Skagablaðið - 09.02.1989, Page 5

Skagablaðið - 09.02.1989, Page 5
4 Gísli Gislason, bæjarstjóri, skrifan Fjáihagsáætlun 1989 Fjárhagsáætlun fyrir Akraneskaupstað og stofnanir hans fvrir árið 1989 liggur nú fyrir og fór fyrri umræða fram sl. þriðjudag. Undirbún- ingur þessarar áætlunar hófst með vinnu forstöðumanna stofnana og embættismanna bæjarins í október sl. en bæjarráð kom síðan inn í þessa vinnu í byrjun janúar. I glímunni við að ná endum saman hjá bæjarsjóði reyndust vandamálin mörg þau sömu og undanfarin ár, þ.e. óskir um fjárútlát miklar, verkefnin mörg en tekjurnar takmark- aðar. Þegar litið er á rekstur síðasta árs virðast rekstrargjöld ætla að verða samkvæmt áætlun. Tekjur fara nokkuð fram úr áætlun þannig að mismunur tekna og rekstrar verður töluvert meiri en ráð var fyrir gert í síðustu fjár- hagsáætlun og er það út af fyrir sig ánægjuefni enda í fyrsta skipti á þessum áratug sem slíkt er uppi á teningnum. En þessi árangur ræður ekki öllu um heildarafkomu bæjar- sjóðs. Samkvæmt bókhaldi bæjarsjóðs er staðan sú hvað varðar framkvæmdaliði, þ.e. gjaldfærða og eignfærða fjárfest- ingu, að kostnaður er um kr. 5.286.000 umfram áætlun. Ræður þar mestu að frá þvf sem áætlað var að leggja í Jaðars- bakkalaug varð niðurstaðan 25.619.000 kr. hærri, cn á móti þeim framkvæmdum færast til tekna rúmar 20 milljónir sem cru hlutur ríkissjóðs, en af þeirri fjárhæð hafa þó aðeins fengist greiddar kr. 900.0000 og á fjár- lögum í ár er 1.590.000. Aðrir fjárfestingarliðir voru nánast á áætlun eða undir áætlun þannig að í heild verður að telja niður- stöðu rekstrar miðað við áætlun góða. En hvað varðar eignfærða og gjaldfærða fjárfestingu verður ekki það sama sagt þó svo bók- haldsleg niðurstaða leiði til þess að framúrakstur verði ekki mikill. Það sem er bæjarsjóði verulega þungt í skauti er slæm afkoma fyrirtækja í bænum, veltubreytingar þeirra á milli ára undir landsmeðaltali og erfið innheimta opinberra gjalda. Þegar ársreikningar liggja fyrir koma þessi atriði til með að vega þungt þegar metið verður hvort afkoma bæjarsjóðs hafi batnað eða versnað frá árinu 1987. En svo vikið sé að fjárhags- áætlun bæjarsjóðs fyrir árið 1989 þá er gert ráð fyrir að tekjur verði kr. 390.274.000 sem er 14,7% hækkun á milli ára. Heild- arrekstrargjöld eru áætluð kr. 339.699.000 en mismunur á milli tekna og rekstrargjalda er kr. 50.575.000 sem er 13% af tekjum. Þetta er sama hlutfall og í því t'rumvarpi sem lagt var fram til fyrri umræðu í fyrra en í endanlegri áætlun varð hlutfallið 14,3%, en stefnir í að verða miðað við áætlaða niðurstöðu rekstrar í fyrra 20%. Því er vissu- lega vonað að 13% í afgang af tekjum þegar rekstur hefur verið dreginn frá verði að þessu ári liðnu eitthvað hærra hlutfall. I fréttum undanfarið hefur verið fjallað um fjárhagsáætlanir ýmissa kaupstaða og m.a. hversu mörgum prósentum tekna er varið til framkvæmda. Nú er það svo að tölum má stilla upp með ýmsum hætti án þess að fara með rangt mál. Það er samanburður- inn sem oftast er rangur