Skagablaðið - 09.02.1989, Page 9

Skagablaðið - 09.02.1989, Page 9
Skagablaðið 9 í brennidepli Fullt nafn? Indriði Valdim- arsson. Fæðingardagur? 22. des- ember 1948. Fæðingarstaður? Akranes. Fjölskylduhagir? Kvæntur Sigurlaugu Guðmundsdóttir og á 3 börn. Bifreið? Mazda 626 ’88. Starf? Framkvæmdastjóri. Fyrri störf? Unnið við prentstörf. Helsti veikleiki þinn? Þeir eru margir. Helsti kostur þinn? Ennþá fleiri. Uppáhaldsmatur þinn? Smjörgrautur með kanil og saft. Versti matur sem þú færð? Fjallagrasasúpa. Uppáhaldsdrykkur þinn? Mjólk. Uppáhaldstónlist? Bítlarn- ir. Uppáhaldsblað/tímarit/ bók? Ekkert sérstakt. Uppáhaldsíþróttamaður? Jóhann Hjartarson. Uppáhaldsstjórnmálamað- ur? Enginn sérstakur. Uppáhaldssjónvarpsefni þitt? Derrick. Leiðinlegasta sjónvarpsefni að þínu mati? Dallas og Dyn- asty. Uppáhalds útvarps- og sjónvarpsmaður? Jónas Jón- asson og Ólína Þorvarðar- dóttir. Uppáhaldsleikari? Ant- hony Quinn. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Zorba. Hvernig eyðir þú frí- stundum þínum? Með því að komast sem lengst frá síman- um. Fallegasti staður á íslandi? Akrafjall, séð frá Akranesi. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika og hreinskilni. Hvað angrar þig mest í fari annarra? Óstundvísi og þegar menn standa ekki við það sem þeir hafa lofað. Hvað líkar þér best við Akranes? Lyktin frá SFA og staðsetning bæjarins. Hvað líkar þér verst við Akranes? Sorphaugarnir. Hvað myndir þú vilja fá í afmælisgjöf? Köflótta inni- skó. Hvað veitir þér mesta afslöppun? Að hlusta á dætur mínar æfa sig á píanó og klar- inett. Hvaða mál vilt þú að bæjar- stjórn leggi höfuðáherslu á? Finna staðsetningu nýrra sorphauga. tslandsmót yngri flokkanna í innanhússknattsppu um helgina: Tveir íslandsmeistaratitiar Gottgengi strákanna í minni- boltanum Strákarnir í minni-bolt- anum í körfubolta léku tvo leiki um síðustu helgi og unnu báða mjög örugglega. Þarna er á ferð samhentur hópur góðra stráka. Fyrri leikin, gegn IR, unnu þeir 68 : 26, en þann síðari, gegn Val, 56 : 30. Stórir vinningar í báðum tilfellum. Guðmundur Björnsson var stigahæstur gegn IR, skoraði 14 stig, Erlingur Viðarsson skoraði 12, Gunnar 12, Jakob Baldursson 10, Heirnir Helgason 8, Gísli Elmarsson 6, Böðvar Guðmundsson, Benedikt og Ástþór 2 stig hver. Gegn Val var það Erlingur Viðarsson sem skoraði lang- samlega mest eða alls 26 stig. Guðmundur skoraði 10, Jakob 8, Böðvar og Benedikt 4 hvor og þeir Heimir og Gunnar 2 hvor. 12261 Höikuslagur í bríddsinu Það stefnir í hörkuviðureign í Kiwanissalnum að Vesturgötu 48 í kvöld þegar sveitir Vatnsveitu Borgarness og Harðar Pálssonar mætast í 6. umferð Sveitakeppni Bridgefélags Akraness. Borgnesingarnir eru í efsta sætinu eftir 5. umferðina í síð- ustu viku með 102 stig. Sveit Sjóvá, sem einnig á góða mögu- leika á sigri, er í öðru sæti með 95 stig en sveit Harðar, sem á leik til góða, er með 80 stig. Næstu sveitir eru með 77 stig en þar eru á ferð sveitir Þórðar Elíassonar og Árna „Bella- donna“ Bragasonar. Stelpurnar í 4. flokki höfðu mikla yfirburði í sínum flokki og unnu íslandsmeistaratitilinn án teljandi erfið- leika. féllu Skagamömum í skaut Skagamenn gerðu það gott í innanhússknattspyrnunni um helgina og uppskáru tvo Islands- meistaratitla eftir harða keppni. Minnstu munaði að þriðji titill- inn félli þeim einnig í skaut en fádæma óheppni kom í veg fyrir það. Skagastelpurnar í 4. flokki kvenna unnu titilinn án teljandi erfiðleika. Þær höfðu mikla yfir- burði á flestum sviðum, skoruðu 14 mörk en fengu ekkert á sig. Strákarnir í 3. flokki gerðu góða ferð í Mosfellssveitina, þar sem þeir báru sigurorð af Fröm- urum í úrslitaleiknum, 3 : 2, eftir hörkubaráttu. Lánið var hins vegar ekki hlið- hollt stelpunum í 2. flokki kvenna. Eftir að hafa unnið riðil- inn sinn án þess að fá á sig mark máttu þær hafa það að tapa 0 : 1 fyrir KR í úrslitaleiknum. Sigur- markið var að auki einkar slysa- legt. Tapið var kannski ennþá sárara fyrir þá sök, að stelpurnar unnu KR í riðlinum og burstuðu ÍBK, 8 : l,í undanúrslitunum. Af 3. flokki kvenna er það að segja að hann komst í undanúr- slit en féll þar út. Sömu sögu er að segja af 4. flokki karla, sem keppti á Selfossi. Fimmti flokk- urinn náði hins vegar ekki að komast upp úr riðlinum sínum en þeir strákar kepptu í Mosfellsbæ. Badmintonfólk í skriiða Badmintonfólk bæjarins hefur ekki verið ýkja mikið í sviðsljósinu í vetur en á því varð breyting fyrir stuttu er keppnisfólk félagsins fékk nýja glæsilega æfingagalla. Nýju búningarnir eru árangur af starfi foreldrafélagsins, sem naut stuðnings Landsbankans við kaupin. Skagablaðið smellti þessari mynd af hópnum í íþróttahúsinu á mánudagskvöld og ekki ber á öðru en hann taki sig vel út.

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.