Skagablaðið - 12.03.1986, Page 5

Skagablaðið - 12.03.1986, Page 5
,,Ekki hægt aft segja aft vanti aftstöftu á meftan kjallarinn er ekki fullnýttur11 - segir Jón Gunnlaugsson, forstööumaöur íþróttahússins við Vesturgötu Við sögðum frá því fyrir stuttu að aðstöðu vantaði fyrir konur sem stunda lciklimi sér til heilsu- bótar. Þá var talað um að til Jón Gunnlaugsson greina kæmi að fara í kjallara íþróttahússins. Til að forvitnast um aðstöðuna þar ræddum við við Jón Gunnlaugsson íþróttafull- trúa og forstjóra íþróttahússins. „Hér eru 900 fermetrar sem er hægt að nýta í allt mögulegt. Reyndar verður Skotfélagið með aðstöðu áhorfendamegin í kjall- aranum og forskólinn er með aðstöðu í neðri endanum. Það er samt nóg pláss eftir sem hægt er að nýta,“ sagði Jón. Hann sagði að þar sem sviðið átti að koma, en í upphaflegu teikningunni af íþróttahúsinu þá átti að vera þar svið sem væri hægt að hækka og lækka, væri gott pláss sem yrði breytt í sal. Sá salur myndi henta vel í danskennslu, leikfimi, jassballet, aðstöðu fyrir fatlaða og sem upphitunarsalur. Jón sagði cnnfrcmur, að á ganginum yrði ' líkamsræktarað- staða, þar yrðu sólbekkir og sauna. Þarna yrðu búningsklefar þannig að öll aðstaða yrði fyrir hendi þarna. Jón sagði að þetta væri ekki ætlað neinum sérstökum, íþróttahúsið væri ekki að fara út í viðbótarrekstur, heldur að leigja út sali ef einhverjir hefðu áhuga. Jón sagði að einn aðili hefði sýnt áhuga og viðræður hefðu verið komnar á frumstig, en þá hefðu þær dottið uppfyrir því leigan hefði þótt of há. Jón sagðist ekki sjá í fljótu bragði hvernig það gæti vcrið, því ekki væri hægt að miða við sali út í bæ sem ekki eru með búningsaðstöðu. íþrótta- húsið væri að bjóða leigu á mjög sanngjörnu verði, miðað við það sem gengur og gerist og aðstaðan yrði fyrsta flokks. „Það veltur á því að fá aðila til að ieigja aðstöðuna svo að farið verið út í að fullganga frá í kjallaranum. íþróttahúsið ætlar ekki út í rekstur sjálft, heldur að útvega aðstöðuna. Það er ekki hægt að segja að það vanti aðstöðu hér á Akranesi fyrir ýms- ar greinar meðan kjallarinn hér er ekki fullnýttur," sagði Jón að lokum. Spuming vikunnar — Heldurðu að Akranes geti orðið ferðamanna- bær? Svandís Vilmundardóttir: — ’ sjálfsögðu. N Ef„ en samt stórkostlegt Ef við hefðum ekki tapað svona stórt fyrir S-Kóreumönn- um, og helst unnið, þá... Þetta var byrjunin á stórkostlegu ævintýri, sem öll þjóðin fylgdist með af lífi og sál. Áður en handknattleiks- mennirnir okkar fóru út var haldin veisla enda tapaðist leikurinn hér heima áður en farið var til Sviss sagði Hótan í viðtölum eftir leikinn. Maður hefur líka vanist því að veislur væru haldnar í leikslok. Það gerðu allir ráð fyrir því að Island kæmist í milliriðlakeppn- ina með því að sigra S-Kóreu en tapa fyrir Tékkum og Rúmen- um. En okkar menn í Sviss fóru Fjallabaksleiðina með ótrúleg- um krafti og fór sæluhrollur um þjóðarsálina. Nú, EF við hefð- um ekki tapað svo stórt fyrir S-Kóreu og helst unnið þá og EF Tékkar hefðu unnið Kóreumenn þá hefðum við verið með 4 stig í farteskinu í milliriðlinum. Við skulum átta okkur á því að það hefði getað gerst. Fyrsti