ef mis- Gísli Gíslason, bœjarstjóri. munandi uppsetning ræður því hvernig mál eru sett fram. Þannig mætti segja að Akranes- kaupstaður leggi samkvæmt þessu frumvarpi til fjárhagsáætl- unar 13% af sameiginlegum tekj- um til framkvæmda, en þegar lit- ið er á þá fjárhæð sem varið er til eignabreytinga, kr. 108.879.000, er hún 18,7% af heildartekjum, sem færðar eru í bókhald bæjar- ins, kr. 579.452.000. Einnig mætti hækka þetta hlutfall með því að færa af rekstri stærra við- hald fasteigna. En hvað sem öllum reikning- skúnstum líður þá er það markmið bæjarstjórnar að leggja fram og samþykkja raunhæfa fjárhagsáætlun sem byggir á eðli- legum forsendum og raunsæjum markmiðum. Forsendur þessarar áætlunar eru 18% hækkun almenns verðlags. Markmið hennar er lækkun skulda bæjarins án þess þó að draga saman þær fram- kvæmdir sem brýn nauðsyn kallar á að fé verði lagt í. Helstu famkvæmdir verða þessar: • Til endurnýjunar í Brekku- bæjarskóla verða lagðar kr. 19.600.000 og er það stærsta verkefni bæjarins á þessu ári. • Til Dvalarheimilisins Höfða renna á þessu ári úr bæjarsjóði kr. 17.460.000. • Áætlað er, að á móti 21.000.000 kr. framlagi ríkisins til þjónustubyggingar Fjöl- brautaskóla Vesturlands þá greiði rekstraraðilar skólans kr. 9.000.000 og þar af bæjarsjóður 5.716.000. • Áætlað er að verja kr. 5.000.000 til hönnunar og fram- kvæmda við dagvistarstofnun. • Framlag til byggingar kaup- leiguíbúða og verkamannabú- staða nemur kr. 4.500.000. • Til framkvæmda við heilsu- gæslustöð er áætiað að verja kr. 17.200.000 og hlutur bæjarins þar er kr. 2.600.000. Vonir standa til að unnt verði að haga framkvæmdum þannig, að mögu- legt verði að taka hluta hússins í notkun árið 1990. • Framkvæmdum við Vernd- aðan vinnustað verður lokið á árinu og er hlutur bæjarins þar kr. 2.800.000. • Gert er ráð fyrir kr. 1.500.000 í hönnum D-áfanga Grundaskóla þannig að unnt verði í samræmi við samning um uppbyggingu grunnskólanna að hefja framkvæmdir við þá bygg- ingu árið 1990. • Þá er gert ráð fyrir fram- kvæmdum við götur, holræsi og opin svæði að fjárhæð alls kr. 19.081.000 og kr. 1.300.000 í landbrotsvarnir en brýnt er að ráðast til atlögu við landbrot við Leyni. Lántökur eru áætlaðar samtals kr. 41.685.000 sem er um 7.000.000 kr. lægri fjárhæð en áætlað var. Áætlanir hafnarsjóðs, vatns- veitu, tónlistarskólans og raf- veitu eru einnig til meðferðar bæjarstjórnar. Heildartekjur rafveitunnar eru áætlaðar kr. 180.000.000 og er áætlað að til rekstrar fari kr. 114.120.000 en til framkvæmda, nýlagna og og fleira fari kr. 65.880.000. Áætlað er að byggja nýja spennistöð við Akurgerði, endurþæta götulýsingu, lagfæra rafmagn á hafnarmannvirkjum og leggja tvöfaldan nýjan há- spennustreng að Höfða en einnig er áætlað að endurbæta hús raf- veitunnar að Dalbraut 8. Tekjur hafnarsjóðs eru áætl- aðar kr. 37.287.000 en rekstrar- gjöld kr. 18.342.000. Fjárveiting ríkisins er kr. 13.100.000 en af tekjum hafnarinnar fara kr. 18.945.000 til rekstrar. Helstu verkefni eru þessi: • Endurnýjun