Skagablaðið - 12.03.1986, Qupperneq 12
Megas og Bubbi í fínu formi
Meistari Megas og Bubbi Mortens héidu tónleika í Bíóhöllinni síðastliðið laugardagskvöld við mikla
hrifningu áheyrenda. Um 200 manns sóttu tónleikana sem þóttu vel heppnaðir. Þeir hófust á því að
Bubbi kom fram einn, en svo kom Megas og spilaði hann einn í smá tíma. Eftir það spiluðu þeir báðir
og var virkilega gaman að heyra í þeim, það var tónlistarklúbbur NFFA sem stóð að því að fá þá félaga
hingað uppeftir.
Prófkjör AlþýðU'
flokks um helgina
Alþýðuflokkurinn á Akranesi
gengst fyrir prófkjöri um næstu
helgi og fer það fram í Röst,
Vesturgötu 53, frá kl. 14-20 bæði
laugardag og sunnudag. Allir
þeir, sem náð hafa 18 ára aldri
geta tekið þátt í prófkjörinu, þ.e.
það er opið sem kallað er.
Við undirbúning prófkjörsins
efndi undirbúningsnefnd þess
m.a. til forkönnunar á meðal allra
félagsbundinna Alþýðuflokks-
manna og óskaði eftir ábending-
um um einstaklinga til þátttöku í
prófkjörinu. Niðurstaðan af þessu
starfi nefndarinnar varð sú að 12
einstaklingar gefa kost á sér.
Óskað er eftir því að kjósendur
raði frambjóðendum upp eftir
númeraröð og er þess óskað að
raðað sé í minnst 3 efstu sæti
listans.
Sfldar- og fiskimjölsverksmiðjan er að endurnýja tæki hjá sér um
þessar mundir. Eru það pressur og sjóðari sem verið er að skipta um,
en tækin sem voru fyrir eru mjög svo komin til ára sinna. Verkfræð-
ingurinn sem vinnur við að setja tækin upp hafði á orði að þau tæki
sem voru fyrir væru sennilega elstu tæki á Norðurlöndum.
Tækin sem sett eru upp nú eru ekki ný en þó nýrri en þau sem fyrir
voru. Ekki er á döfinni að gera neinar stórar breytingar hjá SFA
heldur er þetta liður í öryggisráðstöfunum því ekki þótti vert að
treysta lengur á gömlu tækin.
Enn er verð á matvöru kannaÓ:
Óverulegurmunur
á milli verslana
Mjög óverulegur munur er á
verði matvöru á milli einstakra
verslana hér á Akranesi. Þetta
kemur fram í ítarlegri verðkönn-
un, sem nemendur Fjölbrauta-
skólans á Akranesi framkvæmdu í
tengslum við svonefnda „Opna
viku“ í skólanum
Verð matvöru var kannað í
fjórum verslunum hérá Akranesi,
Kaupfélagi Borgfirðinga, Slátur-
félagi Suðurlands, Versl. Einars
Ólafssonar og Skagaveri. Alls var
verð á 53 vörutegunum kannað.
Ut úr þeim fjölda voru svo dregnir
26 flokkar og þeir settir saman i
„innkaupakörfuna“.
Þegar heildarverð þessara 26
flokka hafði verið tekið saman
kom í ljós að verðmunur á milli
þeirrar verslunar, sem var ódýr-
ust, og þeirrar sem var dýrust var
aðeins 7,8%. „Innkaupakarfan“
reyndist ódýrust í Versl. Einars
Ólafssonar, kr. 2.358,55. Næst
var verslun Sláturfélags Suður-
lands með kr. 2.439,10, þá Skaga-
ver með 2.496,70 krónur og þá
Kaupfélag Borgfirðinga 2.543,35
krónur.
Sem dæmi um samræmt verð
verslananna má nefna lambalæri.
Þar voru þrjár af fjórum með
kílóið á kr. 367,40 en ein á 367,60
eða aðeins 20 aurum hærra. Ann-
að dæmi er Hreinol-uppþvotta-
lögur, sem kostar á bilinu 51,50 til
52,40 í öllum verslununum.
Þótt verðmunurinn sé yfirleitt
lítill nær hann sums staðar nokkr-
um tugum prósenta. Tvö kíló af
Juvel-hveiti kosta t.d. kr. 35,90 í
Versl. Einars Ólafssonar en 51,20
í Kaupfélaginu. Þarna munar
42,6%. Verð á Libby’s tómatsósu
er ennfremur 41,7% dýrara hjá
KB en Versl. Einars Ólafssonar.
Þegar verð á lambahrygg er hins
vegar skoðað snýst dæmið aftur á
móti við. Þar er KB með 43,5%
ódýrara kjöt en Sláturfélagið.
Verð á grænni papriku er enn-
fremur 36% dýrara í sláturfélag-
inu en hjá Kaupfélaginu.
Þessi fjögur dæmi eru öll
óvenjuleg því þar er verðmunur
mikill. f 21 tilviki af 53 reyndist
munurinn á milli hæsta og lægsta
verðs innan við 10% og í 18
tilvikum á milli 10 og 20%.
Þrátt fyrir nokkrar verðsveiflur
í einstaka vöruflokkum á milli
verslana er af öllu Ijóst að verð
matvöru er mjög lágt á Akranesi
og óvíða á landinu hagstæðara að
versla en hér. Það er sú niðurstaða
sem mestu máli skiptir úr könnun
sem þessari.
Lokafrágangi á „nýja
Stillholtinir miðar vel
- fyrsta samkoman þar um næstu helgi í samkomusalnum á efri hæðinni
„Við flytjum vélar og áhöld um
páskana, en hvenær formlega
verður opnað er ekki hægt að
segja nákvæmlega til um, en það
verður fljótlega eftir páska. |,e((a
hefur gengið Ijómandi vel og
aðeins spurning um tíma hvenær
allt verður komið í rétt horf,“
sagði Egill Egilsson veitingamað-
ur, þegar við inntum hann eftir
því hvernig gengi að fullgera nýja
veitingastaðinn.
Hann sagði að starfsemin byrj-
aði óformlega næsta föstudag, en
þá verður Sjávarréttagerðin með
hádegisfund þar sem framleiðsla
fyrirtækisins verður kynnt. Þá
verður sameiginlegur fundur hjá
Norræna félaginu og Rótary-
klúbbnum en hann á 30 ára afmæli
um þessar mundir. Egill sagði að
þá yrði salurinn uppi og anddyrið
tilbúið.
Egill sagði að þessa dagana
væri dagsmunur á staðnum, eitt
og annað væri að koma, til dæmis
borðin og stólarnir, lyftan í eld-
húsið og barinn. Þetta væri allt að
smella saman og fljótlega væri
hægt að fara að þjónusta á fullu.