Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 09.02.1989, Qupperneq 2

Skagablaðið - 09.02.1989, Qupperneq 2
2 Skagablaðið Smá- auglýsingar Til sölu þrennir skíðaskór og ein unglingaskíði með bind- ingum. Uppl. í síma 11021. Til sölu stórt borðstofuborð (230 sm óútdregið) og sex stólar með rauðum plussset- um. Uppl. í síma 12683. Til sölu Variant skíði með bindingum og stöfum, lengd 165 sm. Skór, stærð 42 - 43. Einig Novac Accord-skák- tölva, mjög lltið notuð. Á sama stað er óskað eftir vel með förnum skíðum, lengd 170 - 175 sm, og skóm, stærð 43 - 44. Uppl. í síma 12453 (Hilmar). Til sölu svo til ónotaður milli- brúnn mittisjakki númer 52.(í litlu númeri). Er með loðnum hvítum kraga sem hægt er að smella af. Uppl. I síma 12160. Á sama stað er til sölu barnavagn og barna- kerra. Uppl. í síma 12160 og 13151. Til sölu 4 nýleg, negld 14“ snjódekk. Uppl. í síma 11840 eða 11300. Til sölu Singer prjónavél. Uppl. í síma 11524. Vantar tvö pör af skautum, nr. 35-36. Uppl. í síma 11074. Óska eftir að kaupa ódýran ísskáp. Uppl.í síma 12449 Drusluáhugamenn! Til sölu Peugeot 104 árg,. ’78. Gripnum fylgja 8 dekk á felgum. Verð ca. kr. 20.000. Uppl. í síma 12946 um helg- ina. Til leigu fjögurra herbergja íbúð á Akranesi. Laus strax. Uppl. ( síma 91 - 641262 eftir kl. 19. Til sölu Amstrad PC 464 64 K tölva með sambyggðu kassettutæki og litaskjá. Nokkrir leikir fylgja. Uppl. í síma 12683. Bílskúrtil leigu. Uppl. í síma 12558. Vantar notað gólfteppi. Stærð ca. 3 x 5 metrar. Uppl. í síma 12588 (Ragnar). Til sölugóður barnavagn á góðu verði. Uppl. í síma 12432. Til sölu Peugeot '11 til niður- rifs. Selst fyrir litið. Uppl. í síma 11666. Bregðisft ekki þeim sem treysta á ykkur - fréttatilkynning frá Heilsugæslustöðinni á Akranesi vegna misskilnings í frétt Skagabaðsins þann 18. janúar sl. Vegna fréttar í Skagablaðinu 18.01. sl.um að krabbamcins- skoðun kynni að leggjast niður viljum við taka eftirfarandi fram. Á sl. hausti varð kerfisbreyting í sambandi við framkvæmd krabbameinsskoðunar. Áður sá Krabbameinsfélag Akraness um skipulag skoðunarinnar en vegna lagabreytinga verður hún hér eftir á ábyrgð Heilsugæslustöðv- ar Akraness og Krabbameinsfé- lags fslands. Allur aukakostn- aður við skoðunina verður greiddur úr ríkissjóði nema fastagjald, krónur 550, sem konan greiðir í hvert skipti. í fréttinni kemur fram sá mis- skilningur að Akranesbær hafi ekki viljað greiða sinn hluta af kostnaðinum. Það er ekki rétt og þess má geta að samstarf milli H.A. og bæjarins í þessu máli hefur verið mjög gott. Þess má geta að sl. vor fór fram hóprannsókn á vegum H.A. og Krabbameinsfélags íslands, þar sem tekin var brjóstamynd í tengslum við leg- hálsrannsókn. Ráðgert er að slík hópskoðun fari fram tvisvar á ári á þeim hópi kvenna, sem mælt er með slíkri rannsókn á, og verða þær boðaðar þegar þar að kemur. Frá og með 2. febrúar mun krabbameinsskoðun fara fram á heilsugæslustöðinni alla fimmtu- daga, þar sem sérfræðingur í kvensjúkdómum og starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar mun sjá um framkvæmdina. Við viljum eindregið hvetja allar konur til að sinna kvaðn- ingu um skoðun og panta tíma í síma 12311. Þœr konur sem af einhverjum ástœðum hafa ekki verið innkallaðar sl. 2 ár eru beðnar að hafa samband í þetta sama númer og láta vita af sér. Brynja Einarsdóttir, hjúkrunarforstjóri. Reynir Þorstcinsson, heilsugæslulæknir. Hver misskil- ur hvað og af hverju? Vegna tilskrifsins hér að ofan vill Skagablaðið taka fram, að í umræddri frétt blaðsins var að- eins verið að leita svara við þeirri spurningu hvort verið gæti að krabbameinsskoðun legðist af vegna þess að Akranesbær ætl- aði að hætta að leggja til sinn hluta kostnaðar við framkvæmd liennar. Eins og kom skýrt fram í svari bæjarstjóra hefur bærinn ekkert með þessa skoðun að gera og því alls ekki í valdi hans hvort hún verður áfram með óbreyttum hætti eða verður lögð af. í fréttinni er því alls ekki haldið fram, að einhverjar líkur séu á því að skoðuninni verði hætt. Þvert á móti er það ræki- lega undirstrikað að fyrirspurnin sé byggð á misskilningi og honum jafnframt eytt. Pétur ráðinn Pétur Elísson hefur verið ráð- inn trésmiður við Áhaldahús Akraneskaupstaðar. Þrjár umsóknir bárust um starfið. Unnið að dýpkun og gijótfyllingu í innri höfninni: Skjálftakippir upp í bæ af völdum sprenginganna Framkvæmdir við dýpkun og uppfyllingu í innri höfninni eru nú komnar á fulla ferð. Bæjar- búar hafa e.t.v. ekki tekið svo glöggt eftir þeim nema ef vera skvldi vegna titrings sem hlotist hefur af völdum sprenginga. Þannig nötraði Niður-Skaginn allt upp undir kirkju í vikubyrjun er verið var að vinna þar neðra. Skóflan annast verkið sem á að vera lokið um miðjan marsmán- uð. Að sögn Daníels Árnasonar, bæjartæknifræðings, er hug- myndin að grjótfylling komi á milli smábátabryggjunnar og gömlu bátabryggjunnar (litlu bryggjunnar). Sú fylling á síðar meir eftir að þjóna hlutverki uppistöðu undir Faxabrautina, sem kemur til með að liggja neðan tankanna. Um leið verður brekkan, þar sem Faxabraut og Akursbraut skerast lögð af. Allt er þetta samkvæmt nýlega sam- þykktu hafnarskipulagi. Spuming vikunnar — Hvað finnst þér um snjóinn? Páll Pálsson: — Ég er orðinn frekar þreyttur á honum. Sigurlaug K. Guðmundsdóttir: — Það mætti vera minna af honum en annars er hann ágæt- ur. Sigríður Einarsdóttir: — Alveg meiriháttar. Það eina sem vantar er gott skíðasvæði hér. Ragnar Sigurðsson: — Ég er mjög sáttur við hann. Það er ágætt að fá hann svona einu sinni á ári. Skagablaðið Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Ljósmyndari: Árni S: Árnason ■ Auglýsingar og dreifing: Árni S. Árnason ■ Innheimta: Ellen Blumenstein ■ Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Prent- verk Akraness hf. ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórnarskrifstofa er að Skólabraut 21, 2. hæð, og er opin alla virka daga frá kl. 10-17 ■ Símar: 12261 og 11397 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.