Skagablaðið


Skagablaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 6
6 Skagablaðið Skólamót GoHsambands íslands á Garðavelli: Sveit Fjöíbrautaskóla VestuHands sigraði Sveit Fjölbrautaskóla Vestur- lands sigraði í Skólamóti Golf- sambands íslands, sem fram fór hér á Akranesi um helgina. Þetta var annað árið í röð sem syeit FV sigrar. Sveit Verslunarskóla ís- lands vann sér aftur á móti rétt til þátttöku á alþjóðlegu móti skóla- sveita í Englandi á vori kom- anda. Heildarskor sveitar FV var 237 högg en í 2. sæti varð sveit Verslunarskóla íslands á 243 höggum. í 3. sæti varð síðan sveit Grundaskóla á Akranesi með 246 högg. Árangur þeirrar sveitar er mjög eftirtektarverður því Grundaskóli er grunnskóli, hinir allir framhaldsskólar. Fjórða sætið skipaði svo sveit Verkmenntaskólans á Akureyri með 256 högg. Fleiri sveitir mættu ekki til leiks. Sigursveit Fjölbrautaskóla Vesturlands skipuðu Hjalti Niel- sen, Þórður Emil Ólafsson, Ingi Rúnar Gíslason og Willy Blum- enstein. Árangur þriggja bestu gilti. Bestum árangri einstaklinga náði Haukur Óskarsson, VÍ, með 75 högg. Hjalti Nielsen, FV, lék á 77 höggum. Aukaverðlaun mótsins en jafnframt þau eftirsóknarverð- ustu féllu sveit Vf í skaut. Sam- kvæmt reglum mótsins vinnur það lið, sem best leikur og er skipað leikmönnum sem ekki hafa náð 18 ára ,aldri, sér þátt- tökurétt í alþjóðlegu skólamóti á Sunningdale-golfvellinum í Englandi í maí 1991. Sveit FV hefur leikið á þessu móti fyrir ís- lands hönd sl. tvö ár. Æfingatafla handboltans Hjalti Nielsen lék best í liði FV. Eins og fram kom í síðasta Skagablaði eru æfingar hafn- ar af fullum krafti hjá Handknatt- leiksfélagi Akraness. Hér á eftir fer tafla yfir æfingatíma hand- boltans í vetur. 6. flokkur drengja Miðvikudaga kl. 18.45 - 19.30 Laugardaga kl. 10.00 - 11.00 5. flokkur drengja Mánudaga kl. 20.30 - 21.30 HALFT í HVORU Á AKRAHESI! Hin stórgóða sveit Hálft í hvoru skemmtir á Bárunni annað kvöld, föstudagskvöld. Gísli Helgason, Eyjólfur Kristjánsson og félagar í banastuði! KOMIÐ 06 5JÁIÐ SVEIT EIHS 06 ÞEIR 6ERAST BESTARÁ PÖHBUHUM! Miðvikudaga kl. 20.30 - 21.30 Laugardaga kl. 11.00 - 12.00 5. flokkur stúlkna Þriðjudaga kl. 17.0 - 17.45 Miðvikudaga kl. 18.00 - 18.45 Laugardaga kl. 14.00 - 15.00 4. flokkur drengja Mánudaga kl. 21.30 - 22.30 Miðvikudaga kl. 21.30 - 22.30 Laugardaga kl. 12.00 - 13.00 4. flokkur stúlkna Mánudagur kl. 21.30 - 22.30 Föstudagur kl. 17.30 - 18.30 Laugardagur kl. 13.00 - 14.00 3. flokkur drengja Mánudagur kl. 17.00 - 18.00 Miðvikudagur kl. 16.00 - 17.00 Laugardagur kl. 15.00 - 16.00 3. flokkur stúlkna Mánudagur kl. 17.45 - 18.30 Miðvikudagur kl. 17.00 - 18.00 Föstudagur kl. 16.40 - 17.30 2. flokkur drengja Fimmtudagur kl. 17.00 - 18.30 Laugardagur kl. 16.00 - 17.00 1. flokkur karla Mánudagur kl. 18.30 - 19.30 Laugardagur kl. 17.00 - 18.00 Þeir tímar sem eru skáletraðir eru í íþróttahúsinu við Vestur- götu, hinir eru í húsinu að Jað- arsbökkum. LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA —Málflutningur, innheimtur, skjalagerð, búskipti •r-f-r Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 o <L Tryggt/i Bjarnason, hdl. JL.. Símar 12770 og 12990 Viðtalstímar frá kl. 14.30 - 16.00 eða eftir nánara samkomulagi. Bílaleiga - bílaverkstæði