Skagablaðið - 24.04.1991, Page 4
4
Skagablaðið
Akurnesingar eiga nú allt í einu þrjá
menn á þingi og tvo varaþingmenn að
auki! Þessi stórmerku tíðindi eru Ijós
eftir úrslit alþingiskosninganna á laug-
ardag. Þetta eru sannarlega mikil um-
skipti frá nýliðnu kjörtímabili, þar sem
enginn Akurnesingur sat á þingi í
fyrsta sinn í 60 ár.
„Vandi fylgir vegsemd hverri," segir
í gömlu máltæki og það á við nýkjörna
þingmenn Akurnesinga og Vestlend-
inga alla. Mjög hefur verið deilt á störf
þingmanna Vesturlands á nýliðnu
kjörtímabili og þeim legið á hálsi fyrir
að reynast kjördæminu ekki nægilega
duglegir og að lítið liggi eftir þá.
Þrátt fyrir gagnrýnisraddir í garð
þingmannanna eru margir þeirrar
skoðunar að sú gagnrýni sem viðhöfð
hefur verið hafi ekki verið réttmæt.
Þingmenn Vestlendinga hafi unnið
störf sín af samviskusemi og kost-
gæfni.
Þeir sem gagnrýnt hafa þingmenn-
ina hafa m.a. borið því við, að enginn
viti í raun hvað þeir eru að aðhafast á
þinginu. Hvort þeir séu yfirleitt að
vinna að einhverjum málum fyrir kjör-
dæmið. Sambandsleysið sem þarna
hefur ríkt hefur sáð fræjum tortryggni
og vantrausts.
Þingstörf eru tímafrek og ekki eru
nefndarfundir utan hefðbundinna
þingstarfa til þess fallnir að drýgja
frístundir þeirra sem á þingi sitja. Það
hlýtur samt að vera eðlileg krafa að
þingmenn reyni eftir mætti að nálgast
kjósendur sína með einhverjum hætti
á öðrum tímum en rétt fyrir kosningar,
t.d. í gegnum þau tvö héraðsblöð sem
gefin eru út reglulega á Vesturlandi,
Skagablaðið og Borgfirðing. Bæði
mega blöðin líka koma meira til móts
við þingmenn við að flytja fréttir af
störfum þeirra á Alþingi.
Öruggt má heita að Akurnesingarn-
ir þrír sem náðu kjöri á laugardag eiga
eftir að finna fyrir miklum þrýstingi frá
bæjarbúum, meiri en hinir tveir. Kjós-
endur munu koma til með að krefjast
eins og annars til handa bæjarfélag-
inu í krafti þess valds, sem þing-
mennirnir óneitanlega hafa.
í raun er erfitt fyrir kjósendur að
gera aðrar kröfur á hendur þingmönn-
um en þær, að þeir fylgi sannfæringu
sinni og vinni landi og þjóð allt það
gagn sem þeir hugsanlega geta.
Þetta hafa allir þingmenn að leiðar-
Ijósi þótt óneitanlega skeri nokkrir sig
úr hvað snertir dugnað við að ota sín-
um tota í þágu eigin bæjarfélags eða
kjördæmis. Það er nú einu sinni svo,
að þannig gerast kaupin á Alþingi í
sumum tilfellum, hvort sem mönnum
líkar betur eða verr. Og ef þingmenn
viðkomandi kjördæmis berjast ekki
fyrir hagsmunamálum þess hverjir
gera það þá?
Sigurður Sverrisson
Atina Halldórsdóttir með fjölbrautaskólann í baksýn: „Félagsstarfið
Rætt við 4 nemendur fjölbrautaskólans:
Skólinn mótar nenv
endur sína og þeir
hann að sama skapi
Vorið er á næsta leiti og óðum styttist í að hið hefðbundna
skólastarf, sem vissulega setur svip sinn á bæinn yfir vetrarmán-
uðina, leggist niður. Nemendur þrevta prófín í maí og halda síðan
á braut. Hluti þeirra hefur lokið prófum og heldur síðan til nýrra
starfa eða í framhaldsnám. Aðrir hverfa á braut sumarlangt og
koma aftur að hausti.
á skóli, sem eðlilega setur hvað mestan svip á bæjarlífið yfir
vetramánuðina er Fjölbrautaskóli Vesturlands. I skólanum
eru um 500 nemendur. Auk heimamanna er mikill fjöldi utan-
bæjarnemenda þar á skólabekk eða um 35% nemendafjöldans. Á
þeim tíma, sem þeir dveljast hér, sem getur verið allt upp í fjóra
vetur, er eðlilegt að álykta að skólinn og bæjarfélagið móti þau að
vissu marki og þau bæinn að sama skapi.
