Skagablaðið - 24.04.1991, Page 7
Skaaablaðið
Einvarður, Ingibjörg og fjölskylda á heimili þeirra í Garðinum.
Hjónin og Skagamennirnir Einvarður Albertsson og Ingibjörg
Sólmundsdóttir hafa í tæp fimmtán ár búið í Garði á Suðurnesj-
um. Á þeim tíma hafa þau tekið virkan þátt í atvinnu- og félags-
starfi bæjarins. Einvarður rak lengst af vélsmiðju en starfar nú
sem útgerðarstjóri hjá Miðnesi hf.í Sandgerði auk þess að gegna
trúnaðarstörfum fyrir Gerðahrepp og knattspyrnufélagið Víði.
Ingibjörg hefur síðustu ár starfrækt verslun í Garði.
Við fluttumst frá Akranesi árið 1976, þá til Keflavíkur. Eftir að
hafa búið þar í um hálft ár fluttumst við í Garðinn," sagði
Einvarður í samtali við Skagablaðið. „Ég stofnsetti í samvinnu við
annan aðila vélsmiðju sem heitir Stáliðjan. Sú starfsemi gekk
mjög vel og gerir enn. En fyrir tæpum fjórum árum ákvað ég að
láta gamlan draum rætast og settist á skólabekk. Ég seldi sam-
starfsmanni mínum í Stáliðjunni minn hlut í fyrirtækinu og fór í
Tækniskólann."
Námið hjá Einvarði tók þrjú og hálft ár. Hann nam á þessum
tíma vélaiðnfræði, iðnverkfræði og loks útgerðartækni. Að námi
loknu réði hann sig sem útgerðastjóra hjá Miðnesi hf.í Sandgerði,
en það fyrirtæki, sem er nú með stærri útgerðafélögum á landinu,
var á sínum tíma stofnað af Skagamanninum Ólafi Jónssyni frá
Bræðraparti. Sonur hans, Ólafur B. Ólafsson, er nú framkvæmda-
stjóri þess.
„Ég hef starfað hjá Miðnesi hf. frá síðastliðnu vori sem útgerð-
arstjóri. Fyrirtækið gerir út tvo skuttogara, fjóra stóra línubáta og
loðnuskipið Keflvíking þannig að ég hef ærinn starfa að sjá um út-
gerð þessara skipa.“
Þrátt fyrir mikinn tíma sem fer í vinnuna hjá Einvarði þá starfar
hann mikið að félagsmálum og sinnir trúnaðarstörfum fyrir
Gerðahrepp. Hann er formaður atvinnumálanefndar og í bygg-
inganefnd fyrir væntanlega íþróttahúss- og sundlaugarbyggingu
sem á að rísa á næstu þremur árum í Garði. Hann starfar auk þess
mikið fyrir knattspyrnufélagið Víði og var formaður þess fyrir
nokkrum árum.
„Fjölskyldan heldur miklum tengslum við Skagann. Þar búa
foreldrar okkar beggja, systkini og frændfólk,“ sagði Einvarður
„Við komum alltaf reglulega í heimsóknir. Auk þess höldum við
alltaf sambandinu nokkrir æskufélagarnir af Skaganum. þar á
meðal eru Einar Guðleifsson, Jón Sigurðsson og Lárus Skúlason.
Um síðustu Verslunarmannahelgi hittumst við og leigðum okkur
sumarbústaði að Flúðum ásamt fjölskyldum okkar. Þá er ég mjög
iðinn við það að fara á sem flesta knattspyrnuleiki með Skaga-
mönnum. En Víðismenn eru nú komnir aftur í 1. deildina, þannig
það getur verið erfitt að fylgjast með þessum liðum sem nú leika
í neðri deildunum.“
Kona Einvarðs, Ingibjörg Sólmundsdóttir, hefur síðustu ár rek-
ið verslunina, Ársól, í Garðinum, sem er verslun m.a. með mat-
og gjafavörur.
Einvarður og Ingibjörg eiga fjögur börn og eitt barnabarn. Sig-
ríður Birna er elst, tuttugu og tveggja ára og starfar í versluninni
með móður sinni. Albert Rúnar er tvítugur sjómaður á vélbátnum
Ólafi Jónssyni. Helga Steinunn er sautján ára og á soninn Einvarð
sem er tíu mánuða og Sólmundur er yngstur ,átta ára.
grunnskólunum á tímabilinu fra kl. 8.00 —
11,30 fyrir hádegi eða 12.30 — 16.00 eftir
GRUNNSKÓLA RNIR
Sorg og sorgarviðbrögð
Opinn fundur á vegum samtaka um sorg og sorgarvið-
brögð, verður í safnaðarheimilinu Vinaminni í kvöld, miðviku-
dag, kl. 20.30.
5éra Jón Bjarman, sjúkrahúsprestur, flytur erindi um 5org
og sorgarferli og svarar fyrirspurnum.
SÓKMARHEFND
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föð-
ur okkar, tengdaföður, afa og langafa
ÁRNA HALLDÓRS ÁRNASONAR,
SUÐURGÖTU 16, AKRANESI
Steinunn Þórðardóttir
Bjarni Ó. Árnason Áslaug Hjartardóttir
Sigríður Árnadóttir Kristján Kristjánsson
Þórður Árnason Sesselja Engllbertsdóttir
Emilía Petrea Árnadóttir Guttormur Jónsson
Ingibjörg Árnadóttir Sigurður Ingimarsson
Sigrún Árnadóttir
Árni Sigurður Árnason
Ólína Elín Árnadóttir
Steinunn Árnadóttir Jón Sverrisson
Guðmundur Árnason Sigrún Traustadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Akraneskirkja
Fimmtudagur 25. apríl, Sumardagurinn fyrsti.
Skátamessa kl. 11 .OO.Safnast saman við Skátahúsið kl.
10.30 og farið í skrúðgöngu til kirkju.
Ferðalag kirkjuskólans upp í gróðrarstöð. Lagt af stað frá
safnaðarheimilinu kl. 13.00.
Sunnudagur 28. apríl.
Messa kl. 14.00. Jón Hagbarður Knútsson guðfræðingur
predikar.
Messa á Höfða kl. 15.15.
Fyrirbænaguðsþjónustur fimmtudaginn 25. apríl og
fimmtudaginn 2. maí, ki. 18.50. Beðið fyrir sjúkum.
Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.
SÓKNARPRESTUR
7
SÍM111100 (SÍMSVARI)
Rocky V
Sylvester Stallone er í
góðu formi í þessari mynd
sem er leikstýrt er af sama
leikstjóra og leikstýrði Rocky
1, John G. Avildsen. Þessi
mynd hefur halað inn yfir 40
milljónir dala í kvikmynda-
húsum vestanhafs og í
Evrópu hefur Stallone rétt
eina ferðina slegið í gegn!
Sýnd kl. 21.00 fimmtu-
dag og föstudag.
RM I.IOT l.\
f
V *
1 V
Góðir
gæjar
(Good Fellas)
Stórmyndin Good Fellas
var útnefnd til Óskarsverð-
launa sem besta myndin.
Joe Pesci, sem fer á kostum
í þessari mynd, fékk Óskars-
verðlaun fyrir bestan leik
karla í aukahlutverki. Aðrir
leikarar Robert De Niro og
Ray Liotta.
Sýnd kl. 21.00, sunnu-
dag og mánudag.