2 1 Oxford - West Ham X X SheffieldWed. -Manch. Utd. X 1 Watford - Aston Villa X 1 WBA-QPR 2 X Huddersfield - Charlton X X Sunderland - Wimbledon 1 2 Helga Ársælsdóttir: — Mjólk, en mér finnst ískaldur bjór líka rosa góður. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.