Allar almennar vidgerðir. ^attin9ar °9 sprautun. j wma V/SA 1 ■■■■i EUOOCABD BRAUTIN HF. Dalbraut 16 S 12157 láhð plyiv FAGMENN rJIÍTr VINNA PRENTVERK VERKIÐ AKRANESS HF. TÆKJALEIGA Nýleg og öflug tæki. Opið alla dagafrá kl. 13-22. TÆKJALEIGAN AKRANESI Kirkjubraut 11 S 12950 Jaðarsbakkalaug Jaðdrsbakkalaug er opin alla uirka daga frá kl. 7 til 21, laugar- og sunnudaga frá kl. 9 til 16. VÉLAVINNA Leigjum út flestar gerðir vinnu- SJCÍIFI AN' v^a' ®nnumst jarðvegsskipti ,'U| \Jv ogútvegummöl sandog mold. s^Soo9 Fljót 09 örug9 Þiónusta’ Erling Pálsson Valdís Valgarðsdóttir Guðbjörn Tryggvason reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Valdísi Valgarðsdóttur í getraunaleiknum um helgina. Valdís sigraði léttilega, 7 : 3, og mætir um næstu helgi Erling Pálssyni, Ella á Lindási, en Guðbjörn útnefndi hann arftaka sinn. Skagablaðið sá ástæðu til þess að geta þess í síðasta blaði að Sæmundur Víglundsson, eiginmaður Valdísar, kæmi hvergi nærri tippinu hennar. Þessar upplýsingar urðu einum lesanda til- efni til þess að setja saman vísu, sem blaðinu barst í vikunni. Hún er svohljóðandi: Ef vinningur konunnar verður nú stœrri, víst er að jafnrétti stundað þó var, því tippinu hennar hvergi kom nœrri karlinn hinn getspaki Valdísar. Frammistaða Valdísar fyrstu tvær vikurnar í getraunaleiknum hefur vakið tippara til umhugsunar um hvort konur séu almennt skæðari tipparar en karlar. Staðreyndin er nefnilega sú að konur hafa náð bestum árangri í getraunaleik Skagablaðsins á liðnum árum. Hvort Valdís heldur áfram á sömu braut vitum við ekki enn en upphafið lofar góðu. Það styrkir líka trú okkar á góðum árangri hennar að mótherjinn tippar ekki einu sinni á sína menn, West Ham. En kíkjum á leikina: Erling Valdís Aston Villa —OPR 1 1 Chelsea — Manchester City 1 1 Everton — Liverpool 2 2 Luton — Coventry X X Manch. Utd. —Southampton 1 1 Norwich — Derby 1 1 Nottm. Forest — Arsenal 2 2 Tottenham — Crystal Palace 1 1 Wimbledon — Sunderland 1 1 Leicester — Sheffield Wed. 2 X Middlesbrough — Oldham 2 X Newcastle — West Ham 1 1 Aðalfindur Körfuknattleiksféiags Akraness: Ragnar var endur- kjörínn formadur Ragnar Sigurðsson var kjörinn formaður Körfuknattleiksfélags Akraness á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Ragnar er öllum hnútum kunnugur innan körfu- knattleiksins en að öðru leyti er stjórn félagsins skipuð nýjum mönnum. araformaður stjórnarinnar er Kristján Ólafsson, gjald- keri Egill Ragnarsson, ritari Jó- hannes Helgason og spjaldskrár- ritari Hörður Harðarson. Eins og fram hefur komið í Skagablaðinu hafa þjálfarar ver- ið ráðnir fyrir alla flokka. Fram- undan er mikið átak í þá veru að lyfta körfuknattleiknum úr þeirri lægð sem hann hefur verið í undanfarin ár. Auk stjórnarinnar verður starfandi bakvarðasveit í vetur. Ragnar sagðist í samtali við Skagablaðið vænta mikils af sam- starfinu við þann flokk. Ragnar vildi að endingu koma því á framfæri til körfuknatt- leiksáhugamanna á Akranesi að þeir styddu vel við bak íþróttar- innar í vetur, m.a. með því að sækja vel leiki Skagamanna í 2. deildinni. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum fyrir áhorfend- ur á leikjunum í vetur. í s: i 12261

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.