Skagablaðið - 12.03.1986, Page 4

Skagablaðið - 12.03.1986, Page 4
T A L I Ð „Sló seinasta stafinn kl. 15 þann 3. fébrúar síðastliðinn' - Steinunn Jóhannesdóttir um leikrit sitt Kitlur Leiklistarklúbbur nemendafélags Fjölbrautaskólans á Akranesi frumsýnir næstkomandi föstudag unglingaleikritið Kitlur. Höfund- ur er Steinunn Jóhannesdóttir, en hún ætti að vera Akurnesingum kunn því hún er fædd og uppalin hér á Akranesi. Kitlur er annað leikritið sem sýnt er eftir Steinunni, hitt var Dans á rósum sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu leikárið 1981-2. Skagablaðið ræddi við Krakkarnir höfundinn um verkið og leikar- aðstöðu. væru vanir þessari ana, en alls eru um 35 sem starfa að ieikritinu, en leikarar eru 22. Steinunn sagði að hún hefði starfað með skólaleikklúbbum áður, hjá M.R. og M.A., og sagði hún að það væri mjög skemmtilegt að vinna með fólki á þessum aldri, það væri mjög dugiegt og krakkarnir hér væru virkilega góð og legðu sig öll fram. Aðstaðan sem þau hefðu sagði hún að dygði, það væri vel hægt að leika á þessu sviði, sviðsmyndin væri ekki flókin né fyrirferðamikil og þau kæmust að seinni hluta dagsins til að æfa. Fjórir ólíkir pólar Við spurðum Steinunni um hvað verkið fjallaði. „Kitlur er leikrit um samskipti unglinga sín á milliog unglinga og foreldra, eða öllu heldur samskipti fólks, því ungiingar eru jú bara fólk þótt þeir séu á þessum aldri. Það segir frá ferm- ingardeginum og árinu á eftir í lífi fjögurra unglinga, Ástu, Benna, Hlyns og Lottu. Þau eru bekkjarsystkin en koma úr ólíku umhverfi og heimilum. Ásta er úr listamannafjölskyldu og er sjálf að stíga sín fyrstu spor á listabrautinni. Hlynur er sonur einstæðrar móður og auraleysið neyðir hann til að byrja snemma að vinna fyrir sér. Benni er úr allsnægtafjölskyldu, skortir ekk- ert nema tilfinningalegt öryggi. Hann er hin ástsjúki ungi maður og elskar Lottu, sem er læknis- dóttir og á sænska ömmu. Lotta er sigldari og lífsreyndari en kannski gengur og gerist um unglinga. Þessir krakkar eru stundum vinir, stundum óvinir. Þetta er tápmikið fólk, eins og ég held að flestir íslenskir ungl- ingar séu. Þau eru að stíga sín fyrstu spor inn í heim hinna fullorðnu, forvitin og fiktgjörn, en líka hikandi og hrædd. Eins og lög gera ráð fyrir á kynþroska- skeiðinuu eru þau skotin hvert í öðru. Tryllingslega ástfangin og örvæntingarfull. Með öðrum Frá Taflfélaai Akraness Nú er nýlokið firmakeppni Taflfélags Akraness í skák. Eftirtöldum fyrirtækjum, sem tóku þátt í henni, eru færðar bestu þakkir: Samvinnubankinn - Sementsverksmiðja ríkisins - Bókaverslun Andr- ésar Níelssonar - Bíóhöllin - Haraldur Böðvarsson & Co. - Hjólbarða- viðgerðin - Skaganesti - Verkfræði- og teiknistofan sf. - Trésmiðjan Akur - Harðarbakarí - Akraneskaupstaður - Samvinnuferðir/Landsýn - Versl. Einar Ólafsson - Haförn hf. - Málningarþjónustan - Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness - Þorgeir & Ellert - Heimaskagi hf. - íslenska járnblendifélagið - Nótastöðin og Landsbanki íslands. í mótinu sigraði Samvinnubankinn en Sementsverksmiðja ríkisins hlaut 2. sætið og Landsbankinn 3. sætið. Taflfélagið minnir á skákæfingarnar sem haldnar eru í Röst á fimmtudögum kl. 20. Allir velkomnir. Stjórnin. orðum, Kitlur er leikrit um fyrstu ástina og þetta kitlandi ástand, þegar alvara lífsins er á næsta leiti,“ sagði Steinunn. I stníðum í 3 ár Hún var spurð, hversu lengi hún hefði verið að semja leikrit- ið, sagðist hún hafa verið lengi með það í smíðum, bráðum þrjú ár, en þessari leikgerð hefði hún lokið á tæpum mánuði og slegið seinasta stafinn kl. 15:00 3. febrúar síðastliðinn og mætt með fyrstu fjölrituðu eintökin á æfingu að kvöldi þess sama dags. Steinunn sagði að sér þætti mjög vænt um að leikritið yrði frumsýnt hér a æsku- og uppeld- isslóðum hennar. Ekki taldi hún að það væri sótt í æsku hennar nema að litlu leyti, leikritið væri um nútímaunglinga, æskan nú væri mun lífsreyndari en áður var, hún hefði enn meira úrval tækifæra og freistinga og hætt- urnar væru meiri nú en áður. Ofsafengnar tilflnningar Hún sagðist vilja koma á fram- færi, að það vantaði oft á að fullorðið fólk hefði skilning á ofsanum í tilfinningum unglinga, því hætti til að taka þá ekki alvarlega, hvorki tilfinningar þeirra né skoðanir. En hitt væri líka satt að unglingar væru svo ekkert allt of mikið að setja sig í spor foreldra sinna, foreldrar gætu líka verið á erfiðum aldri, í stuttu máli það vantaði oft tengslin og vinskapinn á milli foreldra og unglinga. Steinunn gat þess að hjá Námsgagnastofn- un hefði komið út lítil saga fyrir jól, Flautan og vindurinn og væri hún byggð á litlu broti úr þessu leikriti. Unglingarnir fjórir Ásta, Hlynur, Benni og Lotta eru leikin af Þóru Jónsdóttur, Bjarna Ármannssyni, Kristjáni Kristinssyni og Bjarnheiði Halls- dóttur, en til gamans má líka geta þess að tvö níu ára börn fara með hlutverk í leikritinu, þau Valgerður Jónsdóttir og Jóhannes Harðarson og standa sig með mikilli prýði líkt og allir hinir sem vinna að leikritinu. Steinunn var spurð hvort Kitlur væri eitthvað í átt að Grænjaxla sem leiklistarklúbburinn sýndi síðast. Hún sagði að bæði stykk- in fjölluðu um fólk á svipuðum aldri, Kitlur gæti verið nokkurs- konar framhald á Grænjöxlum, án þess að vera samið sem slíkt. Snyrtivörukynning KYNNUM NÝJU VOR- OG SUMARLITINA FRÁ Helena Rubinstein FRÁ KL. 11 NÆSTKOMANDI FÖSTUDAG. SÝNUM Á MYNDBANDI NOTKUN NÝJU SUMARLITANNA, EINNIG VOR- 0G SUMARTÍSKUNA í FATNAÐI FRÁ ARMANI. SNYRTIFRÆÐINGUR Á STAÐNUM — ÓKEYPIS FÖRÐUN Á STAÐNUM — OPIÐ ( HÁDEGINU. VERZLUNIN anvii: f ^ skólabraut{91 AKRANESI^1 Já, já, það vcröa dráttarvextir þann íjórtáudaS Innheimta Akraneskaupstaðar 4

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.