á lóðsbát • Dýpkun innri hafnarinnar • Fylling á milli bátabryggju og smábátahafnar • Grjótfylling við þrær SFA • Stoðveggur á aðalhafnar- garði • Lagfæring rafmagns á hafn- armannvirkjum. • Frágangur lóðar við hafnar- húsið. Tekjur Vatnsveitu Akraness eru kr. 19.594.000 en rekstrar- gjöld og afborganir skulda kr. 17.404.000 þannig að einungis eru eftir kr. 2.190.000 til nýfram- kvæmda. Mörg stór verkefni liggja fyrir hjá stjórn vatnsveit- unnar, reyndar svo stór að í þau verður ekki ráðist nema með sérstöku átaki. Þar má nefna endurnýjun á aðveituæð til bæjarins og uppsetningu miðlun- argeymis á Neðri-Skaga. Ágætu bæjarbúar. Hér að framan er stiklað á stóru varð- andi áætluð fjármál og verkefni bæjarins á þessu ári. Allar þessar áætlanir eru reistar á ákveðnum forsendum varðandi verðbólgu og vexti en það er ekki heiglum hent en ætla sér að rýna í fram- tíðina í þeim efnum. Ólgusjór efnahagsmála getur leikið allar áætlanir grátt, en þær forsendur sem við er stuðst í ár bera með sér einkenni þess að varlega er siglt og reynt að seilast ekki of langt, hvorki í útgjöldum eða lántökum. Ég vona að fram- kvæmd þessarar áætlunar verði bænum okkar og bæjarbúum til heilla. Gísli Gíslason, bæjarstjóri. Hvaðvarðun bjúháððina? í 46. tbl. Skagablaðsins 1988 kom sú frétt að þann 4. mars 1989 stæði til að halda „Bjórhátíð í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þar áttu að koma fram m.a. Léttsveit Tón- listarskólans og sönghópurinn Oktavía. Tilefni þessarar hátíðar yrði að safna fé til byggingar Tónlistarskóla en eins og öll- um er kunnugt býr Tónlistarskólinn við óviðunandi aðstæður í húsnæðismálum. Í síðasta tölublaði Skagablaðsins kom fram sú athugasemd, að hátíðin yrði ekki haldin vegna þess að áðurnefndir hópar væru ekki tilbúnir með efní fyrir slíka hátíð þrátt fyrir miklar æfingar. í tilefni þessarar fréttar, og síðan athuga- semdar, vilja aðstandendur Léttaveitar Tónlistarskólans og Oktavíu taka fram eftirfarandi: Léttsveitin og Oktavía hafa unnið á fullum krafti við að undirbúa sig fyrir þessa hátíð og eru þessir hópar með fullæfða dagskrá fyrir slíka hátíð. Að okkar mati var áherslupunktur hátíðarinnar, „Bjór- hátíð“, rangur í fréttinni. Tilefni hátíðar- innar var jú að halda vandaða kvöld- skemmtun jtar sem sem flestir bæjarbúar gætu komið saman og skemmt sér, og um leið stutt byggingu framtíðarhúsnæðis Tónlistarskólans. Hugmyndin var að bjóða veitingamönnum bæjarins að taka þátt í skipulagi hátíðarinnar og sjá um sölu á léttum veitingum. Auk þess var hugmyndin að bjóða upp á létt vín og bjór til sölu. Á- stæðan fyrir því að íþróttahúsið við Vest- urgötu varð fyrir valinu var sú, að það hús er eina húsiðí bænum sem er nógu stórt til að rúma slíka hátíð og einnig sú, að þar hafa verið haldnar veislur og dansleikir af svipuðu tagi. Ástæðan fyrir því, að ekkert verður af þessari hátíð er sú að einhverjir aðilar hér í bæ hafa komið því á framfæri að verði hátíðin haldin með þessu smiði verði séð til þess að íþróttahúsið verði