Skagablaðið


Skagablaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 7
Skagablaðið Fullt nafn? Guðmundur Þorvaldsson. Fæðingardagur og fæðing- arstaður? 31. janúar 1965 á Akranesi. Fjölskylduhagir? Kvæntur Ásdísi Óskarsdóttur. Starf? Starfsmaður íslands- banka. Stundar þú einhverja lík- amsrækt? Það fer frekar lítið fyrir því. Besti og versti matur sem þú færð? Mér finnst besti maturinn vera maíshæna og smokkfiskur en slátur þykir mér verst. Besti og versti drykkur sem þú færð? Mér finnast margir drykkir góðir en flest rauðvín vond. Síðasta hljómplata sem þú hlustaðir á? Plötuspilarinn er búinn að vera bilaður lengi. Síðasta myndbandsspúla sem þú sást? Lethal Weapon 2. Hvaða bók lastu síðast? Visnaðu eftir Stephen King. Uppáhaldsíþróttamaður? Enginn sérstakur. Hvað horfir þú helst á í sjónvarpi? Ýmsar sakamála- myndir. Hvaða sjónvarpsþáttur fær þig til þess að slökkva á sjón- varpinu? Bein útsending í fót- bolta. Uppáhaldsleikari? Sigurður Sigurjónsson. Hvaða grínisti fær þig til þess að hlæja? I’eir eru iðnir við það Spaugstofumenn. Hvemig eyðir þú frístund- um þínum? í rólegheitum heima eða í JC stússi. Fallegasti staður á íslandi? Þórsmörk af þeim stöðum sem ég hef komið á. Hvaða mannkosti metur þú mest? Hreinskilni og hciðar- leika. Hvað líkar þér best við Akranes? Allt. Hvað finnst þér vanta á Akranesi? Meiri atvinnu og meira logn. Hvað myndir þú vilja fá í afmælisgjöf? Ársáskrift að Andrési Önd. Hvað veitir þér mesta af- slöppun? Rólegt kvöld í góðra vina hópi. Ertu góður bílstjóri? Ég hef enn ekki lent í árekstri og læt það nægja sem svar við spum- ingunni.______________________ ji AUKUM ÖRYGGI || 111 VETRARAKSTRIII NOTUM ÖKUUÖSIN ALLAN SÖLARHRINGINN Vetrarstarf Kirkjukórs Akraness hafið: FJölbreytt verk- efni á efnisskrá Vetrarstarf Kirkjukórs Akra- ness er nýhafið. Á efnisskránni í haust má nefna mótettu eftir Melchior Frank, sem flutt verður við guðsþjúnustu þann 7. októ- ber, Missa Brevis eftir Josef Haydn, fyrir sópransóló, kúr og hljómsveit, sem flutt verður við guðsþjúnustu á Kirkjudaginn 4. nóvember, og árlega aðventu- og jólatónleika, verða í kirkjunni þann 5. desember. Kórinn æfir að meðaltali einu sinni í viku, ýmist á þriðju- dags- eða fimmtudagskvöldum frá kl. 20 - 22. Áhugi er fyrir því að bæta við fólki í allar raddir í kórnum og gefa þeim sem langar að spreyta sig á skemmtilegu kórstarfi möguleika á að ganga þessu við hann fyrir verkefni. í kjölfarið getur söngfólk síðan ákveðið hvort það hefur áhuga á að vera með áfram. Einnig er þetta hugsað fyrir þá sem langar til að syngja en vilja ekki binda sig varanlega. Gefin hefur verið út nákvæm æfingaskrá þannig að þeir sem áhuga hafa á að vera með geta séð æfingatöflu fyrir þá rödd sem þeir kæmu til með að syngja. Þá er rétt að geta þess að kórstarfið gefur einingu fyrir nemendur Fjölbrautaskólans. Þeir sem áhuga hafa á frekari Vetrarstarfið við Akraneskirkju er að kom- ast á skrið. upplýsingum og vilja ganga til liðs við kórinn geta haft samband við Jón Ólaf Sigurðsson, söng- stjóra í síma 12996 eða 13291. Einnig má hafa samband við formann kórsins, Magneu Sig- urðardóttur í síma 11682 eða ein- hvern kórfélaga sem viðkomandi