Skagablaðið


Skagablaðið - 09.02.1989, Síða 3

Skagablaðið - 09.02.1989, Síða 3
Skagablaðið 3 Limgerði bœjarins liafa það náðugt þessa dagana endaflest hulin snjó að miklu eða öllu leyti. Jón Svemsson skrifar um garðyriqu: Alaskavröir Alaskavíðir heitir á latnesku Salix alaxensis og er ættaður frá Norður-Ameríku og Alaska. Hann kom fyrst til landsins um 1950 og síðan hafa komið ný afbrigði og í dag eru í gangi til- raunir með ný afhrigði sem reyn- ast ef til vill betur. Þannig er prófað áfram þar til út fæst góð tegund sem þolir best veðráttuna hér á landi. Ræktun á Alaskavíði hófst ekki af alvöru fyrr en um 1970 þannig að hann er frekar nýr af nálinni hjá almenningi. Alaskavíðir getur verið sem stakt tré en einnig er hann mikið notaður sem runni í limgerði. Er hann þá oftast klipptur til. Hann getur orðið 6 - 9 m á hæð. Blöðin á Alaskavíði eru 5 - 10 sm löng og 1,2 - 4 sm á breidd um miðju. Grágræn og hárlaus á efra borði en hvítullhærð á því neðra. Árs- sprotar eru þreknir, ullhærðir og oft mjög langir á ungum plöntum. Ýmsir litir eru á þeim eftir afbrigðum eða allt frá grænum yfir í brúnan. Börkurinn er grár og sléttur fyrst en verður smám saman hrjúfur og föróttur. Brumin eru græn eða hárlaus eftir afbrigðum. Alaskavíðir er sólelskur en þolir allvel hálfskugga. Höfuð- hlutverk hans hér á landi er sem skjólbeltisplanta sökum þess hve mikla kosti hann hefur í slíkt. Hann er hraðvaxta og harðger og hann er bæði salt- og vindþolinn. Eins og með allt limgerði þarf að klippa Alaskavíði árlega til þess að hann verði þéttur. En það er alltof algengt að fólk tímir ekki að klippa, sérstaklega ungar plötur. Þar af leiðandi verða þær alltaf gisnar að neðan og þjóna þar með ekki sínum tilgangi. Lögmálið er að klipping bæði örvar og þéttir vöxtinn. Því er best að vera alveg miskunnarlaus og klippa plönturnar strax í upp- hafi og þá fæst fyrr þétt limgerði, sem hefur ótal kosti fyrir garðinn. Bæði fyrir annan gróður og fólkið sem garðinn notar. Eitt afbrigði af Alaskavíði er svonefndur Tröllavíðir, sem er með brúna sprota og allur gróf- ari. Hann er sterkari ef eitthvað er en getur verið fullgrófur í litla garða en myndi henta mun betur í skjólbelti á bersvæði. Alaskavíðir er ein tegund af víði sem hentar vel í limgerði en Brekkuvíðir, Viðja og Gljávíðir koma eins vel til greina hér á Skaganum. Þar er aðallega um útlitsmun að ræða og smekk hvers og eins. NÁMSKEIÐÍ SKYNDIHJÁLP Akranesdeild Rauða krossins auglýsir námskeið. Áætlað er að námskeiðið hefjist í byrjun mars. Þátttökugjald er kr. 2.500,- námsgjöld innifalin. Námskeiðið er 20 klukkustundir. Kennt verður í Fjölbrautaskólanum. Kennari: Ævar Sigurðsson. Skráning í síma 12539 (símsvari f.h.) AKRANESDEILD RKÍ Firma- og hópakeppni Firma- og hópakeppni Knattspyrnufélags ÍA í innanhússknatt- spyrnu verður haldin 19. janúar næstkomandi. Þátttökutilkynningar berist í síðasta lagi föstudaginn 17. febrúar nk. Þátttökugjald er kr. 7000 á hvert lið. Keppt verður með nýju fyrirkomulagi, stærri mörk og markvörður leyfður. Nánari upplýsingar veitir Steinn Helgason á skrifstofu Knatt- spyrnufélags ÍA á íþróttavellinum, sími 13311. KNATTSPYRNUFÉLAG ÍA Kveðja til Kjörbókareigenda KJÖRBÓKIN HÆST Á árinu 1988 gaf Kjörbók Landsbankans hæstu ávöxtun af óbundnum sérkjarareikningum bankanna en raunávöxtun hennar á grunnþrepi var 8,57%. Á 1. þrepi sem næst eftir 16 mánaða sparnað var raunávöxtunin 9,92% og á öðru þrepi, sem næst eftir 24 mánaða sparnað 10,49%. Um sl. áramót áttu um 60.000 íslendingar 14,3 milljarða króna á Kjörbók Landsbankans. Kjörbók Landsbankans Góð bók fyrir bjarta framtíð LANDSBANKI (SLANDS ÚTIBÚIÐ AKRANESI

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.