Skagablaðið - 17.08.1989, Blaðsíða 4
Skagablaðid
Skagablaðið
NýMómabúð
Ný blómaverslun, Blómahornið, hóf starf-
semi um síðustu mánaðamót. Eigandi er
Svanborg Eyþórsdóttir.
Blómahornið er til húsa að Kirkjubraut
11, þar sem búsáhaldadeild Valhallar var
áður til húsa. Segja má að í Blómahorninu sé
tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið
í blómadeild Valhallar.
Boðið verður upp á afskorin blóm, potta-
blóm, mold, potta og annað tilheyrandi
blómarækt auk þess sem gjafavörur
ýmiskonar verða til sölu, ss. gler og væntan-
lega stál- og kristalvörur.
Blómahornið er opið frá kl. 10 - 18 virka
daga og frá kl. 10 - 16 um helgar.
Svanborg Eyþórsdóttir, eigandi Blómahorns-
ins, fyrir miðri mynd. Til hœgri er María Ól-
afsdóttir, starfsstúlka, og vinstra megin við
Svanborgu er sonur hennar, Ólafur Eyberg.
Sameining!
Frá og með föstudeginum 18. ágúst
sameinum við rekstur verslana okkar og
verður hann á Kirkjubraut 54.
Við þökkum þeim fjölmörgu sem átt
hafa viðskipti við okkur á Skólabrautinni
og vonumst eftir áframhaldandi viðskipt-
um.
Fljótlega lýkur endurbótum og um 150
fermetra stækkun á húsnæðinu á Kirkju-
braut 54. Þá getum við boðið viðskiptavin-
um upp á rúmgóða verslun á góðum stað.
o
C
íitíiri ) in
idmi
/f
Enn er tími til
útimálningar!
1
on
Mikið úrval af málningarvörum
HAGSTÆTT VERÐ
Staðgreiðsluaísláttur
málningarP, _
ipjóndstan hf
Robert Waseige, þjálfari FC Liege, fylgdist með Skagamönnum gegn Fylki:
„Ungt lið Akumesinga gæti
reynst okkur skeinuhætt“
„Ég vanmet alls ekki Akurnesinga, þeir hafa á að skipa ungu og
efnilegu liði sem gæti reyrist okkur skeinuhætt,“ sagði Robert Was-
eige, aðaiþjálfari FC Liege, sem fylgdist með Skagamönnum í leik
þeirra gegn Fylki á laugardaginn. Akurnesingar mæta einmitt FC
Liege í UEFA-keppninni í næsta mánuði.
„Aðstæður hérna á Akranesi hans sagði hann að Sigursteinn
leyfðu ekki góða knattspyrnu
vegna roksins sem var meðan á
leiknum stóð, en samt náðu leik-
menn Akraness að ná ágætis
samleiksköflum.“
Þegar að Waseige var spurður
að því hvaða leikmenn Skaga-
liðsins hefðu vakið helsta athygli
Logi við eitt veggspjaldanna sem FÍI hefur látið útbúa í tengslum við herferð sína.
Gengur vel hjá Sokkaveritsmiðjuimi Trico þrátt fyrir samdiátt um alH land:
Raunaukninq framleiðslu er
ustu 12mánuði
Gíslason væri greinilega mjög
öflugur leikmaður, svo og Ólafur
Gottskálksson marvörður. Þá
væru báðir miðverðirnir, þeir Al-
exander Högnason og Sigurður
B. Jónsson greinilega mjög
sterkir. Waseige sagði að hann
þekkti mjög vel til Karls Þórðar-
son, hann væri stórsnjall
leikmaður og hættulegur hvaða
liði sem væri.
Waseige sagðist samt sakna
þess mjög að fá ekki að líta á
Guðbjörn Tryggvason leika því
hann hefði fregnað að hann væri
einn öflugasti leikmaður liðsins.
Þegar að Waseige var spurður
að þvf hvernig honum litist á að
Evrópuleikurinn færi fram hér á
Akranesi sagði hann, að sér litist
sérstaklega vel á það þetta væri
lítill og vinalegur leikvangur og
hann byggist alls ekki viö neinum
ólátum á leiknum og kímdi um
leið.
