Skagablaðið - 24.04.1991, Page 10
Skagabladið
(siandsmót öjdunga í blaki á Akranesi:
Á fjórða hundrað
keppendur mæta
Um 340 keppendur víðs vegar
af að landinu taka þátt í íslands-
móti öldunga í blaki, sem sett
Badminton:
Ása Pálsd. í
landsliðið
Ása Pálsdóttir frá Akra-
nesi hefur verið valin í ís-
lenska landsliðið í badminton
til þess að keppa á heims-
meistaramótinu í greininni
sem fram fer í Kaupmanna-
höfn um mánaðamótin.
sa er fyrsti Skagamaður-
inn sem tekur þátt í
heimsmeistaramótinu með
landsliðinu. Innan liðsins er
reyndar annar gamall Skaga-
maður, Árni Þór Hallgríms-
son. Alls skipa liðið fimm
keppendur.
verður formlega hér á Akranesi á
morgun, sumardaginn fyrsta.
Mótinu lýkur á laugardag. Það er
Blakfélagið Bresi sem hefur veg
og vanda af skipulagningu
mótsins.
Alls hafa 35 lið frá 18 félögum
skráð sig til þátttöku í mótið
og verður leikið í 6 deildum;
þremur deildum karla og þremur
deildum kvenna. Alls verða
leiknir 108 leikir á mótinu.
Setningarathöfnin fer fram í
íþróttahúsinu við Vesturgötu kl.
13.30 á morgun og flytur Ingi-
björg Pálmadóttir, forseti bæjar-
stjórnar og nýkjörinn þingmað-
ur, setningarræðuna. Jafnframt
mun Skólahljómsveit Akranes
leika við setningarathöfnina.
Skipulag mótsins hefur verið í
höndum Þorbergs Þórðarsonar,
Margrétar Jónsdóttur og Lárusar
Arnar Péturssonar en fram-
kvæmdastjóri þess er Magnús H.
Ólafsson.
Verðlaunahafarnir í ritgerðasamkeppni Landsspítalans ásamt Davíð A. Gunnarssyni, forstjóra ríkis-
spítalanna. Sigurbjörg er fjórða frá hœgri á myndinni.
RHgerðasamkeppni í tilefíii 60 ára afmælis LandsspHalans:
Sigurbjörg Þrastarsdóttir frá Akranesi vann
fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni á meðal
framhaldsskólanema í tilefni 60 ára afmælis
Landsspítalans. Ellefu aðrar ritgerðir hlutu einn-
ig verðlaun. Verðlaun Sigurbjargar námu 50 þús-
und krónum á Kjörbók, sem Landsbanki fslands
gaf.
narkmið ritgerðarsamkeppninnar var að
vekja nemendur til umhugsunar um aðdrag-
anda stöfnunar spítalans og þær geysimiklu fram-
farir sem orðið hafa í aðbúnaði og lífshorfum
sjúklinga á þeim 60 árum sem spítalinn hefur ver-
ið starfræktur.
Sigurbjörg er ekki allsendis óvön því að ná
góðum árangri í ritgerðarsamkeppni á borð við
þá sem Landsspítalinn efndi til. Hún hefur oft-
sinnis áður hlotið verðlaun fyrir ritsmíðar sínar,
jafnt innanbæjar sem utan.
Bodid upp á 3ja tíma samfellda dagskrá
Þriggja stunda samfelld tónlistardagskrá verður inntakið í hátíða-
höldum Tónlistarfélags Akraness og Tónlistarskólans á Akranesi á
morgun, sumardaginn fyrsta, í tilefni þess að Tónlistarfélag Akraness
fær þá formlega afhent húsnæði undir starfsemi tónlistarskólans.
Flestir kórar bæjarins munu
t.d. syngja á samfelldu dag-
skránni auk þess sem nemendur
tónlistarskólans, skólahljóm-
sveitin, félagar úr tónlistarfélagi
Akraness og Andrea Gylfadóttir
koma fram.
Samhliða tónlistardagskránni
verður boðið upp á kaffi og vöffl-
ur og rennur ágóðinn af sölu þess
í byggingarsjóð tónlistarskólans.
Sá sjóður var stofnaður í fyrra og
Mjðg vel heppnaður
heilsudagur að Höfða
Mjög góð þátttaka var í heilsu-
degi sem efnt var til á Dvalar-
heimilinu Höfða á fimmtudag-
inn Veður var gott til útivistar;
sól og blíða.
