Skagablaðið


Skagablaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 10
I; INNHEIMTA AKRANESKAUPSTAÐAR JOLA- HREINGERNING Þar sem lögtaksúrskurður vegna gjald- fallinna útsvara og aðstöðugjalda hefur þegar verið auglýstur, er hér með skorað á alla sem skulda gjöld, að gera hreint fyrir sínum dyrum. Kiwanis meðflug- eldasölu Þessa dagana eru Kiwanis- menn að leggja síðustu hönd á undirbúning fyrir hina árlegu flugeldasölu sína. Auk þess að annast sölu á blysum og flug- eldum í Slysavarnarfélagshús- inu við Sunnubraut munu Kiw- anismenn ganga í hús og selja sérstaka fjölskyldupoka á hag- stæðu verði. Allur hagnaður af sölu flug- eldanna rennur sem fyrr til líknarmála. Kiwanismenn hafa á þessu ári verið sérlega iðnir við að rétta öðrum hjálparhönd og lætur nærri að þeir hafi afhent gjafir að verðmæti rúm- lega 800 þúsund krónur að sögn Ellerts Ingvarssonar, for- manns Kiwanisklúbbsins Þyrils. Skagablaðið hvetur bæjar- búa til þess að taka sölumönn- um Kiwanisklúbbsins Þyrils vel þegar þeir banka upp á og bjóða flugeldana til sölu. Með því að kaupa af þeim er ekki aðeins verið að tryggja sér úrvalsvöru heldur einnig að styðja góðan málstað. Úr einum sigurleik Skagamanna í vetur. Sigurgangan í handbottan- um er órofin Skagamenn á toppi 3. deildar ásamt IBKogTý Sigurganga Skagamanna i handknattleiknum heldur áfram nánast órofín. Þó hikstaði sigur- vélin aðeins um miðja síðustu viku er Skagamenn náðu aðeins jafntefli gegn slöku liði Selfoss, 21:21. Þar fór dýrmætt stig í súginn. Staðan í hálfleik á Selfossi var 12:11 fyrir okkar menn, sem urðu fyrir því að einn helsti burðarás liðsins, Kristinn Reimarsson, varð að fara út af vegna meiðsla strax á 2. mínútu, en í seinni hálfleiknum tókst heimamönnum að jafna metin. Pétur Ingólfsson skoraði 9 mörk í leiknum þrátt fyrir að vera í strangri gæslu allan tímann. Þorleifur Sigurðsson og Hlynur Sigurbjörnsson skoruðu 3 mörk hvor og eftirtaldir skoruðu eitt mark hver: Pétur Björnsson, Sig- urður Sigurðsson, Sigþór Hregg- viðsson, Kristinn Reimarsson, Engilbert Þórðarsson og Alex- ander Högnason. ÍA - ÍH 29:20 A sunnudaginn mættu Skaga- menn svo IH hér heima og þar var aldrei spurning um sigurvegara. Skagamenn unnu örugglega, 29:20, staðan í hálfleik var 14:12. Lið ÍH er skipað leikmönnum, sem hafa í gegnum tíðina leikið með bæði FH og Haukum og eru því leikreyndir mjög. Það dugði þó skammt gegn frískum Skaga- mönnum, sem sýndu allar sínar bestu hliðar eftir að hafa fengið „yfirhalningu" frá Gissuri þjálfara í hálfleik. Pétur og Hlynur skoruðu 6 mörk hvor. Þorleifur 5, Alexand- er 4, Óli Páll 3, Sigþór2, Sigurður 2 og Pétur 1. Hveragerði - ÍA 22:32 Sigur gegn Hveragerði var aldrei í hættu enda staðan í hálf- leik 17:8. Hákon varði vel í mark- inu í fyrri hálfleik og vörnin var þétt og þetta tvennt réði því öðru fremur að öruggt forskot náðist. í síðari hálfleiknum var slakað meira á en aldrei svo að Hverg- erðingarnir næðu nokkru sinni að ógna okkar mönnum. Mörkin skoruðu eftirtaldir: Pétur 9, Hlynur 7, Óli Páll 6, Alexander 5, Sigþór og Engilbert Þórðarson 2 hvor og Sigurður 1. Eftir þessa leiki hafa Skaga- menn lokið fyrri umferð mótsins eins og öll önnur lið deildarinnar og hafa hlotið 20 stig úr 12 leikjum eins og reyndar bæði Týr og Keflavík. Reynismenn koma næstir með 18 stig. Skagamenn eiga eftir að leika við öll þessi lið hér heima í seinni umferðinni og það gæti reynst dýrmætt í hinni gífurlega jöfnu baráttu á milli toppliðanna. Önnur en þessi fjög- ur koma vart til greina í barátt- unni um sætin tvö í 2. deildinni að ári. Pétur hef- ur skorað 108mörk Þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð á nánast hverjum ein- asta leik fær ekkert stöðvað Pétur Ingólfsson í handboltan- um. í þem 12 leikjum, sem Skagamenn hafa leikið í 3. deildinni í vetur hefur hann skorað hvorki fleiri né færri en 108 mörk þótt mörg þeirra hafi reyndar verið gerð úr vítköst- um — en það þarf líka að skora úr þeim. Frábær árangur hjá Pétri. Eftirtalin fyrirtæki óska viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla með þökk fyrir viðskiptin á árinu, sem er að líða: Skallagrímur h/f. Akraprjón Almennar tryggingar Raftækjavinnustofa Ármanns Ármannssonar Bifreiðaverkstæöi Guðjóns og Ólafs Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar Brautin h/f. Bílver s/f. Verslunin Valfell 10

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.