Robert Waseige er íslenskum
knattspyrnumönnum í Belgíu vel
kunnugur. Hann hóf þjálfarafer-
ilinn hjá Winterslag, en var síðan
þjálfari hjá Standard Liege á
sama tíma og Ásgeir Sigurvins-
son og síðan hjá Lokeren þegar
að Arnór Guðjohnsen lék með
þeim. Síðan lá leiðin FC Liege,
þar sem hann er nú.
auglýsingar
Til leigu 3ja herbergja íbúð
frá og með mánaðamótum.
Uppl. að Krókatúni 5 (uppi).
Til sölu Ford Bronco Sport,
árg. 1968. Þarfnast góðs eig-
anda. Verð kr. 40 þúsund.
Einnig til sölu 10 gíra kven-
mannsreiðhjól. Verð kr. 10
þúsund. Uppl. í síma 11523.
Til sölu rautt BMX hjól, vel
útlítandi. Ný yfirfarið. Uppl. í
síma 12908.
Til leigu þriggja herbergja
íbúð frá og með 1. septem-
ber. Uppl. í síma 11907.
Óska eftir samleigjanda í
stóra íbúð á Reykjavíkur-
svæðinu. Aðgangur að allri
íbúðinni fylgir. Sanngjörn
leiga. Hentugt fyrir nema
framhaldsskóla. Uppl. í síma
91 - 656704 næstu kvöld og
um helgina.
Fleiri smáauglýsingar eru
á bls. 2.
SNOKERNAMSKEIÐ
Námskeið í snóker hefst iaugardaginn 19. ágúst í Knatt-
borðsstofunni, Vesturgötu 48. Þátttaka tilkynnist fyrir laugar-
daginn 19. ágúst. Nánari upplýsingar á staðnum.
KNATTBORÐSSTOFAN VESTURGÖTU 48,
II. HÆÐ, SÍM113360
Á sama tíma og flest fyrirtæki landsins bera sig aumlega undan
þeim samdrætti sem herjað hefur á gervallt þjóðfélagið síðustu 12
mánuði ber Logi Arnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sokkaverk-
smiðjunnar Trico hér á Akranesi, sig vel. Hann hefur enda ærna
ástæðu til. Á sama tíma og velta margra fyrirtækja hefur staðið í stað
og jafnvel dregist saman frá því á sama tíma í fyrra nemur veltuaukn-
ing Trico um 35%. Að verðbólgu frádreginni er hér um 10 - 15%
raunaukningu á veltu að ræða.
Stillholti 16
Simi 11799
„Þetta helgast að hluta til af
betri nýtingu á starfsfólki og
tækjabúnaði en einnig af þeirri
staðreynd, að framleiðsla okkar
hefur unnið sér sess sem gæða-
vara. Hluta af þessu má eflaust
einnig rekja til ákveðinnar hag-
ræðingar sem gerð hefur verið á
sölukerfi fyrirtækisins," sagði
Logi er Skagablaðið ræddi við
hann í vikubyrjun.
Hámarksnýting
„Við erum núna um það bil að
ná hámarksnýtingu á tækjabún-
aði miðað við núverandi vinnutil-
högun og sú aukning sem kann
að verða héðan í frá kallar á
lengri vinnutíma eða aukinn
tækjakost,“ sagði Logi ennfrem-
ur.
Tveir menn starfa við prjóna-
skapinn hjá Trico en 5 - 6 konur
vinna í fullu starfi við sauma-
skap, frágang og pökkun á fram-
leiðsluvöru fyrirtækisins.
En hver er þessi hagræðing í
sölukerfinu? Skagablaðið innti
Loga eftir því.
