Skagablaðið


Skagablaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 4
4 Skagablaðið Frétt Skagablaðsins í dag um hetju- lega baráttu ungs Akurnesings, Gísla Þráinssonar, í þágu armenskrar vin- konu sinnar, sem er lífshættulega veik, er eitthvert áþreifanlegasta dæmið um sanna vináttu, sem undirritaður hefur komist í kynni við lengi. Vináttu án landamæra. Rétt er það, Gísli naut umhyggju armensku hjónanna Pap og Evu Aslan- inan í óvæntum veikindum á ferðalagi á heimaslóðum þeirra. En hversu mörg okkar hefðu ekki lokað eyrum og augum við hjálparbeiðni úr þúsunda kílómetra fjarlægð mörgum mánuðum síðar og hugsað sem svo: Hverju fæ ég svo sem breytt um framvindu mála? Ekki Gísli. Þegar auðveldara hefði verið að skella skollaeyrum við ákvað Gísli að berjast. Hann hefur nú náð því fram að Eva Aslanian fær að gangast undir skurðaðgerð hér á landi fyrir tilstilli land- læknis og tryggt Evu stuðning Rauða krossins. Hún kemur hingað til lands á morgun til þess að fara í aðgerðina. Kostnaður við ferðir Evu til og frá Armeníu svo og við aðgerðina sjálfa kemur til með að kosta um 600 þúsund krónur. Gísli hefur gengist í ábyrgð fyrir þeirri upphæð. Hann hefur leitað lið- sinnis fyrirtækja á Akranesi til þess að ná saman þessari fjárhæð. Skagablaðið skorar á þau fyrirtæki sem leitað hefur verið til að taka þessari beiðni vel, sömuleiðis þá einstaklinga sem geta séð af einhverjum aurum í þessa söfnun. Margt smátt gerir eitt stórt. Hugurinn að baki þessari söfnun er einstakur og það er skoðun undirrit- aðs að hann einn sé þess virði að menn gefi henni þann gaum sem hún vissu- lega verðskuldar. Sú ákvörðun bæjarráðs að taka ekki lægsta tilboði í jarðvegsskipti í Þjóð- braut hefur vakið nokkra athygli, ekki síst vegna þess hvaða aðili átti þar hlut að máli. Fyrir tæpum þremur árum hafnaði bærinn tilboði Neista sf. í urðun sorps. Tilboðið var upp á 50% af áætlun og þótti óraunhæft. í haust vartilboði sama aðila upp á 45% af kostnaðaráætlun sama verks hins vegar tekið. Þá var það ekki óraunhæft. Tilboð Neista í jarðvegsskiptin var 60% af áætlun og aftur var því hafnað. Hvaða ástæður lágu þar að baki skiptir ekki meginmáli. Það sem öllu skiptir í þessu máli er að með vinnubrögðum af þessu tagi eru ráðamenn bæjarins búnir að fyrirgera öllu því sem heita getið vinnureglur. Auðvitað hlýtur það að vera lykilatriði í útboðum sem þessu, að einhverri reglu sé fylgt. Skortur á slíku gerir ekki annað en að rýra álit bjóðenda á stjórn- endum bæjarins og sjálfu útboðsform- inu. Sigurður Sverrisson Hreinn Elíasson, listmálari, er um þessar mundir að koma sér upp myndlistargalleríi að heimili sínu að Jörundarholti 108. Hreinn og kona hans, Rut Sigurmonsdóttir, keyptu þetta hús í fyrrasumar og í rúmgóðum kjallara undir húsinu eru þau komin vel á veg með það að koma ujpp sýningarsal á nýlegum verkum Hreins í öðrum enda kjall- arans. I hinum endanum hefur hann vinnustofur sínar. Skagablaðið leit við hjá listamanninum nýlega og spurði hann fyrst um þessa nýju vinnuaðstöðu hans. essi rúmgóði kjallari sem er undir húsinu átti sinn þátt í því að við ákváðum að kaupaþetta hús, því hann bauð upp á þessa aðstöðu fyrir mig,“ sagði Hreinn. „Þegar við fengum húsið í hend- urnar var hann að mestu óinn- réttaður, en við höfum komið honum í þetta ástand sem hann er nú í og eigum reyndar eftir að bæta þetta enn frekar.