Skagablaðið fór á stúfana og fékk tvo utanbæjarnemendur,
sem eru að ljúka prófum á næstunni, til þess að ræða um skólann,
félagslífið og bæjarlífið. Auk þeirra fengum við einn heimamann
til viðræðna um félagslífið í skólanum og loks formann nemenda-
félagsins.
kemur ekki niður á náminu. “
Pétur Magnússon: „Sumir eru miklar félagsverur, aðrir ekki. “
Pétur Magnússon, innkaupastjórí námsbóka fyrír nemendiff í FV:
„Erfitl en skemmtilegt um leið“
„Eg hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir félagslífí, hvort sem það er í
skólanum eða annars staðar, og ég tel að þau störf sem ég hef unnið
við í félagslífí Fjölbrautaskólans hafi verið mér jafnmikill lærdómur
og námið sjálft á mörgum sviðum,“ sagði Pétur Magnússon í samtali
við Skagablaðið. Pétur er Akurnesingur og lýkur stúdentsprófí af
náttúrufræðibraut í vor og hefur auk þess tekið samhliða því fjórar
annir á viðskiptabraut.
Eg hef í vetur ásamt öðrum
nemenda annast innkaup á
námsbókum fyrir nemendur og
séð um skiptibókamarkaðinn.
Petta starf er mjög tímafrekt og
þarf oft að vinna í fríum frá
skólanum, eins og t.d. um jól og
á sumrin. í fyrravetur var ég
gjaldkeri í stjórn nemendafélags-
ins. Starfsemin þar er öll mjög
umfangsmikil og getur oft verið
erfið en gefandi og skemmtileg
um leið.“
Þá er Pétur einnig formaður í
skák- og spilaklúbb í skólanum.
Hann sagði að félagar í klúbbn-
um hittust svona hálfsmánaðar-
lega og tækju í spil eða telfdu.
Pétur er sjálfur mjög virkur í fé-
lagslífinu í skólanum. Skaga-
blaðið innti hann eftir því hvað
honum fyndist um virkni nem-
enda á því sviði almennt.
„Auðvitað er þetta mjög ein-
staklingsbundið. Sumir eru mjög
opnir og miklar félagsverur, aðr-
ir ekki. En mér hefur samt fund-
ist vanta meiri áhuga og metnað
hjá mörgum nemendum á þátt-
töku í félagslífinu og um leið að
auka hróður skólans út á við.
Alltof margir vilja láta „mata“
sig á öllu sem þarna fer fram og
taka sem minnstan þátt í vinn-
unni og undirbúningnum við það
sem gert er. Eins er ekki nægi-
lega mikið um það að nemendur
kynnist og vinni saman á meðan
náminu stendur. Fólk kynnist
ákveðnum, þröngum hópi, og
lætur það duga. Til dæmis er oft
áberandi, að nokkrir nemendur
frá ákveðnum kaupstað eða sveit
utan af landi haldi hópinn og
kynnist þar af leiðandi lítið öðr-
um nemendum.
Minni kynni
En auðvitað eru margar
skýringar á þessu. Gamla bekkj-
arkerfið, sem var við lýði hér
áður fyrr þegar sami bekkurinn
var nær óslitið saman í marga
vetur og mikill kunningsskapur
myndaðist innan bekkjarins,
þekkist ekki í dag. Nemendur
eru með ákveðnum hópi í t.d.
ensku og öðrum hópi í stærð-
fræði þennan áfanga og allt öðr-
um þann næsta, þannig að vin-
áttu- og kunningjabönd ná oft
ekki að myndast. Þetta er aðeins
eitt dæmi sem mér dettur í hug.“
Fjögurra vetra skólavist í Fjöl-
brautaskólanum skilur að sjálf-
sögðu eftir sig góðar minningar.
Ég hef kynnst mö.gum góðum og
skemmtilegum krökkum, bæði
héðan frá Akranesi og annars-
staðr frá, jafnt í námi og félags-
lífi á þessum tíma,“ sagði Pétur
að lokum.
Skaqablaðið
5
Anna HaHdórsdóttir, fonnaður NFFA, í samtali við Skagablaðið:
„Félagslíf í skólum er þroskandi“
„Þeir nemendur sem lítið eða ekkert hafa starfað í félagslífi {
skólanum missa af miklu. Auk kunningsskaparins sem myndast við
félagsstörfin er þetta dýrmæt reynsla þrátt fyrir erfíði oft á tíðum og
skilur eftir sig Ijúfar minningar síðar meir. Félagslíf í skólum er þrosk-
andi og er einnig til þess fallið að fólk nái að kynnast,“ sagði Anna
Halldórsdóttir, formaður NFFA í samtali við Skagablaðið. Hún lýkur
námi í vor af félagsfræðibraut, með sálfræði sem aðalsvið.
