Skagablaðið


Skagablaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 VERÐ KR. 135,- Óvenjuleg reynsla Karls Þórðarsonan Danski bekkurinn sem sótti jafnaldra sína í Grundaskóla heim. Danskur bekkur í hensókn Hópur skólakrakka frá Dan- mörku kom í síðustu viku hingað Bömræstu brunakerfi Börn ræstu brunakerfi Dvalarheimilisins Höfða fyr- ir skömmu með þeim af- leiðingum viðvörunarkerfi fór í gang og eldvarnarhurðir læstust. Að sögn Ásmundar Ólafs- sonar, framkvæmda- stjóra dvalarheimilisins, hafa því miður verið brögð að því að undanförnu að börn hafi gert óskunda við heimilið. Sagði hann stutt síðan að bifreið heimilisins hefði verið skemmd. Ásmundur sagði að börnin bæru almennt hlýhug til heimilisins og fólksins þar, en vildi beina því til foreldra að þeir brýndu fyrir börnum sínum að ganga vel um þar sem annars staðar. til Akraness í heimsókn til jafn- aldra sinna í tíunda bekk Grundaskóla. Krakkarnir héldu utan á ný í dag eftir skemmtilega dvöl á fslandi. Skagablaðið hafði samband við Silju Hrólfsdóttur, formann nemendaráðs Grunda- skóla, og spurði hana um ástæðu þessarar heimsóknar. Silja sagði að þessir krakkar, sem væru frá skóla í Slanger- up, hefðu ákveðið að safna fyrir utanlandsferð fyrir nokkrum árum. ísland varð fyrir valinu hjá þeim þar sem enginn þeirra hafði komið hingað áður. Það var fyrir tilstilli Lars Andersen, kennara, að bréfaskriftir hófust á milli nemendanna. Alls komu hingað 17 krakkar á miðvikudag í síðustu viku, fjór- tán stelpur og þrír strákar. Krakkarnir í Grundaskóla tóku á móti þeim á Akraborgarbrygg- unni með glæsibrag, veifandi dönskum fánum. Danirnir fóru í tveggja daga ferð um Snæfellsnesið á föstudag og laugardag. Þau fóru síðan héðan á sunnudag og héldu til Vestmannaeyja, þar sem þau voru fram á miðvikudag. Þau höfðu á orði að þau hefðu skemmt sér kounglega hér en fannst veðrið helst til leiðinlegt. Þess má að lokum geta, að í at- hugun er að nemendur frá Grundaskóla fari utan til Dan- merkur næsta vor til þess að endurgjalda heimsóknina. Fékk gutt og rautt spjakl en lék áfram Það er ekki oft sem Karl Þórðarson hefur fengið gul spjöld á leikferli sínum, hvað þá rauð, enda er hann með prúðari leik- mönnum. í síðasta leik Skagamanna, gegn FH í Hafnafirði, fékk hann þó að sjá bæði spjöldin og eiga þau! Þegar örskammt var til leiksloka, stöðvaði dómarinn, Guð- mundur Haraldsson, leikinn, kallaði Karl til sín, sýndi hon- um umsvifalaust gula spjaldið og síðan það rauða. Karl sagði í samtali við Skagablaðið að hann hefði ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið þegar Guðmundur lyfti spjöldunum, en hann hefði síðan brosandi rétt sér spjöldin og sagt að hann mætti eiga þau þar sem hann þyrfti ekki á þeim að halda lengur. Síðasti leikur hans í 1. deild væri að baki. Karl sagðist ekki hafa tekið eftir því, hvað stóð á spjöldunum fyrr en hann kom inn í búningsklefann eftir leikinn. Á gula spjaldinu stóð: „Karl Þórðarson, 89. mín. Loksins náði ég þér. Kær kveðja Guðmundur Haraldsson," og á því rauða stóð: „Karl Þórðarson 90. mín. Þakka drengilega keppni í gegnum tíðina. Guðmundur Haraldsson.“ Gamla bæjarhúsid sett og lögreglan á götuna Samkomulag hefur tekist á milli Akraneskaupstaðar og Myndabandaleigunnar Áss um að sölu á gamla bæjarhúsinu, Kirkjubraut 8, með þeim fyrir- vara að tónlistarskólinn fái að vera áfram í húsinu í einhvern tíma. Söluverð hússins er 6 milljónir króna. Um er að ræða alla húseignina utan hluta þess, sem fangageymslurnar lögreglunnar eru nú í, svo og bílageymslur hennar sem hvoru tveggja er í eigu ríkisins. Salan á húsinu þýðir það að lögreglustöðin er á götunni frá og með 1. apríl. Leigusamningi hennar hefur verið sagt upp. Óljóst er hvert hún kemur til með að flytja. Ríkið á húsnæði að Þjóðbraut 13, sem hugsað hafði verið undir nýja lögreglustöð. Samkvæmt heimildum Skaga- blaðsins nú munu í gangi þreif- ingar um annað húsnæði fyrir lögreglu og bæjarfógeta. Strönd loefst bóta fyrír fisk sem fargað var vegna rauðmunnaveiki: » Veljum fiskitm sjáffir' í Fiskeldisfélagið Strönd hcfur Að sögn Guðmundar Guðjóns- krafið Reykvíska endurtryggingu sonar, stjórnarformanns félags- um bætur fyrir físk, alls 50.000 ins hefur svar enn ekki borist frá stykki, sem skera varð niður tryggingafélaginu. vegna rauðmunnaveiki i sumar. Akraprjón gjaldþrota Akraprjón hefur verið úrskurðað gjaldþrota og var fyrirtækið innsiglað af fógeta nú í vikunni. Fyrirtækið freistaði þess að ná nauðarsamningum við helstu körfuhafafa en tókst ekki. Skuldir umfram eignir eru taldar á milli 50 og 60 milljónir króna. Fiskurinn sem skera varð nið- ur í sumar var bótafiskur fyr- ir bótafisk sem kom í stað fiskjar sem varð að skera. Sá fiskur sem Strönd fær nú ef allt gengur eftir verður því þriðja kynslóð bóta- fiskjar. „Það er þó víst, að við látum ekki velja ofan í okkur fisk einu sinni enn og viljum hafa hönd í bagga og velja fiskinn sjálfir sem við fáum í bætur," sagði Guð- mundur í samtali við Skagablað- ið í gærkvöld.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.