upptekið umræddan dag og kvöld. f dálkinum Palli á punktinum í Skaga- blaðinu var fyrir stuttu bent á það hversu bæjarlífið væri dauft og frumkvæði heima- manna lítið til að Iífga upp á það. Okkur finnst því annarlegt að um leið og reynt er að gera eitthvað í málinu séu aðilar í þessum bæ sem sjá ofsjónum yfir slíku framtaki og vilji koma í veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum. Við erum að von- um óánægð með slík viðbrögð og áttum satt að segja ekki von á þeim. Þrátt fyrir þetta andstreymi munum við flytja okkar dagskrá á öðrum vettvangi og vonum um leið að þessir menn sem komu í veg fyrir þessa hátíð sjái sóma sinn í því að koma fram með einhverjar uppákomur til upplífgunar menningarlífi bæjarbúa og hafi hugmyndaflug til að slík uppákoma gæti verið í einhverju öðru formi en íþrótta- keppni. Með von um að slíkt endurtaki sig ekki í þessum bæ. Virðingarfyllst. Bjarki Sveinbjörnsson Andrés Helgason _____Lárus Sighvatsson.__________ Skagablaðið Skagablaðið 5 IngóHur HróHsson, hítavertustjóri skrifan Rekstrarerfiðleltar Eins og margir viðskiptavinir hitaveitunnar hafa orðið varir við, hafa orðið truflanir á rekstri hitaveitunnar að undanförnu. Hitinn á vatninu hefur lækkað og þrýstingur fallið. Hitasveiflur hafa fylgt hita- veitunni frá byrjun og eru eðlileg afleiðing þess að valin var „ódýr“ lausn á aðveitulögn. Það var öllum Ijóst frá byrjun að í úrkomu lækkar einangrunargildi jarðvegsins ofan á aðveitulögninni og meiri hiti tapast úr vatninu. Áhrif úrkomunnar eru þó ekki alvarleg, nema um mikla og langvarandi rigningu sé að ræða eða snöggar leysingar. Tvisvar síðan um áramót hefur loka fyrir sírennsli á neysluvatni gert asahláku með tilheyrandi kólnun á vatninu. Helsta vörn hitaveitunnar er að auka vatns- rennslið um lagnirnar eins og hægt er. Það tekur þó alltaf nokkra daga að ná vatnshitanum upp á nýjan leik. Þann 30. janúar gerði asahláku og kólnaði þá hitaveituvatnið mjög hratt. Að morgni þess 31. janúar bilaði rör við Varmalæk. Viðgerð gekk mjög vel, en rennslisstöðvunin jók enn á kæl- inguna. Þann 1. febrúar var dælustöðin við Hafnará gangsett í fyrsta sinn til að auka rennslið til Akraness. Vatnsnotkun á Akranesi var þá um 115 - 120 1/sek á sama tíma og vatnsgeymir við Akranes var hálffullur. Vatnsþrýstingur við bæjarmörk féll þá niður í 3,5 - 4 kg/cm2. Að morgni 3. febrúar sprungu tvö rör í Rudda ofan við Stóra- Kropp. Viðgerð lauk um hádegi, en þá var geymir á Grjóteyri tómur, vatnslaust í Borgarnesi í fyrsta sinn og einungis 20% eða um klukkutíma birgðir í Akran- esgeymi. Þegar þetta er skrifað (á mánudegi) er vatnshiti og birgða- staða að komast í eðlilegt horf. Vatnsnotkun í bænum hefur á þessum vetri orðið miklu meiri en áður. Notkunin er 30% meiri en eðlilegt getur talist miðað við selt magn. Er nú svo komið að vatnið úr Deildartunguhhver er fullnýtt á mesta álagstíma. Ást- æður þessarar miklu vatnsnotk- unar liggja sennilega helst í göll- uðu sölufyrirkomulagi. Neyslu- vatn er ekki mælt eða skammtað, enda