Þrátt fyrir að stjórn Nemenda- nokkur skólamót yfir veturinn.
rélagsins og starfandi klúbb
ar innan skólans hafi verið með
mikla starfsemi í allan vetur
finnst mér nemendurnir ekki
hafa verið næganlega duglegir
við að nýta sér félagslífið, nema
helst þessa föstu liði eins og t.d.
dansleikina. Mér hefur virst
þetta vera sami kjarninn sem
starfar af áhuga í mörgum félög-
um í skólanum.“
Kosningaskjálfti
Fjórir nemendur skipa stjórn
félagsins á hverjum vetri. Nú
þegar senn líður að því að núver-
andi stjórn láti af störfum — en
hana skipa auk Önnu þau Sig-
urður Sævarsson, Atli Þór Krist-
jánsson og Kristinn B. Bjarnason
— er kominn kosningaskjálfti í
skólann og nýir frambjóðendur
farnir að láta til sín taka fyrir
kosningu nýrrar stjórnar í lok
apríl.
„Helstu starfsklúbbarnir í
skólanum í vetur eru, leiklistar-
klúbbur, sem sýndi nýlega
leikritið „Dufl og daður.“ Um 40
nemendur unnu að þeirri sýn-
ingu, sem tókst alveg frábærlega.
Það er synd að aðeins um 300
manns komu á sýningarnar. Þeir
sem heima sátu misstu af miklu.
Þá er starfandi málfundarfélag
sem er mjög virkt. Það stendur
fyrir keppni og námskeiðum í
ræðuhöldum og ræðunmám-
skeiðum í samstarfi við JC Akra-
Öflugt klúbbastarf
Ljósmyndaklúbbur stendur
fyrir námskeiðum og tekur
myndir fyrir nemendafélagið af
hinum ýmsu viðburðum í skóla-
lífinu hverju sinni. íþróttaklúbb-
ur sér um að undirbúa og halda
Tónlistarklúbbur sér um að
halda tónleika, er með videó-
kvöld og undirbúning og fram-
kvæmd á hæfileikakeppninni.
Ennfremur er starfandi svokallað
Lærdómsfélag Vesturlands. Fé-
lagsmenn, eins og nafnið bendir
til, vinna saman og í samstarfi
við kennara skólans að ýmsum
verkefnum sem tengjast náminu.
Loks er það skák- og spilaklúbb-
ur.“
Anna sagði að stærsta verkefni
stjórnar NFFA væri undirbún-
ingur fyrir „Opna viku“, sem
væri haldin einu sinni á vetri. Þar
væri allur undirbúningur á hönd-
um nemenda og flestir ynnu að
einhverju verkefni. Sagði hún þá
starfsemi mjög krefjandi af hálfu
nemendanna. Endapunkturinn
væri síðan árshátíð skólans, sem
væri hápunkturinn í skemmtana-
lífi nemenda. Að þessu sinni var
hún haldin í hótelinu í Borgar-
nesi og heppnaðist mjög vel. Þá
heldur NFFA auk þess nokkra
skóladansleiki yfir veturinn.
Bitnar ekki á náminu
Eins og sést á þessu eru umsvif
nemendafélagsins mjög mikil yfir
veturinn. Öll sú vinna sem félag-
ið innir af hendi hlýtur að vera
krefjandi fyrir formaninn og
spurning er hvort þetta skarist
ekki við námið.
„Auðvitað fylgir þessu starfi
líkt og öðrum félagsstörfum í
skólanum mikil vinna,“ sagði
Anna. „En þetta kemur ekkert
niður á náminu að mínu mati.
Það er einhvern veginn þannig,
að þeir sem eru virkir í félagslífi
og hafa alltaf eitthvað fyrir
stafni, hafa ætíð nægan tíma.
Þeir sem eru lítt virkir og áhuga-
lausir eru alltaf í tímaþröng."
Egill Fjelsted frá Patreksfirði:
„Kemurfyriraðnánv
ið silur á hakanum“
„Það er mikil vinna sem fer í
það hjá mér að starfa að félags-
málum í skólanum. Ég er annar
tveggja formanna íþróttaklúbbs
og fer mestur tíminn í undirbún-
ing og framkvæmd allskyns
íþróttamóta. Ég neita því ekki að
það kemur fyrir að námið situr á
hakanum þegar líður að stærstu
íþróttamótunum í skólanum því
að undirbúningur fyrir slík mót
tekur mikinn tíma,“ sagði Egill
Fjelsted, sem er frá Patreksfirði.
Hann stefnir að því að Ijúka
námi frá íþróttabraut að ári og
fara síðan í framhaldsnám í
íþróttakennaraskólann að Laug-
arvatni.