“ Á meðan á lagfæringunum stóð varð Hreinn fyrir því óhappi að hrasa í gömlum stiga sem þar var og ökklabrotna. Hann er núna fyrst að ná sér og hefja störf af fullum krafti að nýju. Þar sem þau Hreinn og Rut bjuggu áður að Víðigerði 3, hafði hann byggt sér hús í bak- garðinum þar sem hann vann að listgrein sinni. Allt önnur aöstaða „Þó að aðstaðan sem ég hafði á Víðigerðinu hafi verið ágæt, þá er þetta allt annað fyrir mig hér og þá sérstaklega vegna þess að ég hef nú mun betri aðstöðu til þess að geyma myndirnar og hafa þær til sýnis en ég hafði niðurfrá. Þá er vinnuaðstaðan öll mun betri og skemmtilegri.“ Hreinn sem nú er orðinn virtur myndlistarmaður hóf myndlistar- nám árið 1954 við Myndlistar- skólann í Reykjavík og síðan við Myndlista- og handíðaskólann. Að því loknu fór hann í tveggja ára framhaldsnám í Hamborg í Þýskalandi og Glasgow í Skot- landi. Hann hefur síðan 1978 unnið eingöngu við myndlist og hefur á þeim tíma haldið 14 einkasýningar auk samsýninga. Síðasta einkasýning Hreins var fyrir sex árum, en verk eftir hann voru nú síðast til sýnis í tengslum við M-hátíðina á Vesturlandi, sem haldin var síðastliðið haust. „Ég er ekki eins duglegur við að halda sýningar nú eins og ég var áður fyrr. Það er gífurleg vinna sem liggur á bak við svona sýningar, þetta er meira fyrir unga og fríska menn. En þessa dagana eru aðilar á Hvolsvelli að reyna að fá mig til þess að halda sýningu þar í sumar í tengslum við væntanlegar ís- landsferðir, sem dönsk ferða- skrifstofa stendur fyrir í sam- vinnu við aðila á Hvolsvelli. Mynd 1 auglýsingu Ég tengist þessu á þann hátt að þessi danska ferðaskrifstofa hef- ur verið að auglýsa í Danmörku eins konar menningarferðir til íslands, þar sem hluti af menn- ingu og listum landans er kynnt fyrir ferðafólkinu, auk þess sem farið verður í hestaferðir um ein- hvern hluta hálendisins. í auglýs- ingum Dananna fyrir þessar ferð- ir hafa þeir notað mynd sem ég málaði og hefur hún meðal ann- ars birst í mörgum blöðum í Danmörku í auglýsingaherferð- inni." Hreinn sagði að þeir sem hefðu áhuga að skoða myndir sínar gætu litið við hjá sér hve- nær sem hentaði að Jörundar- holti 108 eða haft samband við sig í síma. En þar sem hann og Rut hafa búið Iengst af á Vfði- gerðinu væru dæmi þess að að fólk áttaði sig ekki alveg á því að þau væru flutt á nýjan stað. Hreinn sagði skemmtilega sögu frá því þegar hringt var í hann á dögunum af manni sem ætlaði að líta á myndir hjá hon- um og spurt var að því hvort hann yrði ekki við síðdegis þann sama dag. Jú, hann hélt það nú, hann skyldi bara koma beint til sín niður í kjallara. Dagurinn leið og ekki kom maðunnn. Dag- inn eftir hringdi hann aftur og spurði hvort hann yrði ekki við þá um kvöldið. Hreinn svaraði á sama hátt og fyrr og sama sagan endurtók sig frá kvöldinu áður. Á þriðja degi hringdi síðan eigin- kona mannsins og spurði hvort hann væri aldrei við þótt hann lofaði öllu fögru. En þá kom sannleikurinn loks í ljós! Þessi maður, sem nú bjó í næsta nágrenni við Hrein í Jörundarholtinu, hafði bæði kvöldin gengið í kringum húsið sem hann bjó áður í á Víðigerð- inu og bankað án árangurs á flesta kjallaraglugga þess húss. En sem betur fór var núverandi eigandi ekki heima þessi kvöld. Hreinn sagði okkur þessa skemmti legu sögu til þess að forða fleir- um frá slíkum hremmingum. Skaaablaðið Heilindin vantar í sfiómina Undanfarnar vikur og mánuði hafa landsmenn fylgst furðu lostnir með