Dagskráin hófst um kl. 10 með
því að farið var í leikfimi og
leiki úti undir berum himni. Eftir
fettur og brettur var farið inn og
horft á myndband sem fjallaði
um öldrun. Þar svaraði Ölafur
Baldursson læknir fyrirspurnum.
Eftir hádegið var boðið upp á
erindi flutt af Önnu Eddu Ás-
geirsdóttur, næringarfræðingi.
Um kvöldið var svo kvöldvaka á
vegum Kvenfélags Akraness.
Fjölmenni kom þar saman og
naut þess sem boðið var upp á;
einsöngs, þar sem 6 ára drengur
kom m.a. fram, tvísöngs og svo
fjöldasöngs. Þá var upplestur og
danssýning.
hefur vaxið hægt og bítandi.
Skemmst er að minnast gjafar ís-
landsbanka í sjóðinn í tilefni
opnunar nýs útibús hans hér á
Akranesi.
Að sögn Lárusar Sighvatsson-
ar, skólastjóra tónlistarskólans,
vonast aðstandendur skólans og
tónlistarfélagsins til þess að sjá
sem flesta bæjarbúa að Þjóð-
braut 13 á morgun. Lárus sagði
dagskrána ekki hugsaða sem eina
tónleikaheild þannig að fólk gæti
komið og farið hvenær sem því
hentaði á framangreindum tíma.
Tónlistarfélagið kemur til með
að sjá um og bera ábyrgð á inn-
réttingu húsnæðsins, sem Akra-
neskaupstaður hefur gengið frá
kaupum á. Bærinn leggur veru-
lega fjárhæð fram til verksins en
rætt hefur verið um að kostnaður
við innréttingu húsnæðisins komi
til með að nema 26 - 28 milljón-
um króna.
„Við munum hefjast handa við
innréttingavinnuna strax í maí,“
sagði Lárus. „Verkáætlun gerir
ráð fyrir að vinnu verði að fullu
lokið í maí á næsta ári“.
Magnús H. Ólafsson, arkitekt,
hefur hannað allar innréttingar
húsnæði skólans og gefur alla
vinnu sína. Lárus sagði framlag
hans afar mikils virði. Ekki að-
eins væri um að ræða miklar fjár-
hæðir heldur endurspeglaði þetta
framlag einstakan hlýhug í garð
tónlistarfélagsins og skólans.
Eins og sjá má lét heimilisfólk sitt ekki eftir liggja á heilsudeginum og
fór í leikfimi úti í blíðunni.
11. apríl: stúlka, 3810 g að þyngd og 51 sm á lengd. Foreldrar:
Sólrún Hulda Ragnarsdóttir og Eyjólfur Steinsson, Hrafnakletti
2, Borgarnesi.
12. apríl: drengur, 3310 g að þyngd og 50 sm á lengd. Foreldrar:
Þórdís Brynja Aðalsteinsdóttir og Oddur H. Knútsson, Kveld-
úlfsgötu 22, Borgarnesi.
12. apríl: stúlka, 3445 g að þyngd og 49 sm á lengd. Foreldrar:
Unnur Guðmundsdóttur og Valur Heiðar Gíslason, Jörundar-
holti 200, Akranesi.
12. apríl: stúlka, 3575 g að þyngd og 51 sm á lengd. Foreldrar:
Brynhildur Björnsdóttir og Guðmundur Sigurbjörnsson, Eini-
grund 11, Akranesi.
13. apríl: drengur, 3405 g að þyngd og 52 sm á lengd. Foreldrar:
Ingileif Oddsdóttir og Valur Hjálmsson, Suðurgötu 39, Akranesi.
18. apríl: drengur, 4115 g að þyngd og 53 sm á lengd. Foreldrar:
Berglind Svala Benediktsdóttir og Ingþór Sigurðsson, Skarðs-
braut 9, Akranesi.
18. apríl: drengur, 2860 g að þyngd og 51 sm á lengd. Foreldrar:
Ásdís Baldvinsdóttir og Guðmundur Þ. Brynjólfsson, Borgarvík
2, Borgarnesi.
19. apríl: stúlka, 4095 g að þyngd og 53 sm á lengd. Foreldrar:
Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir og Magnús Þór Eggertsson, Ásgarði,
Reykholtsdal.
22. apríl: stúlka, 3330 g að þyngd og 50 sm á lengd. Foreldrar:
Rut Carol Hinriksdóttir og Gunnlaugur Pálmason, Skarðsbraut
13, Akranesi.