Skagablaðið


Skagablaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 12
„Hottai“ á þingmenn Vesturlands Eins og alkunna er hefur farið fram mikil umræða um sandfok hér í bæ og tjón af völdum þess ■ kjölfar óþægindanna sem urðu af sandfoki í óveðrinu sem gekk hér yfir fyrir nokkrum vikum. Hart hefur verið deilt á bæjar- stjórn og stjórn Sementsverk- smiðju ríkisins fyrir að hafa ekki búið þannig um hnútana að líkur á sandfoki væru minni en raun ber vitni. Bæjarstjórn brást m.a. við þessu með eftirfarandi samþykkt frá því á fundi sínum þann 10. desember sl.: „í tilefni af erindi bæjarstjóra um fjárvetingu til heftingar sand- foks frá Langasandi hvetur bæjar- stjórn Akraness þingmenn Vest- urlandskjördæmis til að leggja áherslu á afgreiðslu þessa máls- við stjórnvöld á Alþingi. Mjög brýnt er að hefja aðgerðir til að hindra umrætt sandfok, sem áger-’ ist með hverju ári sem líður og hefur þegar valdið íbúum á Akra- nesi verulegum óþægindum og tjóni á eignum. Ef ekki verður unnt að hefjast handa í þessu efni, má búast við óþolandi ófr- emdarástandi í stórum hluta bæjarins í framtíðinni við ákveðin veðurskilyrði." Amadeus í Bíóhöllinni Jólamynd Bíóhallarinnar þetta árið er ekki af lakara taginu, sjálf Óskarsverðlauna- myndin Amadeus. Mynd þessi hlaut eigi færri en 8 Óskars- verðlaun er þeim var útbýtt með tilheyrandi þakkarræðum og táraflóði fyrr á árinu. Amadeus byggist - eins og nafnið gefur reyndar til kynna - á ævi tónsnillingsins Wolf- gang Amadeus Mozarts þótt eitthvað sé nú farið frjálslega með staðreyndir mála. Ævi hans var stutt en þeim mun viðburðaríkari eins og glöggt kemur fram í myndinni. Við á Skagablaðinu getum hiklaust mælt með þessari mynd sem kjörinni mynd fyrir alla þá, sem unna frábærum leik og stórbrotinni tónlist. Amadeus er mynd, sem engínn sannur kvikmyndaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara. 200 manna blokkflautuhljómsveit Brekkubæjarskóla á tónleikum „Þetta var stórkostlegt," sagði einn viðmælenda okkar eftir að hafa hlustað á 200 blokkflautu- leikara í Bíóhöllinni síðastliðinn þriðjudag. Það voru nemendur úr Brekkubæjarskóla sem blésu í flauturnar. Þarna kom einnig fram kór frá Brekkubæjarskóla og hljómsveit skipuð hlóðfæraleikurum frá báðum grunnskólunum og var þetta frumraun þeirra á opinber- um vettvangi og engin ástæða til annars en að þau haldi því áfram, því þau lofa góðu. Það er Guðmundur Norðdal tónlistarkennari sem á heiðurinn af þessum stórsveitum og kórum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann fremur stórvirki í tónlistar- kennslu því hann hefur farið víða. Þessi 200 manna hljóm- sveit er án efa sú stærsta sem hefur leikið a.m.k. hér á Akra- nesi. Ekki var annað að heyra en áheyrendur kynnu vel að meta þetta því þau fengu góðar við- tökur. Kaupmannafélagi Akraness breytt í Kaupmannafélag Vesturlands Kaupmannafélagi Akraness var fyrir nokkrum vikum breytt í Kaupmannafélag Vesturlands eft- ir að tillaga um slíkt hafði komið fram á fundi og verið samþykkt. I tillögunni fólst einnig að stækka félagssvæðið og var það sömuleið- ist samþykkt. Heimili og varnar- þing hins nýja félags er á Akra- nesi. A þessum fundi var kjörin ný stjórn og hlutu eftirtaldir kaup- menn kosningu. Ólafur The- odórsson, Skagaveri, formaður, Jón Haraldsson, Jón og Stefán, markaðsv., Borgarnesi, með- stjórnandi, Hrafnkell Alexand- ersson, Húsinu, Stykkishólmi, meðstjórnandi, Viðar Magnús- son, Skútunni, meðstjórnandi. Varastjórn skipa þessir: Ben- edikt Lárusson, Hólmkjöri, Stykkishólmi, Kristín Benedikts- dóttir, Blómaríkinu, Sigríður Ey- jólfsdóttir, Rafþjónustu Sigur- dórs, og Helgi Júlíusson í úra- og skartgripaverslun Helga Júlíus- sonar. Bragi Jósafatsson, Húsprýði, Borgarnesi var kjörinn fulltrúi í fulltrúaráð Kaupmannasamtaka íslands en Vigfús Kr. Vigfússon, Vík, Ólafsvík, til vara. talsins en alls eru verslanirnar á Verslanir á Akranesi eru 36 félagssvæðinu 50-60 talsins. Lokablaö ársins Þetta blað, sem þú, lesandi góður, heldur nú á í höndunum er 49. tbl. þessa árs hjá Skagablaðinu og jafnframt það síðasta á þessu ári. Ekki reynist unnt að koma út blaði á milli jóla og nýárs eins og gert var í fyrra og þar sem nýársdag ber upp á miðvikudag verður næsta Skagablað ekki á ferðinni fyrr en 8. janúar. Starfsfólk blaðsins sendir lesendum öllum og auglýsendum óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir samstarfið á árinu, sem er að líða.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.