vinnubrögðum ríkis- stjórnarinnar og stuðningsmanna hennar á Alþingi. Segja má að þar hafí hver verið með rýtinginn í annars baki og forystumenn flokkanna hafa vænt hver annan um alls kyns afglöp. Þannig réðist fjármálaráð- herra heiftarlega að samráð- herra sínum sem staddur var er- lendis og sakaði hann um aula- skap. Og forsætisráðherra, sem alltaf er stikkfrí af öllu sem er óvinsælt, tók undir af allri sinni einlægni. Formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins segist orðinn langþreyttur á að hlusta á lygina í tilteknum ráðherra en það hafi hann orðið að gera í 20 ár. Öðr- um ráðherra gaf hann þá eink- unn að hann væri lélegur ráð- herra. Þetta eru aðeins örfá sýnishorn af samstarfi ríkisstjórnarflokk- anna en þessi blaðsíða í Skaga- blaðinu dygði skammt ef birta ætti allt það neikvæða sem for- ystumenn flokkanna hafa Iátið flakka hver í annars garð í vetur. Síðan hafa ýmsir þingmenn bætt um betur og stöðvað fram- gang mála með málþófi og stært sig af. Mér finnst það misnotkun á lýðræðinu þegar hægt er með þeim hætti að stöðva framgang mála sem ótvírætt er mikill meir- ihluti fyrir á Alþingi. Ég held að stjórnmálamenn verði að breyta sínu vinnulagi nokkuð. Það gengur ekki fyrir ráðherra að hugsa upphátt í öll- um málum og hlaupa með þau í fjölmiðla meðan þau eru á við- kvæmu stigi í ríkisstjórninni. Mér finnst það allt of ríkt í sum- um ráðherrum að þurfa að slá sér upp á málum, jafnvel á kostnað samstarfsmanna sinna. Margir sem þetta lesa hafa starfað í stjórn einhvers félags. Hvernig halda menn að það gengi fyrir sig ef einhver stjórn- Klarinett- námskeid umhelgina Klarinettnámskeið á vegum tónlistarskólans verður haldið hér á Akranesi um helgina eins og skýrt var frá í síðasta Skaga- blaði. W Itengslum við þetta námskeið verða tónleikar í safnaðar- heimilinu Vinaminm á sunnu- dag 24. mars, kl. 20.30. Þar koma fram Sigurður Snorrason, klarincttleikari, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari. A tónleikunum mun Sigurður kynna klarinettið sérstaklega og sý-a nokkrar gerðir eldri hljóð- færa. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Á mánudag, 25. mars, lýkur námskeiðinu með tónleikum nemenda kl. 14 í Vinaminni. Öll- um er heimill aðgangur. armannanna væri sífellt að monta sig af því opinberlega hvað hann væri klár en sam- stjórnarmenn sínir ómögulegir? Slík stjórn næði ekki árangri. Sama gildir auðvitað um ríkis- stjórn. Þar verða að vera til stað- ar heilindi og trúnaður milli ráð- herra, öðruvísi næst ekki árang- ur. Þeir ráðherrar sem hvað lengst hafa gengið í óheilindum í garð samráðherra sinna hafa lýst þeim einlæga ásetningi sínum að þessi ríkisstjórn skuli lifa áfram eftir kosningarnar í vor. Ekkert nema stórsigur Sjálfstæðisflokksins getur komið í veg fyrir það. Eun kuntasG yísnasöngvari Um þessar mundir eru liðin 35 ár frá stofnun Norræna félagsins á Akranesi. Af því tilefni kemur hingað fínnskur vísnasöngvari, Bosse Österberg, og skemmtir hann á hátíða- og jafnframt aðal- fundi félagsins sem verður laug- ardaginn 23. mars nk. kl. 15 í Rein. Bosse Österberg er starfandi arkitekt í Helsingfors en hefur vísnasöng sem áhugamál og er vinsæll á því sviði. Hann kemur hingað til lands í boði Norræna hússins í tengslum við finnska menningarviku og kemur aðeins fram í Reykjavík og á Akranesi. Það var líf og fjör á fæðingardeildinni í síðustu viku eftir náð- ugar vikur þar næst á undan. Eigi færri en sex börn skutust fram í dagsljósið á fimm dögum: 15. mars: drengur, 3310 g að þyngd og 51 sm á lengd. Foreldrar: Ásdís Helga Bjarnadóttir og Sigfús Snorrason, Lækjartúni, Hvanneyri. 