Skagablaðið


Skagablaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 10
m KIRKJUBRAUT 4-6 5 flraga bi a QA ■ n Ö* 1 —1 m KIRKJUBRAUT 4-6 1 1 L j 1 Færast hreppamir sunnan Skarðsheiðar undir lögsagnammdæmi sýslumanns á Akranesi?: „Breyting á úrettu íögsagnamm dæmi áfangi til aukins samstarfs“ - segir í bréfi bæjarstjóra til dómsmálaráðuneytisins Atta gómaðir íhraoakstri Lögreglan á Akranesi tók um helgina átta ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sjö þeirra voru teknir inni á þjóðvegi á 107 - 116 km hraða. Sá áttundi var tekinn innanhæjar. C^vaiiui Geirdal, yfirlög- ^#regluþjónn, sagði í sam- tali vtð Skagablaðið að þetta væri mesti fjöldi sem tekinn hefði verið í eínni svipan það sem af er árinu. AHs hafa 25 ökumenn ver- ið teknir íyrir of hraðán akst- ur á árinu Fjórtán þeirra háfá verið teknir innan bæjarmarkanna. úmer hafa verið klippt af: 30 bifreiðum frá ára- mótum vegna þess að van- rækt hefur verið að koma með þær tíl skoðúnar á rétt- unr tíma. Mestur hluti klipp- inganna fór fram snemrna á árinu en dregið hefur úr þeim þótt alltaf sé eitthvað um að númer fjúki. Bæjarstjórn Akraness hefur í bréfi til dómsmálaráðuneytisins lýst þeirri skoðun sinni, að eðli- legt sé að mörk lögsögu sýslu- manns á Akranesi miðist við svæðið sunnan Skarðsheiðar. Auk Akraness er um að ræða eftirfarandi hreppa: Hvalfjarð- astrandar-, Leirár- og Mela-, Skilmanna- og Innri - Akranes- hreppa. il þessa hefur embætti sýslu- manna aðeins miðast við Akranes en nærliggjandi sveitar- félög heyrt undir sýslumanns- embættið í Borgarnesi. Yrði lögsögumörkunum breytt myndi það auka umsvif bæjrfógetam- bættisins á Akaranesi en að sama skapi missti sýslumannsembættið í Borgarnesi spón úr aski sínum. í bréfinu segir m.a. í röksemda færslu bæjarstjórnar fyrir breyt- ingunni: „Um árabil hefur verið náin samvinna með framangreindum sveitarfélögum enda eru þau þannig staðsett að samvinna þeirra hefur verið sjálfsögð. Sveitarfélögin hafa með sér sam- starf um rekstur og byggingu dvalarheimiiis fyrir aldraða, heil- brigðis- og heislugæsluumdæmið nær yfir þessi sveitarfélög, sveit- arfélögin reka saman bókasöfn, öll sveitarfélögin nema Hval- fjarðarstrandarhreppur standa saman að rekstri slökkviliðs svo og reka sveitarfélögin öll sorp- hauga saman. Fleira mætti nefna Bærim kaupir Bínar- höfðatandið á 5,7 millj. Samkomulag hefur tekist á milli Akraneskaupstaðar og eigenda Elínarhöfðalandsins um kaup bæjarins á því. Alls er um að ræða tæp- lega 46 hektara lands og var kaupverðið 5,7 milljónir króna. Að sögn Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra, er þetta landsvæði hugsað sem útvistarsvæði í náinni framtíð. Bærinn leysti hluta landsins til sín fyrir rúmum 20 árum. en veigamestu rökin eru þó hvað öryggismálin varðar, þ.e. heilsu- gæslu, brunavarnir og almanna- varnir auk þess sem vegalengdir hljóta að skipta mjög miklu máli.“ í niðurlagi bréfs bæjarstjóra, f.h. bæjarstjórnar, segir m.a.: „Að lokum þykir rétt að taka það fram, að samstarf framan- greindra sveitarfélaga hefur um árabil verið náið og gott og fer vaxandi . . .“ Síðarsegir: „Breyt- ing á úreltu lögsagnarumdæmi á þessu svæði mun verða góður áfangi til aukins samstarfs auk þess sem nauðsynlegt er að gera eðlilegar breytingar á þessum málum með tilliti til breyttra tíma.“ Tvö innbrot upptýsast Rannsóknarlögreglan á Akrancsi hefur npplýst innbrot sem framið var að Suðurgötu 108 um helgina. Ýmis félagasamtök hafa þar aðstöðu, m.a. Lionessur, AA-samtökin og Stangaveiðifé- lagið. Þjófarnir stálu drykkjarvörum og ein- hverju smáræði af peningum sem var í sjóðt hjá félögunuin. Að sögn lögreglu reyndust þjófarnir vera tveir ungir piltar. Við lausn þessa máls upplýstist cinnig innbrot scm framið var í íbúðarhús á Suðurgötunni snemma á árinu. Par hafði eigandi verið fjarverandi um skeið en þegar hann kom heim höföi þjófar látið greipar sópa um íhúðina. Góssið, sem piltarnir stáiu, hefur allt komið í leitirnar. Fannst það heima hjá þeim. Leikarar og aðstandendur sýningarinnar ásamt leikstjóranum, Árna Blandon, lengst t.h. í öftustu röð. Leiklistaridúbbur NFFA frumsýnir Dufl og daður Leiklistarklúbbur NFFA frumsýnir annað kvöld Fyrsti samlestur á handriti fór fram 1. febrúar og leikritið Dugl og Daður (Hay Fever) eftir hinn síðan hefur verið æft linulítið. Æfingar hafa gengið heimsþekkta leikritahöfund, Noel Coward. Leik- vel og nú er komið að frumsýningunni. stjóri er Árni Blandon. Þegar eru ráðgerðar sex sýningar. Þær verða Alls taka um 30 manns þátt í uppsetningunni. e.t.v. fleiri ef aðsókn verður viðunandi. Fyllsta Leikarar eru níu talsins og eru flestir þeirra að ástæða er til þess að hvetja bæjarbúa til þess að stíga sín fyrstu spor á ieiklistarbrautinni. gefa þessari sýningu nemendanna gaum.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.