Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 12.03.1986, Qupperneq 8

Skagablaðið - 12.03.1986, Qupperneq 8
E ® H □ B EIU \M\ ® [d] [u] Jm Okkur er hollt aó minnast þess sem vel er gert Frétt í Skagablaðinu nú fyrir 2 vikum um íþróttahús IA á Jað- arsbökkum þar sem segir að bærinn bjóði stuðning sinn með fyrirframgreiddri húsaleigu en hafni kostnaðarþátttöku á sama grundvelli og tíðkast hjá ná- granna sveitarfélögunum, vakti athygli mína. Við lestur greinarinnar gæti sá sem ekki þekkir til dregið þá ályktun að bærinn, þ.e.a.s. bæjarstjórn, styðji lítið við íþróttahreyfinguna. Skoðun mín er að það sé fjarri öllum sann- leika og því vil ég bæta lítillega við greinina. Ljóst hefur verið lengi að hið glæsilega íþróttahús okkar við Vesturgötu væri orðið of lítið og því þyrfti að hefjast handa við byggingu nýs húss. Spurningin hefur hins vegai verið um forgang framkvæmda. Enn lcngur hefur verið augljós nauðsyn þess að byggja nýja sundlaug á Jaðarsbökkum. Vegna verðbólgu og óhag- stæðra skilyrða undangenginna ára hafa sveitarfélög orðið að fara hægar í sakirnar varðandi framkvæmdir en þau sjálf vildu. Skólabyggingar hafa haft for- gang í framkvæmdum bæjarins síðustu árin og mun svo verða á næstunni. Það var því ekki hægt að hefjast handa við byggingu sundlaugar og íþróttahúss sam- tímis. Því var það fagnaðarefni að íþróttahreyfingin skyldi sýna þann stórhug að ráðst sjálf í byggingu íþróttahúss. Bæjaryfir- völd gerðu forystumönnum ÍA strax í upphafi grein fyrir því að lögð yrði áhersla á að ljúka byggingu sundlaugarinnar og að þeir gætu ekki vænst stórra fram- laga úr bæjarsjóði til íþróttahús- byggingar á sama tíma. Um þetta var ekki ágreiningur. Akveðið var að búningsað- staða skyldi vera sameiginleg fyrir öll íþróttamannvirkin á Jað- arsbökkum. Þar með er hlutur baéjarins orðinn töluverður og ei það vel. Einnig má nefna að bærinn gaf uppfyllingu í grunn hússins. í annan stað gaf bærinn eftir öll byggingaleyfisgjöld sem talin eru nema níu hundruð þúsund krónum. Eins og fram kemur í téðri grein eru að hefjast viðræður um fyrirframgreiðslu á húsaleigu vegna leikfimikennslu fyrir nemendur Grundaskóla í nýja íþróttahúsinu. Það er ljóst að rekstrarlega munu þessi mannvirki tengjast saman og því augljóst að bærinn tekur verulegan þátt í öllu saman. Það er skoðun mín að okkur sé hollt að minnast þess sem vel er gert og eins að segja söguna alla, því fáir bæir hafa staðið sig betur í uppbyggingu íþrótta- og æskulýðsmála en Akranes. Pórður Björgvinsson Sandvarnargirðingarnar sem settar hafa verið upp. Grjótgarð á Langasandinum ætti að forðast í lengstu lög Mig rak í rogastans þegar ég las í síðasta Skagablaði það sem haft var eftir bæjartæknifræð- ingi, að nú væri í athugun að setja grjótgarð á Langasand til að hefta sandfokið. Ekki verður séð að peninga vanti í bæjarkass- ann ef hefta á sandfokið með grjótgarði. Slíkur garður yrði að vera minnst þrír metrar á hæð og ná frá Faxabrautinni og inn fyrir klöppina. Þetta er að sjálfsögðu séð af sjónarhóli leikmanns. Hvað fræðingarnir hafa hugsað sér læt ég ósagt því ekkert hefur sést frá þeim um þennan garð enn, en ef að líkum lætur má búast við snjallri og ódýrri lausn úr þeim herbúðum. Gagnlegar girðingar Núna fyrir stuttu voru settar upp girðingar til að hefta sand- fokið. Tvær girðingar voru settar upp á horni Faxabrautar og Jað- arsbrautar. Ekki orkar tvímælis að slíkar girðingar eru til mikils gagns en trúlega væru þær betur komnar alveg fram á bökkunum og niður á sand því augljóst virðist vera að best sé að stöðva sandfokið strax þar sem það á upptök sín, eða hefst það ekki á Langasandinum? Ein slík girðing hefur þó verið sett á