17. mars: stúlka, 3200 g að þyngd og 51 sm á.lengd. Foreldrar: Guðlaug Jónsdóttir og Sverrir Karlsson, Klifmýri, Búðardal. 17. mars: stúlka, 3700 g að þyngd og 53 sm á lengd. Foreldrar: Unnur Hafdís Arnardóttir og Jóhann Bjarni Knútsson, Jörundar- holti 204, Akranesi. 18. mars: stúlka, 3445 g að þyngd og 50 sm á lengd. Foreldrar: Elísabet Linda Halldórsdóttir og Einar Ingi Kristinsson, Víghóla- stíg 8, Kópavogi. 18. mars: drengur, 3625 g að þyngd og 51 sm á lengd. Foreldrar: Elín Guðrún Sigurðardóttir og Halldór Sigurðsson, Stóra - Lambhaga, Skilmannahreppi. 20. mars: drengur, 3925 g að þyngd og 52 sm á lengd. Foreldrar: Halldóra S. Gylfadóttir og Leó Ragnarsson, Garðabraut 10, Akranesi. Bossépessum er fleira til lista lagt en að teikna byggingar og syngja. Hann teiknar skopmynd- ir fyrir dagblöðin og er hagyrtur vel. Tekur árlega þátt í „jóla- gjafarími" finnska ríkisútvarps- ins í beinni útsendingu aðfara- nótt aðfangadags ár hvert. Bosse hafði í hyggju árið 1980 að leggja sönginn á hilluna. Gaf út plötuna „Bosses barvánliga ballader". Sú plata varð þó ekki sá glæsilégi endir á ferlinum sem hann hafði hugsað sér heldur upphafnýrrar endurreisnar. Til sölu Mazda 626 GLX árg. ’84. Uppl. í síma 12125. Til leigu 3ja herbergja íbúð. Laus strax. Uppl. í síma 11763. Tapast hefur hálsmen á leiðinni frá íþróttahúsinu við Vesturgötu að skátahúsinu. Finnandi vinsamlegast komi því til skila á ritstjórn Skaga- blaðsins. Óska eftir Kalkhoff telpna- reiðhjóli, vel með förnu en þó ekki eldra en tveggja ára. Uppl. í síma 12585 eftir kl. 19. Til sölu dökkblár Silver Cross barnavagn m/stál- botni. Á sama stað er lítið hvítt kvenreiðhjól í óskilum. Uppl. í síma 11355 eftir kl. 17. Óska eftir að kaupa þríhjól. Uppl. í síma 13329. Til sölu ónotaður mittisleð- urjakki og Webster líkams- ræktarbekkur. Uppl. í síma 12564 eftir kl. 20. Til sölu Canon AE1 program myndavél ásamt 50 mm linsu, Canon powerwinder, Sunpak flass, Vivitar linsa, 28/80 mm, Osawa 2 linsa, 80/210 mm, ásamt tösku og þrífæti. Selst ódýrt. Uppl. I síma 13348. Óska eftir skiptipössun eða þarngóðri stelpu á aldrinum, 12 - 14 ára sem er laus úr skóla 4 tíma eftir hádegi, dag og dag. Uppl. í síma 11263 (Ester). 5 SÍM111100 (SÍMSVARI) Hálending- urinn II (The Highlander II) Hálendingurinn II, fram- haldið sem allir hafa beðið eftir, er komin. Fyrri myndin var ein sú best sótta það árið. Þessi gefur henni ekkert eftir, enda standa sömu menn og fyrr að gerð hennar. Aðalhlutverk: Christop- her Lambert, Sean Connery. Sýnd kl. 21 í kvöld, fimmtudag, og kl. 21 og 23.15 föstudag. Sigur andans (Triumph of Spirit) Framleiðandinn Arnold Kopelson, sem fékk Óskars- verðlaun fyrir mynd sína Platoon, er hér kominn með spennandi og áhrifamikla mynd. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og gerist í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz. Sigur andans er af mörgum talin ein sterkasta mynd sem gerð hefur verið um þetta efni og jafnvel enn betri en „Ég lifi“, sem sýnd var hér við metað- sókn um árið. Aðalhlutverk: William Dafoe, Edward James Ol- mos og Robert Loggia. Sýnd kl. 21 á sunnudag og mánudag.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.