Skagablaðið


Skagablaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 2
Kristbjörg í Boston’s Museum of Science í miðri verslun, sem selur jólavarning. Við óskum við- skiptavinum okkar gieðilegra jóla og þökkum þeim við- skiptin á árinu sem er að iíða. Lokað föstudaginn 28. des., en opið laugardaginn 29. des. frá kl. 10-14. HÁRGREIÐSLUSTOFA Etísabetar Esjubraut 43 • Sími 1793 „Stuðningur fólksins aldrei fullþakkaður“ - Skagablaðið ræðir við mæðgur sem gengust undir nýmaflutninga frá móður til dóttur Það er oftar en hitt að maður fréttir af fólki sem á við erfiða sjúkdóma að stríða og bíður því miður oft lægri hlut í þeirri baráttu. Það þykir oft fréttnæmt þegar slflct gerist en aftur á móti þegar sigur vinnst er það ekki eins áberandi, nema þá hjá þeim allra nánustu. Við fréttum af einni slíkri baráttu sem virðist vera á góðri leið með að vinnast. Því komum við að máli vð þá aðila sem hlut eiga að máli og fengum leyfi til að segja frá sögu þeirra. var ákveðið að hún fengi nýra frá Sjaldgæfur sjúkdómur Forsagan er sú að hér í bæ er lítil stúlka, Kristbjörg Sigurðar- dóttir, fædd með mjög sjaldgæfan sjúkdóm „Fancone syndrome“ Mun hún eina tilfellið á fslandi sem vitað er um að hafi þennan sjúkdóm. Hefur hún verið stöð- ugt undir læknishendi frá því hún var tveggja ára. Er hún hjá Arna V. Þórssyni, barnalækni, sem greindi sjúkdóminn fljótt eftir að hún komst í hans umsjá. Síðan gerðist það að bæði nýr- un urðu óstarfhæf og þegar Krist- björg var sex ára var ákveðið að hún færi til Bandaríkjanna í nýrnaflutning. F.ftir rannsóknir hér heimna á Landakotsspítala móður sinni, Dagbjörtu Friðriks- dóttur. Munu þær fyrstu íslend- ingarnir, sem fara í nýrnaflutning þar sem svona mikill aldurs- og stærðarmunur er á gefanda og þiggjanda, en fullorðið fólk hefur oft farið í nýrnaflutning héðan. í mars 1983 var síðan lagt af stað og ferðinni heitið til Boston. Með þeim mæðgum fór faðir Kristbjargar, Sigurður Villi Guðmundsson. Þegar út var komið tóku við áframhaldandi rannsóknir og lofuðu þær góðu. 5000 starfsmenn Sjúkrahúsið sem þær Krist- björg og Dagbjört voru á heitir Massachusetts General Hospital og er geysilega stórt sjúkrahús, starfsmannafjöldinn er u.þ.b. 5000 og gefur það hugmynd um hve stórt þetta er í sniðum. Sjálf aðgerðin var framkvæmd 24. maí 1983 og tókst í alla staði mjög vel. Eftir aðgerðina þurfti Kristbjörg aðeins að dvelja í 15 daga á sjúkrahúsinu en var að sjálfsögðu undir góðu eftirliti eft- ir að heim var komið. Á meðan á sjúkradvölinni stóð var dekrað við hana á alla lund. Hún var á einkastofu og kom sjónvarpið sér vel til að stytta sér stundir, enda teiknimyndirnar byrjaðar kl. 7 á morgnana og um ótal stöðvar að velja. Sem dæmi um elskulegheit hjá fólki þarna má nefna að einn daginn fékk hún sendar 13 upp- blásnar blöðrur frá manni sem hafði heyrt að þarna lægi lítil stúlka komin alla leið frá íslandi. Fyrst eftir að þau komu út Kristbjörg ásamt dr. John Herren. Skagablaðió Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson | Blaðamaður og Ijósmyndari: Árni S. Árnason | Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) ■ Umsjón með dreifingu, áskriftum og innheimtu: Sigríður Árnadóttir | Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent | Útlit: Skagablaðið | Ritstjórnarskrifstofa er að Suðurgötu 16 og opin alla daga | Símar 2261 og 1397 | Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.