bakkana og niður á sand- inn inn við íþróttavöllinn. Ef Grunnur nyja iþrottahussins. slíkar girðingar yrðu settar á bakkana með 50 metra millibili, allt frá klöppinni og út undir Faxabraut, myndi leikmaður eins og ég álíta að sandfokið væri úr sögunni. Slíkar girðingar, sem orðið hafa að umtalsefni hér að framan, eru ekki neitt nýtt fyrir- bæri hér á Skaga. í mörgum tilfellum hafa íbúar, sem búa við Krókasandinn varist sandfoki í mörg ár með slíkum girðingum, en þar fýkur sandur í norðanátt- um eins og gefur að skilja. Því mætti benda fræðingunum á að kynna sér það nánar. Hvað veldur sandfokinu? Ýmsar tilgátur hafa komið fram hvað veldur sandfokinu. Sumir Jiallast að því að útrennsl- ið frá Sementsverksmiðjunni valdi þar miklu. Ekki get ég séð nein rök sem mæla með slíkum fullyrðingum. Ég hef alla mína tíð, sem eru 50 ár, átt heima svo að segja á Langasandsbökkun- um og því hef ég haft góða aðstöðu til þess að fylgjast með þeim breytingum sem orðið hafa á sandinum. Breytingar fóru ekki að eiga sér stað fyrr en grjótgarðurinn var settur fram af hafnargarðin- um. Við þá lengingu hefur líkast til orðið breyting á straumum í víkinni með þeim afleiðingum að sandurinn tók að hlaðast upp að bökkunum, þar sem hann liggur og þornar. Þegar svo hvessir fer hann af stað eins og flestir, sem búa á efri-Skagan- um, hafa komist í kynni við. Varhugaverð ráðstöfun Eftir grjótflutningana niður í bæinn, sem leysa kannski einn vanda en skapa annan, finnst mér að menn ættu að athuga vel sinn gang áður en ákvörðun verður tekin um að fara að aka grjóti á Langasandinn. Að mínu áliti þyrfti slíkur garður að vera svo stór ef eitthvert gagn ætti að verða að, að slíkt mannvirki ætti að forðast í lengstu lög. Þær girðingar, sem ég gat um áður myndu þjóna tvennum til- gangi. í fyrsta lagi hefta sandfok- ið og til þess væru þær auðvitað reistar, og í öðru lagi veittu þær ákjósanlegt skjól fyrir þá sem stunda sólböð á sandinum á sumrin. Hitt verður að viður- kennast að engin prýði er að slíkum girðingum en þær eru fljótteknar niður ef þær ekki þjóna sínu ætlunarverki. Það sama er ekki hægt að segja um þúsundir eða tugþúsundir tonna af stórgrýti, sem búið væri að aka á Langasandinn og stór- skemma hann sem útivistar- svæði. Okkur sem erum fæddir og uppaldir hér við Langasand, finnst of vænt um hann til að við getum sætt okkur við meiri grjót- flutninga á hann en orðið er, nema í algjöru neyðartilfelli. Nú vil ég biðja þá sem búa fremst á Jaðarsbökkum að vera ekki að amast við sandfoksgirð- ingunum ef reyndar yrðu að marki. Að mínu áliti er þetta langódýrasta og besta leið sem völ er á fyrir tóman bæjarkassa. í fyrra var ein slík girðing reist frammi á bökkunum en þá mun einhver ykkar ekki hafa linnt látunum fyrr en girðingin var tekin niður aftur. Jón P. Pétursson Orösending til lesenda: Látið fullt nafn fylgja þótt nafnleyndar sé óskað Bréf frá lesendum berast Skagablaðinu með reglulegu millibili en þrátt fyrir að áhersla hafi veirð lögð á að fullt nafn þurfi að fylgja bréfum þótt dul- nefni sé notað slæðast alltaf nafnlaus bréf með póstinum. Þessa dagana erum við með tvö slík bréf í fórum okkar, sem í sjálfu sér eru bæði góð og gild. í ljósi þeirrar stefnu blaðsins að birta ekki bréf, sem send eru inn án nafns, viljum við beina þeim tilmælum til þeirra, sem eiga umrædd bréf, að þeir hafi sam- band við ritstjórnarskrifstofu Skagablaðsins. Annað er merkt „Anonymus" hitt er fyrirspurn frá Kárafélaga. Rétt er að ítreka að Skagablaðið gætir ætíð fyllstu nafnleyndar sé þess óskað en bréfin fara ekki á prent fyrr en ritstjórinn veit hver hefur skrifað þau. 2261 8

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.