þekkir. Æfiaaðstofna bamakór við Akraneskiriqu Fyrirhugað er að stofna barna- kór við Akraneskirkju. Miðað verðurvið lágmarksaldur8-9árog iyi>p í um það bil 12 ára. Inntöku- kvöfur verða þær helstar að börnin séu orðin nokkurn veginn læs og séu samviskusöm. Æft verður á miðvikudögum kl. 17 - 18 í safnaðarheim- ilinu Vinaminni. Þá kemur hluti kórsins til mcð að leiða sögn við barnaguðsþjónustur en í upphafi verður lögð áhersla á þjálfun og undirbúning aðventunnar. Allar nánari upplýsingar veita Jón Ólafur Sigurðsson í síma 12996 eða 13291 og séra Björn Jónsson í síma 13290 eða 11040. Innritun ferfram næstkomandi þriðjudag, 25. september, á milli kl. 17 og 18 í Vinaminni og eru börn á fyrrgreindum aldri hvött til að vera með. KONUR! Nú er aö hefjast krabbameinsskoðun á Heilsu- gæslustöð Akraness. Allar konur sem ekki hafa komið í skoðun síðast- liðin tvö ár eru hvattar til að panta tíma í síma 12311. Heilsugæslustöðin Peiusala Uons Hin árlega perusala Lions- manna verður nú um helgina. Að vanda stefna Lionsmeðlimir að því að heimsækja hvert hús á Skaganum og bjóða þeim perur til kaups. Taflfélag Akraness: Vetrarstarfið er að hefjast Vestrarstarf Taflfélags Akra- ness er að hefjast um þessar mundir. Æfingar byrja með 15 mínútna skákmóti næstkomandi þriðjudagskvöld. Teflt verður í B-álmu Grundaskóla og hefst taflmennskan kl. 20. Eins og undanfarin ár stefnir félagið að því að taka þátt í deildakeppni Skáksambands Islands. Þrátt fyrir góða tilburði tókst liði TA ekki að vinna sig upp úr 3. deildinni í fyrra. Tónleikar Frímann og The Evil Pizza Delivery Boys frá Borgarnesi efna til tónleika á sal Fjölbrauta- skóla Vesturlands fimmtudaginn 27. september kl. 21. Húsið opn- ar kl. 20.30. Allur ágóði af perusölunni rennur sem fyrr til tækja- kaupa fyrir Sjúkrahús Akranes en þau eru orðin mörg tækin sem sjúkrahúsið hefur fengið fyrir tilstilli Lionsmanna. Meðfylgj- andi mynd var tekin í fyrrakvöld er félagar í Lionsklúbbi Akra- ness voru að raða perum í poka og undirbúa söluna. þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa SIGURJÓNS SIGURÐSSONAR, KAUPMANNS, AKBRAUT, AKRANESI Þóra Pálsdóttir Margrét Sigríður Sigurjónsdóttir Sigrún Sigurjónsdóttir Hreggvirður Hendriksson Guðmundur Sigurjónsson Hansína Hannesdóttir Aldís Sigurjónsdóttir Jósep Fransson Ragnar Sigurjónsson Harpa Guðmundsdóttir Sigþóra Sigurjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. JÁRN—ÁL—RYÐFRÍTT STÁL Nýsmíði - viðgerðir - rennismíði , VÉLSMIÐJA Ólafs R. Guðjónssonar SMIÐJUVÖLLUM 6 — SÍM113022 Þarftu að láta mála? Tek að méralla alhliða málningarvinnu - vönduð vinna. Upplýsingar í síma 12646. GARÐAR JÓNSSON Gleraugnaþjónusta Vesturlands SJÓNGLERIÐ Skólabraut 25 - Slmi 93-11619 ALHLIÐA VIÐGERÐIR ÁSJÓOGÁLANDI Góð varahlutaþjónusta. VÉLKRAFTUR VALLHOLTI 1 — SÍMI 11477 (Við hliðina á skoðunarstöðinni) oo Loftpressa — Steypusögun Kjamaborun — Múrbrot VÉLALEIGA Halldórs ^urdssouar Símav 12764 og 985 - 31222 ALHLIÐA INNRÖMMUN Rammar í miMu úrvali — Myndir og plaköt — Höfum nánast allt fyrir gluggann. LEGGJUM ÁHERSLU Á GÓÐA ÞJÓNUSTU. INNRÖMMUN KARLS SKÓUBRAUT 2 — SÍM112497

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.