leikur okkar manna í milliriðlinum var gegn Ungverj- um og þorðu sumir að vona að þriðji sigurinn í röð yfir austan- tjaldsþjóð yrði að veruleika. Það munaði ekki miklu og EF það hefði gerst þá... Næsta skref á þessari stórkostlegu braut var sigur, sem alltaf tekur öllum öðrum sigrum fram; okkar menn straujuðu Dani og Denni tók lífverði sína á taugum enda voru þeir víst fegnir að hann dreif sig til Sviss. Eftir þennan sigur fannst mörgum að okkar menn hefðu fengið uppreisn æru eftir útreiðina hjá Kóreumönnum. í vímunni eftir Danaleikinn voru flestir með þessa óraunhæfu bjartsýni, sem er e.t.v. raunhæf- asta bjartsýnin; við rúllum Sví- unum bara upp líka. Það varð ekki og mega Svíarnir þakka dómurunum hversu harkalega þeir drógu tennurnar úr okkar mönnum strax í byrjun leiksins. Markamunurinn sem þá varð sá hinn sami og skildi liðin að í lok leiksins. Eg fullyrði að dómgæsl- an hafði veruleg áhrif á gang leiksins. í seinni hálfleik varði markmaður Svíanna meistara- lega og þeir áttu sigurinn skilið vegna þess, en EF dómgæslan hefði ekki verið svona í byrjun leiksins þá... Það er ekki hægt að verjast þeirri hugsun hvort ítök Svía og Júgóslava í stjórn Alþjóðahandknattleikssam- bandsins hafi haft áhrif í þessu tilviki. Hver man ekki eftir því þegar Víkingum var vísað úr keppni eftir sigurleik í Ystad í Svíþjóð fyrir litlar sem engar sakir. Þá var beitt ósmekklegum aðferðum til að ryðja andstæð- ingi úr vegi. I heimsmeistarakeppninni eru trúlega eftirlitsdómarar. Það væri ekki úr vegi að þeir færu yfir myndbönd af öllum leikjum og gæfu öllum dómurum stig fyrir leiki og féllu þeir þá í 2. deild, sem ekki næðu ákveðnu lág- marki og yrðu að vinna sig upp aftur eins og liðin. Þetta er tillaga til stjórnar Handknatt- leikssambandsins frá þjóðarsál- inni enda sagði formaður þess, að það væri allt of algengt að dómarar eyðileggðu margra mánaða starf. EF sigrarnir hefðu orðið eins og möguleikar voru á, ja, þá... hefðu íslendingar verið að keppa við Júgóslavana í beinni útsend- ingu á laugardaginn um forljóta styttu með sænskum dómurum. Það er ótrúlegt en þetta hefði getað gerst og hefði í sumum tilvikum ekki þurft annað en smá óheppni í viðbót við vel þjálfaða leikmenn íslenska liðsins. En góðu landar, það er til allt of mikils ætlast og sjötta sætið er stórkostlegur árangur, hreint út sagt. Okkar menn geta tapað fyrir næstum hvaða liði sem er en þeir geta líka unnið hvaða lið sem er og EF... ÞÁ! Unnur Sigurðardóttir: — Nei, ég held ekki. Steingrímur Guðjónsson: — Já, ef við hefðum upp á eitthvað að bjóða. * Guðmundur Kristjánsson:— Já, ef rétt er á málum haldið. Úr leik Islendinga og Dana á Akranesi fyrr í vetur. Skagablaöið Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Blaðamaður og Ijósmyndari: Árni S. Árnason ■ Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) ■ Umsjón með dreifingu, áskriftum og innheimtu: Sigriður Árnadóttir ■ Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórnarskrifstofa er að Suðurgötu 16 og opin alla daga ■ Símar 2261 og 1397 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. 5

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.