Skagablaðið


Skagablaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 9
Skaaablaðið 9 w Fullt nafn? Ingibjörg Erna Óskarsdóttir. Fæðingardagur og fæðingar- staður? 1. október 1956 á Akra- nesi. Fjölskylduhagir? Fráskilin, á tvö börn, Sigrúnu Ósk og Jón Orra. Starf? Sjúkraþjálfi á Sjúkra- húsi Akraness. Stundar þú einhverja líkams- rækt? Stendur alltaf til að fara aftur að synda og hjóla. Besti og versti matur sem þú færð? Austurlenskur matur bestur en súrmatur verstur. Besti og versti drykkur sem þú færð? Vatn er alltaf gott en man ekki eftir neinum sérlega vondum drykk. Síðasta hljómplata sem þú hlustaðir á? Sögur af landi með Bubba. Síðasta myndbandsspóla sem þú sást? Þaö man ég ekki, fer frekar í bíó. Hvaða bók lastu síðast? Eva Luna eftir Isabel Allende Uppáhaldsíþróttamaður? Jón Orri. Hvað horfir þú helst á í sjón- varpi? Fréttir og góðar bíó- myndir. Hvaða sjónvarpsþáttur fær þig til þess að slökkva á sjón- varpinu? Stjórnmálaumræður og framhaldsþættir í mörgum hlutum. Uppáhaldsleikarí? Sigrún Ósk. Hvaða grínisti fær þig til þess að hlæja? Kemst alltaf í gott skap yfir Spaugstofunni. Hvemig eyðir þú frístundum þínum? Heimsæki vini og ætt- ingja eða les. Fallegasti staður á Íslandi? Hraunfossar í Borgarfirði. Hvaða mannkosti metur þú mest? Heiðarleika og gott skap. Hvað líkar þér best við Akra- nes? Mátulega stór bær, engar langar vegalengdir og stutt til Reykjavíkur. Hvað finnst þér vanta á Akra- nesi? Meira líf í bæinn. Hvað myndir þú vilja fá í af- mælisgjöf? Helst af öllu eitt- hvað sem kæmi mér á óvart. Hvað veitir þér mesta af- slöppun? Lesa góða bók þegar allir eru sofnaðir. Ertu góður bílstjóri? Ég hef allavega enga minnimáttarkend hvað það varðar. Kirkjukórasamband Borgar- fjarðarprófastsdæmis heldur samsöng í tilefni 40 ára afmælis Kirkjukórasambands íslands. Söngmótið verður haldið í Hall- grímskirkju að Saurbæ á Hval- fjarðarströnd laugardaginn 23. mars og hefst kl. 16. Sjö kórar úr sambandinu koma fram ásamt söngstjór- um sínum. Boðið verður upp á fjölbreytta efnisskrá. Á henni verður auk kórsöngs einleikur á klarinett, Björn Leifsson, ein- Gestir leggja til atlögu við krásum hlaðið borð. leikur á orgel, Jón Ólafur Sig- urðsson, Jón Þ. Björnsson og Kristjana Höskuldsdóttir. Ein- söngvari verður Guðrún Ellerts- dóttir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Bdriborgaraskemmtun Kiwanis: Áannað hundrað ÁHeg Góugleði að Dvalatheimilinu Höfða: álaugardag Christel flytur annál ársins með aðstoð Margrétar A. Guðmundsdótt- ur. komsaman Kiwanisklúbburinn Þyrill efndi þann 24. febrúar sl. til skemmtunar fyrir eldri borgara á Akranesi. Mjög góð mæting var á skemmtuninni, þar sem 113 b. ,arbúar úr röðum eldri bor- gara nýttu sér boðið. Skemmtunin hófst með kaffi- drykkju en með kaffinu var borið fram ýmislegt góðgæti sem Sinawikkonur höfðu bakað og borið á borð. Ýmislegt var til gamans gert en hæst bar vafalítið upplestur og söngur Skagaleikflokksins, sem vakti mikla ánægju. Óhætt er að segja að bæði Kiwanismenn og Sinawikkonur hafi skemmt sér vel ekki síður en eldri borgararn- ir sjálfir. Dansinn dunar. Fremst á myndinni má sjá Þorkel á Jörfa, 99 ára gamlan, í dansi við Emilíu Árnadóttur. Gerum allt hreint ★ Alhliða hreingerningar ★ Djúphreinsun á teppum og húsgögnum ★ Bónþjónusta VALUfí GUNNAfíSSON Vesturgötu 163 ‘S11877 & 985-32540 (Bílasími) Innréttingar — Málning Gólfefni — Búsáhöld^. BYGGINGAHÚSIÐlI SMIÐJUVÖLLUM 7 - AKRANESI - SÍMI 93-13044 Spónaplötur, allar þykktir ■ Krossviður, þakjárn og stál ■ Margskonar byggingavörur ■ Alhliða byggingaþjónusta TRÉSMIÐJA SIGURJÓNS & ÞORBERGS ÞJÓÐBRAUT 13 — SÍMI 11722 011 almenn hosmyndun Opið virka daga frá kl. 14,00 til 17,00 og eftir samkomulagi. Símar 12892 & 12129 (símsvari). UÓSMYNDASTOFA AKRANESS VESTURGÖTU 35 (FRÓN) Sungið og dansað fram á rauðanótt Hin árlega Góugleði fór fram að Davalarheimilinu Höfða á föstudag í fyrri viku. Hlaðborðið svignaði undan vel útilátnum Þorramat ásamt öðru góðgæti í mat og drykk, að mestu frá Verslun Einars Ólafssonar, útbú- ið af Gunnari Elíassyni, bryta. lls tóku á annað hundrað manns þátt í hófinu, bæði íbúar Höfða og starfsfólk. Margt var sér til gamans gert, aðallega heimatilbúið. Christel Einvarðs- son flutti annál ársins eftir Val- björgu Kristmundsdóttur, sem einnig flutti sjálf frumsamda Samsöngur aðSaumæ drápu í tilefni dagsins. Stefanía Hjartardóttir, hjúkrunarfræðing- ur, flutti gamanbrag, Sigurður Jónsson á Geirsstöðum rifjaði upp minningar og Höfðakórinn söng. Þegar líða tók á kvöldið og maturinn hafði sjatnað flutti fólkið sig úr borðsalnum yfir í hið rúmgóða félagsrými. f>ar hafði hinn vinsæli harmonikku- leikari, Jón Heiðar, komið sér fyrir og upphófst þegar söngur og dans, sem dunaði langt frarn eftir nóttu. Við höfum það fyrir satt, að margir fótalúnir hafi náð úr sér verstu verkjunum eftir að hafa rifjað upp gömlu dansana með tilheyrandi sveigjum og beygj- um.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.