Skagablaðið


Skagablaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 12
„Æðislegt* - sagði Laufey Sigurðardóttir er Skagablaðið tilkynnti henni að hún hefði verið valinn „Knattspymumaður Amarflugs 1985“ „Ha, hvað segirðu, varð ég fyrir valinu. Æðislegt,“ sagði Laufey Sigurðardóttir er Skaga- blaðið ræddi við hana á sunnu- dagskvöld og tilkynnti henni þá Nú skal sand- fokið heftað Ákveðið hefur verið að boða til sameiginlegs fundar bæjarráðs og stjórnar Sementsverksmiðju ríkisins til þess að reyna að knýja á um úrbætur á sandþró verk- smiðjunnar í kjölfar óþægindanna sem hlutust af sandfoki úr henni í óveðrunum um fyrri helgi. Hug- myndin er að fulltrúar íbúa þeirra hverfa, sem verst urðu úti í sand- rokinu sitji fundinn. að hún hefði verið kjörin „Arn- arflugsleikmaður ársins 1985“ á uppskeruhátíð knattspyrnu- manna bæjarins, sem fram fór á Hótel Akraness á laugardags- kvöld. Þessi útnefning er Laufeyju mikill heiður því með henni skýt- ur hún öllum leikmönnum meist- araflokks karla ref fyrir rass. Þá er þessi úthlutun kvennaknatt- spyrnunni hér á Akranesi ekki síður mikil lyftistöng en árangur stelpnanna undanfarin ár hefur verið stórgóður. Auk útnefningarinnar hlaut Laufey 2 flugfarseðla í verðlaun og gilda þeir á flugleiðum Arnar- flugs. Er ekki að efa að þeir eiga eftir að koma í góðar þarfir. Skagablaðið óskar þessari bar- áttuglöðu stúlku til hamingju með áfangann. Frá árekstrinum um hádegið á mánudag. Alvarlegt bílslys inn vi6 Botnsskála - fjölgun á árekstmm aft undanfömu Alvarlegt umferðaróhapp varð um kl. 19 á mánudag skammt vestan við Botnsskála í Hvalfirði er bifreið fór þar út af veginum. Ökumaður var meðvitundarlaus er að var komið og fluttur hingað út á Akranes í sjúkrabifreið. í gær var hann svo færður til Reykjavíkur til frekari rannsóknar. Talsverð aukning hefur orðið á árekstrum hér á Skaga undanfarn- ar vikur eftir fádæma árvekni ökumanna lengi vel framan af ári. Árekstur varð síðla á laugardag en ekki verulegt tjón og í fyrradag urðu tveir árekstrar, annar nokkuð harður. Sá var á mótum Bárugötu og Hafnarbrautar um kl. 18. Fyrr um daginn hafði orðið árekstur rétt við Landsbankann en tjón fremur lítið. Mikil ísing var á götum á mánudag og virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu. Úr „Margt býr í þokunni". Ásgerður ísfeld, forma&ur Skagaleikflokksins, um „Margt býr í þokunni"; „Mætingin hefur vægast sagt verið mjög léleg“ „Mætingin hefur verið mjög léleg, vægast sagt. Þetta er stykki, sem ætti að höfða til fólks því þetta er gamanleikur. Það hafa aðeins komið 260 manns á sýningarnar hj áokkur og það virðist ekki skipta máli þótt boðið sé upp á „létt“ leikrit,“ sagði Ásgerður ísfeld, formaður Skagaleikflokksins, er hún var innt eftir því hvernig aðsókn hefði verið á „Margt býr í þokunni“ sem sýnt hefur verið undanfarið. „Það er dapurt til þess að vita hve mikla vinnu fólk hefur lagt á sig til að koma verkinu upp og mætingin svo jafnslök og raun ber vitni. Að vísu eru þetta aðeins áhugaleikarar og starfsfólk en hluti af ánægjunni felst engu að síður í því að fá áhorfendur til þess að koma og sjá árangurinn." Eins og glöggt má sjá af framansögðu hefur aðsóknin að þessu ágæta verki Skagaleikflokksins verið afar slök, einhver sú lélegasta í háa herrans tíð. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvers vegna fólk mætir ekki. Tæpast er það verkið sjálft því það er bráðskemmtilegt og mjög vel þess virði að sjá það. Tilbooi Tréverks upp á 76% af kostnaðaráætlun tekið 6 tilboð bárust í þriðja áfanga Jaðarsbakkalaugarinnar Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði Tréverks í 3. áfanga sundlaugarinnar á Jaðarsbökk- Fiskeldisfélagið Strönd: Hlutaféð þrefaldað Ákveðið var í september að auka hlutafé í Fiskeldisfélaginu Strönd úr 1845 þúsundum í 5 milljónir og 35 þúsund. Það hluta- fé er að mestu leyti selt. Að sögn Magnúsar Sólmunds- sonar hafa margir sýnt áhuga á að fá keypt hlutabréf ef fork^upsrétt- ur verður ekki nýttur, en Magnús hefur með sölu á hlutabréfunum að gera. um. Tilboð voru opnuð í byrjun síðustu viku og bæjarráð tók ákvörðun um hvaða tilboði skyldi tekið á fundi sínum sl. fímmtudag. Alls bárust sex tilboð í áfang- ann. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 3 milljónir 528 þúsund og 153 krónur en tilboð Tréverks var 2.592,525 eða 73,5% af áætlun- inni. Önnur tilboð voru sem hér segir: Trésmiðjan Akur 2.928.540 eða 83% af áætlun, Guðmundur Magnússon 3.668.104 eða 4% yfir áætlun, Þorgeir & Ellert 3.078.059 eða 87,2% af áætlun, Trésmiðjan Jaðar 2.672,405 eða 75,9% af áætlun og Grímar Teits- son 3.426.043 eða 97,1% af áætl- un. Skagablaðið vill benda lesendum sínum svo og auglýsendum á að útgáfudögum í desember verður lítillega hliðrað til vegna stórhátíð- arinnar. Skagablaðið mun koma út miðvikudagana 4. og 11. desember en síðan kemur blað út þriðjudaginn 17. desember og svo annað sunnudaginn 22. desember, daginn fyrir Þorláksmessu. Ekkert blað verður hins vegar á milli jóla og nýárs eins og í fyrra.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.