Þetta er þriðji veturinn minn í
skólaum. Eg hef allan þann
tíma leigt mér húsnæði út í bæ,
þar sem erfitt er að fá inni á
heimqvistinni sökum þess að
nemendur frá Vesturlandi hafa
forgang. Það eru sjö nemendur
frá Patreksfirði í skólanum í vet-
ur og hefur það aukist mjög að
krakkar þaðan komi hingað í
framhaldsnám. Áður var mikið
um það að þau færu til Akureyr-
ar. Við erum fjögur frá Patreks-
firði sem leigjum saman íbúð.
Kunningjar halda hópinn
Þegar Egill var spurður að því
hvort það væri áberandi að nem-
endur frá sama stað héldu mikið
saman sagði hann að svo væri og
kæmi eflaust að sjálfu sér. Þau
þekktu fáa þegar þau kæmu
hingað og væri mjög eðlilegt að
þau héldu hópinn. Hann sagðist
vita dæmi þess að nemendur,
sem kæmu frá stöðum þaðan sem
enginn annar nemandi væri,
hættu í námi við skólann vegna
þess að þau næðu ekki að aðlag-
ast og kynnast öðrum nemend-
um.
„Ég tel að í þannig tilfellum sé
afar nauðsynlegt að taka þátt í
því félagslífi, sem skólinn hefur
upp á að bjóða, og reyndar fyrir
alla nemendur. Nemendur kynn-
Egill Fjelsted: „Aukisl mjög að krakkar frá Patreksfirði komi hingað
til náms.“
ast mjög vel í gegnum félagslífið.
Ég held að félagslífið í skólanum
sé með ágætum þó alltaf megi
bæta það. Ég hef á veturna leikið
með körfuknattleiksliði ÍA og í
gegnum það hef ég kynnst heima
mönnum og eignast ágætis kunn-
ingja.“
Páll Hrannar Herniaiwsson frá Olafsvik um gikli félagslífsins:
„Nauðsynlegt til að kon>
ast í takt við bæjariífið"
Páll Hrannar: „Reglur vistarinnar eru nokkuð strangar og ákveðið er
tekið á málum séu þcer brotnar. “
„Ég hef starfað mikið með Hjálparsveit skáta á Akranesi eftir að
ég kom hingað til náms við Fjölbrautaskólann. Með því að starfa þar
kynntist ég fljótlega mörgum heimamönnum og hef átt góðan kunn-
ingsskap við þá síðan,“ sagði Páll Hrannar Hermannsson frá Ólafs-
vík. Hann hefur dvalist hér í fjóra vetur og lýkur áfanga í rafeinda-
virkjun frá skólanum í vor og heldur í framhaldsnám í þeirri grein í
Reykjavík í haust. Auk þess hefur Páll Hrannar lokið verslunarprófi
afviðskiptabraut.
þar og samheldni nemenda.
„Það er mjög vel að okkur
búið á heimavistinni og hún er al-
veg til fyrirmyndar. Nemendurn-
ir á vistinni eru rúmlega sextíu og
að sjálfsögðu myndast ákveðið
andrúmsloft í sambýli svona
margra utanbæjarnemenda. Það
er áberandi, að nemendur sem
eru á fyrstu önnunum halda mjög
hópinn, enda eru þarna saman-
komnir unglingar frá fimmtán
ára aldri. Á fyrsta vetrinum
kynnast þeir lítið öðrum nem-
endum en þetta breytist síðan í
flestum tilfellum þegar frá líður.
Eg tel, að það eitt að taka þátt
í einhverjum félagsskap sem
boðið er upp á á staðnum, hvort
sem er í einhverjum félögum eða
í íþróttum, sé nauðsynlegt sem
flestum til þess að komast betur í
takt við bæjarlífið og kynnast
því.“
í leiklistinni
Páll Hrannar hcfur auk þess
starfað að félagsmálum í skólan-
um og þá í leiklistarklúbb. Hann
hefur allan námstímann á Akra-
nesi búið á heimavist skólans.
Hann var spurður út í aðbúnað
Strangar reglur
Það eru ákveðnar hefðir sem
eru við lýði þarna. Árlega er
haldinn knattspyrnukeppni á
meðal vistarbúa. Þá eru haldin
„vistapartý" einu sinni til tvisvar
á önn auk ýmissa annarra hefða.
I byrjun hverrar annar er skipað
heimavistarráð, sem fer með öll
málefni gagnvart skólayfirvöld-
um. Reglur vistarinnar eru nokk-
uð strangar og verða að vera
það. Ákveðið er tekið á málum
séu þær brotnar.“
Páll Hrannar sagði að sér hefði
líkað mjög vel að vera í Fjöl-
brautaskóla Vesturlands. Hann
sagði það hafa ráðið miklu um
ákvörðun sína að stunda nám hér
á Akranesi að skólinn var ekki
svo ýkja langt frá heimkynnum
hans og mátulega langt frá
Reykjavík.