á það við eðlilegar aðstæður að vera lítill hluti af notkuninni. Það lýtur þó helst út fyrir að sírennsli á neysluvatni sé mjög algengt. Neysluvatnsforhit- arar, sem orðnir eru mjög margir, viðast oft vera með sí- rennsli á hitaveituvatninu. Sé svo er um að ræða brot á reglugerð hitaveitunnar. Sírennsli á heitu vatni er líka mjög varhugavert gagnvart frárennslislögnum húsa. Hitaveitan biður fólk að Leidrétting Sá misskilningur kom upp í grein Skagablaðsins um gjafir Kvenfélags Akraness til grunn- skólanna, að Byggingarsjóður Húsmæðraskóla Ákraness, sem leystur var upp, var ranglega nefndur Ingunnarsjóður. Sá sjóður er enn til. Varðandi Byggingarsjóðinn var ekki rétt að honum hefði ekkert fé borist utan stofnfram- lagsins. Kvenfélagið aflaði fjártil hans fyrstu árin, einnig bárust í hann gjafir auk þess sem bæjar- sjóður styrkti hann. og aðgæta hvort neysluvatnsfor- hitararnir vinni eðlilega. Skammtar: Hitaveitan miðar hemlun við 77° C vatnshita í dælustöð við Akranes. Undan- farin ár hefur tekist að halda meðalhita hvers mánaðar um eða yfir þessum mörkum. Viðbótar- skammtur er í samræmi við gjaldskrá 6,7% í öllum bænum. Þetta þýðir alls ekki að inn- rennslishitastig sé 77° C, en láta mun nærri að það leiki á bilinu 70 — 75° C. Einstaka hús eru illa staðsett í kerfinu og með langar heimæðar. Þar hefur reynst erfitt að ná upp hita á vatninu. Hitaveitan hefur um nokkurt skeið haft þá vinnu- reglu, að bæta við skammtinn í þeim húsum sem ekki ná 70° C innrennslishita við eðlilegar aðstæður og kaupa lágmarks- skammt samkvæmt áætlun hita- veitunar. Það hefur reynst mörgum erfitt að sætta sig við körfuna um lágmarksskammt, en viðmiðunarmörkin hljóta að vera þau að ekki sé afhent ókeypis vatn fyrr en komið er í það lágmark, sem hús er talið þurfa til upphitunar. Þrátt fyrir þessa leiðréttingu er Ijóst að notendur fá misheitt vatn. Sá mismunur verður ekki leiðréttur nema með breyttu sölufyrirkomulagi. Æski- legt væri að nota mæla, sem mæla rennsli og innrennslishita vatnsins. Lauslega áætlað myndi slík breyting kosta 40 — 60 mili- jónir króna. Nú er í gangi umfangsmikil könnun á hitastigi í dreifikerfi hitaveitunnar. Þegar niðurstöður þeirrar könunar liggja fyrir verður kominn betri grundvöllur til ákvarðanatöku um framhald- ið. Forsala aðgöngumiða á tónleika Artch í Hótel íslandi dagana 1. og 2. mars er hafin á ritstjórn Skagablaðsins. Verð miða kr. 1.500. Pakkatilboð: Miði á tónleikana og rútuíerð kr. 1.950,- ATH! Fyrri tónleikarnir eru ætlaðir unglingum og á þá er ekk- ert aldurstakmark. Seinna kvöldið er aldurstakmark 18 ár. Þungarokksveitin Battery frá Akranesi „hitar upp“ síðara kvöldið. Skagablaðið Ingólfur Hrólfsson, hitaveitustjóri, á skrifstofu sinni. OPINN FUNDUR UM ATVINNUMÁL Kvennalistinn á Vesturlandi heldur fund á gamla sal Fjölbrautaskóla Vest- urlands laugardaginn 11. febrúar kl. 14. Efni fundarins: 1) Ávarp: Danfríður Skarphéðinsdóttir 2) Atvinnuleysi og áhrif þess: Herdís Ólafssdóttir, starfsmaður Verka- lýðsfélags Akraness, og Ragnheiður Þorgrímsdóttir, formaður atvinnu- málanefndar Akraness. 