Skagablaðið


Skagablaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 2
2 Skagablaðið Til sölu myndbanstæki, golf- sett og 4ra manna gúmbátur. Uppl. í síma 12496. Til sölu 20“ telpnareiðhjól. Frá sama heimili tapaðist einnig brúnn leðurjakki I plastpoka, sem tekinn var í misgripum á skemmtun í Grundaskóla 29. apríl sl. Uppl. í síma 12452. Til sölu tvö tíu gíra hjól, unglingagolfsett, Amstrad 464 tölva og leikir, einnig tvö fiskabúr. Uppl. I síma 12509. Óska eftir að kaupa eldavél. Uppl. I síma 95 - 22800. Tólf ára stúlka óskar eftir að passa barn á Akranesi I sumar. Er með RKÍ nám- skeið að baki. Uppl. í síma 91 - 38539 eða 93 - 12617 eftir kl. 18. Óska eftir vel með förnu karlmanns- og kvenmanns- reiðhjóli. Uppl. í síma 12448. Til sölu 3ja gíra gott karl- mannsreiðhjól. Selst ódýrt. Uppl. í síma 12040. Ellefu ára barngóð stúlka óskar eftir að komast í vist. Barnið á helst að vera undir 4ra ára aldri. Nánari uppl. í síma 12606 eftir kl. 20 (Gréta). Óska eftir að kaupa notað Puch-vélhjól eöa álíka. Uppl. í síma 12302 eða 38975. Til sölu Macintosh Plus tölva. Uppl. í síma 11490. Óska eftir nýlegu og vel með förnu bleiku tvíhjóli með hjálpardekkjum fyrir 4-6 ára. Vantar einnig 3 - 5 gíra hjól. Uppl. I síma 12509. Til sölu húsgögn I barnaher- bergi; svefnsófi, skrifborð, hilla og fataskápur m/ skúffum. Uppl. I síma 11685. Hver er heppinn? 90-100 ferm. af þakjárni fást gefins. Notað en lítur vel út. Uppl. I síma 12176. Til sölu videóupptökuvél, myndbandstæki, Ikea kojur, sjónvarpsskápurog lítill fata- skápur. Uppl. í síma 13310. Til sölu Emmaljunga barna- vagn, verð kr. 10 þús. og hvítt/bleikt þríhjól, verð kr. 3 þús. Uppl. í síma 12304. Fimmtán ára stelpa óskar eftir að passa barn/börn yngri en eins og hálfs árs. Er vön. Uppl. í sima 12900 (EHa). Fleiri smáaugl. á bls. 3. Búnaðarbankinn — trausfur banki Börnin — með fínar derhúfur á höfðinu — syngja í kór í grillveislunni. Litill fréttapistill frá leikskólanum við Háholt: Fjolmenni kom á vothátað Vorhátíð leikskólans við Há- holt var haldin þann 11. maí sl. við mikið fjölmenni. Sannaðist það þá hvað við búum við þröng- an húsakost. Háholtið flytur sem kunnugt er í nýjan og glæsilegan leikskóla við Lerkigrund þegar sumarfríi lýkur þann 26. ágúst nk. Vorhátíð þessi var í fyrra lagi í ár vegna starfsmannabreytinga í lok maí. Hér var sett upp mikil yfirlits- sýning af verkum barnanna frá liðnum vetri. Höfum við unn- ið með þemað „Ég sjálf(ur) og umhverfi mitt“ í vetur. Unnið hefur verið eftir uppeldisstefnu sem kennd er við borgina Reggio Emilia á Ítalíu. Sú stefna er byggð þannig upp að börnin eru hvött til þess að uppgötva sjálf lífið, tilveruna og umhverfi sitt, þ.e.a.s. hvað? hvernig? og hvers vegna? Unnið var tvo daga í viku í einn til einn og hálfan tíma í senn að verkefn- Nokkur barnanna við hluta verkefna sem þau hafa unnið. inu. Börnunum er skipt niður í aldursskipta hópa, 6- 7 saman, og er sami starfsmaður með sinn hóp allt árið. Við brydduðum upp á þeirri nýjung í haust er leið að bjóða foreldrum barnanna upp á að kaupa brauð, álegg og mjólk hér á leikskólanum og hefur það reynst mjög vel í okkar starfi með börnunum. Eru þau þá 6 - 7 saman í hóp í næringarstund með sama starfsmanni og í þema- vinnu. Einnig var unnið með 5-6 ára börnin einn dag í viku að skóla- undirbúningi fyrir haustið '91. Svo höfðum við einn valdag í viku, þar sem börnunum er boð- ið upp á þrenns konar verkefni í aldursblönduðum hópum. Eins og að framan greinir er húsakostur þröngur hér og unnið hefur verið í öllum hornum. Vor- hátíðinni lauk með mikilli grill- veislu; pylsur og kók. Þakka ég öllum gestunum fyrir komuna og starfsfólki fyrir vel unnin störf í vetur. Ingibjörg Njálsdóttir, lcikskólastjóri. Ti frá^ ölvupappír Odda. Diskettur — blekbönd. BÓKASKEMMAN Alhliða pípulagnir Nýlagnir — Viðgerðir — Breytingar Sími 12584 frá kl. 9 - 12. ZT, PÍPULAGNIR -g- ■*'■■■ KARVELS Stekkjarholti 8 -10 — Akranesi — Sími 1 28 40 Múrverk — Flísalagnir — Málun ARHARFELL 5MIÐJUVÖLLUM 7 — 5ÍMI 12804 Öll blikksmíði Smíðum einnig úr járni, áli og ryðfríu stáli. BLIKKVERK SF. ÆGISBBAVT 23 11075 FERÐAÞJÓNUSTA VESTURLANDS Skólabraut 30 — Sími 11940 mr Einstaklingsferðir — Hópferðir ^ Öll almenn farseðlasala Veisluþjónusta STROMPSINS Tökum að okkur allar veislur og mannfagn- aði. Upplýsingar í símum 12020 og 11414. — Hvernig gekk í prófun- um ? Harpa Hannesdóttir: — Gekk vel, bíð eftir einkunn- um. Jóhanna Reynisdóttir: — Vel, en ég er ekki búin að fá einkunnirnar. Heimir Már Helgason: — Mér gekk nokkuð vel, en þori ekki að lofa neinu. Ólafur Ólafsson: — Petta gekk nokkuð vel. Skagablaðið Ritstjórí og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir og auglýsingar: Árni S. Árnason ■ Lausráðnir greina- og dálkahöfundar: Sigþór Eiríksson, Gunnar Ársælsson, Kristín Steinsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir (tónlist), Stefán Lárus Pálsson (sjávarútvegs- fréttir), Kristinn Reimarsson (Noregi) ■ Dreifing: Sigurður Sigurðsson ■ Áskrift og bókhald: Steinunn Ólafsdóttir ■ Setning, umbrot og prentun: Prentverk Akraness hf. ■ Utlit: Skagablaðið ■ Ritstjórn: Skólabraut 21,2. hæð. Opin alla virka daga frá kl. 10 - 17. ■ Símar 12261 og 11397 ■ Bréfasimi (Fax): 13297 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. ■ Skagablaðið er aðili að Samtökum bæjar og héraðsfréttablaða

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.