Skagablaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 8
W« Skagablaðið
Þarfaþjóm verður safhgripur
Gamli slökkviliðsbíllinn, sem gegnt hefur Skagamönnum um langan aldur, eða allt frá 1947, hefur
fengið nýtt hlutverk sem safngripur á Byggðasafninu að Görðum. Bíllinn, sem er af Chevrolet-
gerð, kom frá Kanada til íslands. Hin síðari ár hafa aðrir og nýrri bílar tekið af honum helsta álagið
en sá gamli alltaf verið til taks. Myndin hér að ofan var tekin í vikubyrjun rétt áður en hafist var handa
við að taka ofan af bílnum skyggnið og fleira til þess að koma mætti honum í hús hjá byggðasafninu.
Guðmundur Þór Sigurbjörnsson, áhaldavörður Akranesbæjar, stendur hér hjá bílnum.
Töh/utækni í gagn-
id á hafnarvoginni
Nýr tölvubúnaður frá Póls-
tækni var formlega tekinn í notk-
un á hafnarvoginni sl. föstudag.
Um leið voru gömlu vigtarhaus-
arnir fjarlægðir en sjálf vogin er
hin sama og áður.
Arsæll Valdimarsson á hafnar-
voginni sagði í samtali við
Skagablaðið, að veruleg þægindi
yrðu samfara nýja tölvuvigtunar-
kerfinu. Hægt yrði að skrifa út
aflamagn hvers dags og síðar
meir yrði hægt að fá útprentun á
afla hvers einstaks báts yfir til-
tekinn tíma.
Kjartan Guðjónsson á hafnarvoginni við
nýja tölvukerfið.
Guðbjöm T,
hættirekki
Guðbjörn Tryggvason,
einn leikreyndasti leikmaður
Skagaliðsins í knattspyrnu,
er hættur við að leggja skóna
á hilluna. Hann hafði fyrr í
sumar lýst því yfir í DV að
hann hygðist hætta í haust.
Guðbjörn sagði í stuttu
samtali við Skagablaðið
að hann teldi sig ekki geta
hætt á sama tíma og Akranes
hefði fallið í 2. deild. „Maður
á orðið það mikið í þessu liði
að það er ekki hægt að hætta
núna,“ sagði Guðbjörn.
Eftir því sem Skagablaðið
kemst næst ætla allir leik-
menn Skagaliðsins að leika
áfram næsta sumar nema
hvað Gísli Sigurðsson, mark-
vörður, kann að vera á
förum. Hann lék áður með
Tindastóli.
Starfsemi Skagaleikflokksins á fulla ferð á ný eftir sumardvalann:
Verk Krisb'nar og Iðuimar Steins*
dætra fmmsýnt undir lok október
Skagaleikflokkurinn frumsýnir í lok október leikrit þeirra systra
Kristínar og Iðunnar Steinsdætra, Anna (19. júní), í leikstjórn
Oktavíu Stefánsdóttur. Æfingar eru þegar hafnar. Skagablaðið leit
inn á æfingu í fyrrakvöld og spjallaði stuttlega við Oktavíu, sem ekki
hefur síður getið sér gott orð sem jasssöngkona en leikstjóri.
Oktavía sagðist hafa útskrif-
ast sem leikari fyrir margt
löngu en haldið til Danmerkur
árið 1972, „flaug á vængjum ást-
arinnar," sagði hún.
í Danaveldi dvaldi Oktavía í
hartnær ellefu ár uns hún sneri
heim á ný af fjölskylduástæðum.
Eftir að heim var komið tók hún
til við leikstjórn, sem hún hafði
stundað í Danmörku, og hefur
stjórnað uppsetningu leikrita
víða um land, ekki hvað síst á
Vestfjörðum.
En er ekki erfitt að leikstýra
úti á landi? Skagablaðið spurði
Oktavíu að þessu.
„Það er vissulega erfitt, mun
erfiðara en að leikstýra í Reykja-
vík en ég er hrútur og vil ráða.
Erfiðleikarnir við að leikstýra úti
á landi stafa að hluta til af því að
leikararnir eru óreyndari, en
ekki kannski síður hinu, að leik-
stjóri þarf að vera leikmynda-,
búninga- og ljósahönnuður allt í
senn, samhliða leikstjórninni. Á
móti kemur hins vegar að maður
mætir meiri eldmóði og áhuga en
búast má við í atvinnuleikhúsum.
Áhugaleikarar eru tilbúnir til að
leggja ótrúlegt erfiði á sig. En
það erfiði skilar sér allt í gleðinni
sem fyllir hjartað við klapp frum-
sýningargestanna,“ sagði Okta-
vía.
Leikritið Anna eða 19. júní
eins og það hefur einnig verið kall-
að var fyrst skrifað fyrir útvarp
og flutt á kvennadaginn 19. júní.
Oktavía leikstýrði verkinu síðan
í fyrsta sinn á Höfn í Hornafirði
fyrir tveimur árum. Þar voru
samdir við það söngvar og höf-
undarnir bættu inn söngtextum. í
uppfærslunni þar var nafninu
breytt í 19. júní. Það sama nafn
var einnig notað þegar Oktavía
setti verkið upp á Hvammstanga
fyrr á þessu ári.
En hver er þessi Anna? Okta-
vía var spurð út í það.
„Anna er útivinnandi húsmóð-
ir, sannkölluð fyrirmyndar eigin-
kona, sem fórnar öllu fyrir börn-
in sín og heimilið. Leikritið fjall-
ar um sunnudag í lífi hennar, 19.
júní. Þetta er létt og skemmtilegt
verk með alvarlegu ívafi, sem
höfðar til allrar fjölskyldunnar.
Ég verð að segja það að ég hef
ekkio síður gaman af textanum
núna en þegar ég setti verkið upp
fyrst fyrir tveimur árum.t text-
anum er fjallað af skilningi um
fjölskyldulífið en það er stutt í
brosið.“
Oktavía Stefánsdóttir, leikstjóri.