Skagablaðið


Skagablaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 1
15. TBL. 8. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 VERÐ KR. 150,- Alþýðubandalag og Sjállstæðisflokkur bættu mestu fylgi við sig í Alþingiskosningunum á laugaidag: Eiður Guðnason ásamt Eyglóu konu sinni í Röst eftir að Ijóst var að hann var áfram inni sem þingmaður. r a lngibjörg Pálmadóttir fagnaði þingsœtinu í hópi stuðningsmanna í Framsóknarhúsinu. Guðjón Guðmundsson og Guðný Ólafsdóttir, kona hans, sigurreif í Sjálfstæðishúsinu við Heiðargerði. Aflismábát- anna heldur aðglæðast Afli smábátanna hefur heldur verið að giæðast að undanförnu og afli þeirra báta sem mest fengu vikuna 15. - 22. apríl sl. slagaði í 20 tonn. Langflestir bátanna gera út á net en einhverjir eru enn á línu eða færi. Afl- inn var annars sem hér segir þessa viku. NETABÁTAR Bátur Afli/kg Róðrar Enok 18.520 7 Ásrún 17.940 7 Særún 17.450 5 Margrét 11.380 7 Yngvi 9.210 7 Bresi 7.580 6 Síldin 7.200 6 Hrólfur 6.330 5 Keilir 6.320 2 Dagný 6.220 7 Máni 6.180 6 Sæþór 4.970 7 Þytur 4.920 7 Bergþór 4.130 7 Ver 3.730 7 Emilía 3.560 7 Sæbjörn 3.220 7 Diddo 2.810 3 Markús 2.520 6 Flatey 2.310 5 ísak 1.500 2 Óskar 850 3 Stormur 780 4 LÍNUBÁTAR Bátur Afli/kg Róörar Kópur 6.290 6 Leifi 4.950 6 Fannar 1.370 3 FÆRABÁTAR Bátur Afli/kg Róðrar Sigursæll 2.740 4 Von 1.880 4 Vilborg 840 3 Þura 790 2 Afli samtals 148.470 kg Róðrar alls 148 Meðalafli í róðri 1.003 kg — SLP. FimmSkapamenn á þingi í einu? Sú staða kann að koma upp á kjörtímabilinu að allir fímm full- trúar Vestlendinga á Alþingi verði frá Akranesi. Þau Guðjón Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki. Ingibjörg Pálma dóttir, Framsóknarflokki og Jóhann Ársælsson Alþýðu- bandalagi, hlutu öll kosningu á laugardaginn. Tveir Skagamenn eru að auki varaþingmenn. Það eru þau Elín- björg Magnúsdóttir, Sjálfstæðisflokki og Gísli Einarsson, Al- þýðuflokki. Fari svo að Sturla Böðvarsson og Eiður Guðnason forfallist báðir og hin þrjú sitji samtímis verða fimm fulltrúar Akurnesinga á þingi í einu. Óhætt er að fullyrða að enginn kaupstaður á landinu er eins vel settur með þingmenn og Akurnesingar eru nú. Til gamans má geta þess, að ef hlutfall reykvískra þingmanna ætti að geta orðið sambærilegt við fimm þingmenn af Skaganum þyrftu þeir að sitja 90 á þingi í einu! Þingmennirnir eru hins vegar ekki nema 63 sem kunnugt er. hír Skagamem á þing! Akurnesingar eiga nú í fyrsta sinn í sögunni fleiri en einn fulltrúa á Alþingi. Eftir alþingiskosningarnar á iaugardag liggur Ijóst fyrir að þrír Skagamenn munu sitja á þingi næsta kjörtímabil. Þetta eru mikil viðbrigði frá nýloknu kjörtímabili, þar sem enginn Akurnesingur sat á þingi í fyrsta sinn í 60 ár. Sj álfstæðisflokkurinn heimti sinn fyrri endur- sinn tyrri sess sem stærsti flokkurinn í Vesturlands- kjördæmi í kosningunum á laug- ardag. Hann fékk 28,9% at- kvæða og bætti við sig 4,8% frá því í kosningunum 1987. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk tvo menn kjörna á þing, Sturlu Böðvarsson og Guðjón Guðmundsson sem uppbótarþingmann. Það var þó Alþýðubandalagið sem bætti við sig mestu fylgi. Það hlaut nú 17,3% atkvæða og bætti við sig 6,5% fylgi. Alþýðubanda- lagið hélt sínum þingmanni. Jó- hann Ársælsson hlaut örugga kosningu. Framsóknarflokkurinn bætti við sig 2,8% fylgi og fékk alls 28,5% atkvæða en missti sæti sitt sem stærsti flokkurinn á Vestur- landi. Flokkurinn fékk einn mann kjörinn, Ingibjörgu Pálma- dóttur. Alþýðuflokkurinn tapaði 1% fylgi en hélt sínum þingmanni, Eiði Guðnasyni, sem fékk einnig örugga kosningu. Fékk nú 14,1% fylgi. Kvennalistinn tapaði 3,6% fylgi og missti eina þingmann sinn í kjördæminu, sem reyndar var „flakkarinn" í síðustu kosn- ingum. Kvennalistinn fékk nú 6,8% fylgi. Aðrir listar höfðu ekki erindi sem erfiði. Heimastjórnarsam- tökin fengu 2% atkvæða, Frjáls- lyndir 1,4% og Þjóðarflokkur/ Flokkur mannsins 0,9% fylgi. Almennt vekur það mesta at- hygli hversu mikið fylgi Alþýðu- bandalagið fékk á landsvísu, svo og það að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ekki fá „nema“ 38.6% at- kvæða eftir spár upp á 42 - 44% fylgi. Þá hefur slæm útreið smáf- lokkanna um allt land vakið at- hygli, einkum afhroð Frjáls- lyndra. Jóhann Ársœlsson ásamt konu sinni, Guðbjörgu Róbertsdóttur, kampakátur í Rein á kosninganótt.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.