„Þar er kannski fyrst til að
telja aukna þjónustu okkar við
þær verslanir sem kaupa af okkur
sokka, sér í lagi við Hagkaup. Til
þess að koma til móts við versl-
unina, sem er stærsti söluaðili
okkar á landinu, höfum við m.a.
breytt vöruheitakerfi okkar
þannig að vöruheitin eru nú þau
sömu og hjá Hagkaupum. Fyrir
okkur sjálf erum við svo áfram
með önnur vöruheiti. Þetta hefur
fallið í mjög góðan jarðveg hjá
þeim Hagkaupsmönnum og spar-
að þeim ómælda vinnu. Annað
atriði sem við höfum gert til hag-
ræðingar er það, að Trico fær
vikulega birgðaútskrift frá Hag-
kaupum og þannig getum við
fylgst mjög vel með hvernig var-
an okkar hreyfist. Hvoru tveggja
hefur gefist mjög vel og skilað
sér í aukinni sölu.“
Um þessar mundir er verið að
ganga frá hlutafjáraukningu í
Trico eins og Skagablaðið skýrði
frá í síðustu viku. Um er að ræða
2 milljóna króna aukningu, úr
3,5 milljónum í 5,5 milljónir. Af
þessum tveimur viðbótarmilljón-
um ætlar Atvinnuþróunarsjóður
að kaupa hlutafé fyrir 1200
þúsund, eldri hluthafar fyrir 500
þúsund og nýr hluthafi kemur
svo inn með 300 þúsund krónur.
Skuldir greiddar
„Þetta nýja hlutafé kemur sér
mjög vel og verður að mestu nýtt
til þess að greiða niður skuldir
sem fyrirtækið hefur dregið á eft-
ir sér síðustu ár og má rekja til
byggingar húsnæðisins yfir starf-
semina. Hagur fyrirtækisins
kemur til með að rýmkast veru-
lega við þetta og við erum bjart-
sýn á framhaldið."
Að sögn Loga er stefnt að því
að auka framleiðsluna um 10% á
ári næstu tvö ár. Eftir það er gert
ráð fyrir að þróunin verði hæg-
ari. Sem stendur framleiðir fyrir-
tækið 250 þúsund pör af sokkum
á ári eða því sem næst eitt par á
hvert mannsbarn á landinu.
Samkeppni
En hvað með samkeppnina
við innflutta sokka? Logi var
spurður út í það atriði.
„Það er sárgrætilegt fyrir
okkur, sem leggjum okkur fram
um að framieiða gæðavöru, að
fylgjast með því gífurlega magni
ódýrra sokka sem flutt er til
landsins. Sérstaklega eru það
margar tegundir innfluttra frotté-
sokka sem eru lélegar. Þeir eru í
mörgum tilvikum framleiddir úr
afgangsbómull sem vönduð
prjónafyrirtæki myndu ekki líta
við. Þegar við bætist svo lágur
framleiðslukostnaður leiðir það
af sér mjög ódýra vöru.
Út úr búð kosta þessir inn-
fluttu sokkar oft ekki nema
helming af því sem okkar kosta.
Og þegar haft er í huga að end-
ing okkar sokka er allt frá því að
vera þrefalt og upp í jafnvel tífalt
meiri er ávinningurinn af því að
kaupa innfluttu sokkana vafas-
amur.“
ts3C3ppT:r~ai__i~~nnrn i ii iTfnmn'
fhhIW ri Mfi nrl Pln n fIfIfI
raiaei ta öq taca otsj ta tatsjtsj-
r.E3E3Bl Fl HbI HfI FIFÍ Fl RFIfI
rrc n n. ú a a
Æviskrár MA-stúdenta
II. bindi er komið út
Bókin er 606 bls. með 532 myndum og nær yfir árin 1945 - 1954.
Næstu vikur verður bókin seld á áskriftarverði hjá forlaginu að Engjateigi 9 í Reykjavík (sími 91 - 686150) og
hjá ritstjóranum, Gunnlaugi Haraldssyni, Esjuvöllum 20 á Akranesi (sími 93 - 12304).
Örfá eintök eru enn óseld af I. bindi (1927- 1944) og geta nýir áskrifendur tryggt sér eintak á meðan upplag
endist.
SUNDNÁMSKEE)
Sundnámskeið fyrir börn, 5 ára og eldri (fædd
1983 eða fyrr), hefst í Bjarnalaug mánudaginn
21. ágúst kl. 10.
Innritun fer fram í Bjarnalaug mánudaginn
21. ágúst frá kl. 10 - 12 (ATH! Mæta með sund-
föt við innritunina).