3) Kaffihlé: Valbjörg Kristmundsdóttir spjallar um jafnréttisbaráttu kvenna. 4) Atvinnulausar konur og leiðir til úrbóta: Sigrún Jóhannesdóttir, kenn- ari á Bifröst, Kristín Karlsdóttir frá Seyðisfirði og Málmfríður Sigurð- ardóttir, þingkona Kvennalistans. Állir relkomnir — barnagæsla á staðnum Kvennalistinn á Vesturlandi Þrýstingur: Afköst dælu í dælustöð við Akranes eru miðuð við að halda 5 kg/cm2 þrýstingi við bæjarmörk þegar dæling er 90 — 100 1/sek. og miðlunar- geymir er fullur. Þessi dæling á að tryggja að nægur þrýstingur verði við öll hús í bænum. Þrýst- ingurinn verður ekki sá sami alls- staðar. Það ræðst af hæðarlegu húsa og þrýstifalli í pípum. Það hefur ekki alvarleg áhrif þó þrýstingur lækki nokkuð frá við- miðun. Á sumrin er ekki dælt í dælustöðinni við Akranes og þrýstingur því nokkru lægri en á veturna. Undanfarið hefur borið á vandræðum vegna ónógs þrýst- ings í nokkrum húsum. Þessi lági þrýstingur stafar af gífurlegri vatnsnotkun og lágri stöðu í geymi. Hvað er til ráða? Hitaveitan getur aukið dælingu til að mæta vatnssóuninni í bænum en til þess þarf að breyta dælu í dælu- stöð við Akranes, bæta við stjórnbúnaði í dælustöð við Hafnará og gangsetja á ný bor- holudælu í Laugarholti og dælu- stöð við Brún. Þessar breytingar verða tæpast gerðar á þessum vetri. Besta lausnin er að sjálf- sögðu sú að draga úr óþarfa vatnssóun í bænum. Að lokum biður hitaveitan notendur velvirðingar á þeim óþægindum sem þeir kunna að hafa orðið fyrir og mælist jafn- framt til þess að notendur mis- noti ekki neysluvatnið með því að láta það sírenna. Ingólfur Hrólfsson AMINNING! (GULT SPJALD) Þann 15. febrúar næstkomandi verða reiknaðir dráttarvextir á 1. gjalddaga fasteignagjalda 1989. Þeir aðilar sem enn skulda gjöld frá fyrra ári eru áminntir um að gera full skil nú þegar svo ekki komi til uppboðs á eigum þeirra. Með kærri kveðju, Innheimtufulltrúi. TÓNLISTARSKÓL- INNÁ AKRANESI Á laugardaginn, 11. febrúar, fá nemendur í Tón- listarskólanum góða gesti í heimsókn. Um er að ræða nemendur úr Tónlistarskólanum í Keflavík. í sameiningu ætla þessir skólar að halda músMmd í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 14.30. Þessi fundur er væntanlega upphaf að meiri samskiptum á milli nemenda tónlistarskólanna. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þessi sam- skipti eru velkomnir í safnaðarheimilið á laugar- daginn. NEMENDUR OG KENNARAR T. á. A. Helgartilboð Forréttur: Rækjuumslög á American-sósu. Aðalréttur: Ofn- steikt lambalæri með hvítlaukshjúp og gratineraðri kartöflu. Eftirréttur: Eplabaka með bráðnum ís. ÞETTA ALLTÁ AÐEINS KR. 1850,- Einnig fjölbreytt úrval af pizzum. Fjöldi rétta að auki á „a la carte" matseðli. s ÞT LÉTT OG RÓMANTÍSKT - Sálin hans Jóns míns með þrumuball á morgun, föstudag. Aldurstak- mark 18 árs! Munið naínskírteinin. Laugardagskvöld: Dansleikur frá kl. 23 — 03. HOTELAKRANESS

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.