Lengd námskeiðsins er 10 stundir. Leiðbein-
andi er Helgi Hannesson.
Þátttökugjald, kr. 1000,-, greiðist við innrit-
un.
íþrótta- og æskulýðsneínd
Sundnámskeið
fyrir fullorðna
Ef næg þátttaka fæst verður haldið 10 stunda
sundnámskeið fyrir fullorðna í Bjarnalaug í hádeg-
inu virka daga (frá kl. 12.10- - 12.50) frá 25. ágúst
nk.
Innritun fer fram í Bjarnalaug frá kl. 10 - 12
mánudaginn 21. ágúst nk. Leiðbeinandi: Helgi
Hannesson.
Þátttökugjald, kr. 1000,-, greiðist við innritun.
íþrótta- og æskulýðsnefnd
Rusliðsettí
annaira gáma
Talsverð brögð hafa verið að
því að bæjarbúar hafi stytt sér
leið með rusl og sett það í gáma,
sem liiti og þessi fyrirtæki bæjar-
ins hafa tekið á leigu.
í stað þess að fara með það inn
á ruslahauga hafa bæjarbúar
sparað sér sporin með þessu og
valdið leigjendum gámanna
óþægindum. Vinsamleg tilmæli
eru að þeir sem hlut eiga að máli
láti af þessari venju.
Trico með í átaki iðnrekenda
Sokkaverksmiðjan Trico er
eina fyrirtækið á Akranesi sem
átt hefur beinan þátt að átaki því
sem Félag íslenskra iðnrekenda
hefur staðið fyrir og miðar að því
að vekja athygli á íslenskri iðn-
framleiðslu á neytendamarkaði.
Logi Arnar Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, hef-
ur að auki átt sæti í sérstakri
nefnd sem sett var á laggirnar til
þess að stýra þessu átaki.
Nefnd þessi var sett saman í
október í fyrra og kölluð „ráð-
gjafanefnd fyrirtækja á neyt-
endamarkaði“. Hún stóð fyrir
heljarmikilli kynningarherferð
fyrir síðustu jól og um páskana
var minni útgáfa hennar í gangi.
Um síðustu helgi fór hún af stað
á ný.
Herferðin miðar að því að
upplýsa neytendur um að með
því að kaupa innienda vöru eru
þeir að skapa atvinnu. Um leið
hefur verið lögð áhersla á að efla
vitund starfsmanna í íslenskum
iðnaði á því að bætt vinnubrögð
leiða af sér betri vöru.
Þakka innilega auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við and-
lát og útför sonar míns
HAFÞÓfíS GUÐMUNDSSONAR
VÍÐIGRUND 1, AKRANESI
Sérstakar þakkir fá skólasystkini, vinir og jafnaldrar hins
látna.
Einnig sérstakar þakkir til íbúanna við Víðigrund.
F.h. vandamanna
Guðmundur S. Guðmundsson
STJÓRN VERKAM ANN ABÚST ADA
Á AKRANESIAUGLÝSIR:
eftir umsóknum um íbúðir í verkamannabústöðum
Með tilvísun til 54. gr. laga nr. 86/1988 um Húsn-
æðisstofnun ríkisins um könnun á þörf fyrir félagsleg-
ar íbúðir er hér með óskað eftir umsóknum um íbúðir,
sem kunna að vera til ráðstöfunar á vegum stjórnar
verkamannabústaða á næstu missserum.
Réttur til kaupa á íbúðum í verkamannabústöðum
er bundinn við þá sem uppfylla eftirtalin skilyrði:
a) Eiga lögheimili á Akranesi.
b) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eigu í öðru
formi.
c) Hafa haft í meðaltekjur þrjú síðustu árin (1986 -
1988) áður en úthlutun fer fram eigi hærri fjár-
hæð en svarar kr. 974.667,- fyrir einhleyping
eða hjón og kr. 88.800,- fyrir hvert barn á fram-
færi innan 16 ára aldurs.
Athygli er vakin á því, að eldri umsóknir þarf að
endurnýja þannig að þær komi til greina við úthlutun.
Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofuna á eyð-
ublöðum sem þar fást fyrir 10. september næstkom-
andi.
BÆJARRITARI