Skagablaðið


Skagablaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 4
Skagablaðið Skaaablaðið Þrátt fyrir margumtalaðan niður- skurð í heilbrigðiskerfinu fer ekki leynt að við íslendingar búum við einhverja þá bestu heilbrigðisþjón- ustu sem um getur í veröldinni. Það eitt, að heimsækja sjúkrastofnanir hér á landi, opnar augu fólks fyrir þeirri viðamiklu þjónustu sem þar er innt af hendi í þágu þegnanna. Undirritaður hefur verið blessun- arlega laus við sjúkrastofnanir til þessa nema þá helst í tengslum við óhöpp eða aðgerðir ungbarna. Öll þau kynni sem hann hefur haft af heilbirgðiskerfinu undanfarin ár hafa hins vegar styrkt hann í þeirri trú, að þetta sé þjónusta sem okkur beri að efla og standa vörð um hvað sem á gengur. Laun þeirra sem starfa í heil- brigðisþjónustunni hafa löngum ver- ið umtalsefni. Flestum ber saman um að fólki, sem innir af hendi jafn mikilvæg og erfið störf, beri mannsæmandi laun. Hver þau eru verður vafalítið endalaust túlkunar- atriði. Sennilega geta þó flestir verið sammála um að starfsfólk sjúkra- húsa er almennt ekki ofsælt af laun- um sínum. Engu að síður vinnur þetta fólk starf sitt af kostgæfni, oft við afar erfið skilyrði og mikið álag. Akurnesingar eru svo lánsamir að búa við afburðagóða heilbrigðis- stofnun, þar sem Sjúkrahús Akra- ness. Þar er viðmót allt og þjónusta eins og best gerist. Og stöðugt vex þessu óskabarni bæjarins fiskur um hrygg. Félaga- samtök og einstaklingar eru ósparir á fé til tækjakaupa til uppbyggingar stofnunarinnar. Þetta fé kemur sér vel, ekki síst nú á síðustu árum, þegar ríkið hefur eftir megni reynt að skera niður fé til heilbrigðisþjón- ustu. Það er hins vegar umhugsunar- efni fyrir ráðamenn landsins hvort það sé eðlileg þróun að jafn nauð- synlegar stofnanir og sjúkrahús og heilsugæslustöðvar þurfi að búa við niðurskurð. Um leið er það umhugs- unarefni hvort rétt sé að skapa þau skilyrði, að þessar stofnanir geti ekki dafnað og þrifist eðlilega nema með tilstyrk almennings og félaga- samtaka. Án fjárstuðnings þeirra er hætt við að margar sjúkrastofnanir landsins væru fátæklegar búnar er raun ber vitni. íslendingar vilja alltaf telja sig í fremstu röð þjóða. í fáum geirum þjóðlífsins eigum við eins hæft fólk og innan heilbrigðiskerfisins, lækna og sérfræðinga á heimsmælikvarða í mörgum tilfellum. Þjóðin verð- skuldar, að staðinn sé vörður um sérþekkingu þessa fólks og því búin aðstaða til þess að vinna störf sín við bestu hugsanleg skilyrði. Sigurður Sverrisson Skagamem mæta Haukum í 1. umferð 2. deSdar í knattspymu á þríðjudag: „Öimur deikiin verður fimasterk í sumar" —segir Guðjón Þórðarson, þjáHari Skagamaima í samtali við Skagablaðið „Önnur deildin verður firnasterk í sumar og það er álit margra að hún hafí aldrei verið eins öflug og nú. Bilið á milli fyrstu og annarrar deildar er alltaf að minnka og ég tel að það þurfí sterkara lið til þess að vinna sig upp úr annari deild en að sigla lygnan sjó í fyrstu deild,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu í samtali við Skagablaðið. Iáli mínu til stuðnings,“ hélt Guðjón áfram, „vil ég benda á úrslit hina ýmsu vormóta sem hafa staðið yfir að undan- förnu. Þar hafa lið úr 2. deild borið sigur úr býtum í keppni við lið úr 1. deild. Keflvíkingar sigr- uðu í Essó-mótinu í Eyjum og í Litlu bikarkeppninni eftir úrslita- leik við okkur og Þór vann Tactic-mótið fyrir norðan. Það er alveg ljóst að öll lið deildarinnar vilja leggja Skaga- menn að velli í sumar. Liðið hef- ur sterka hefð í fótboltasögunni og flestir reikna með að liðið nái að endurheimta sæti sitt að nýju í l.deildinni og þetta setur vissu- lega aukið álag á okkur strax í byrjun.“ Guðjón sagði að undirbúning- urinn fyrir baráttuna í sumar hefði byrjað mun fyrr en áður hefur tíðkast. Hann hóf æfingar af fullum krafti 1. nóvember og hefur liðið aldrei leikið eins marga æfingaleiki og nú. Lætur nærri að þeir séu um tuttugu tals- ins og flestir þeirra gegn 1. deild- arliðum. Skagamenn hafa aðeins tapað tveimur þessara leikja. „Ég hef lagt mikla áherslu á Lyn komið í 2. saÉ Kristinn Reimarsson, Osló: Lyn er nú komið í 2. - 3. sæti í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu eftir 1 : 0 sigur á Start frá Kristiansand í leik sem átti að vinnast með miklu meiri mun. Augljóst virtist að liðið sakn- aði Simen Agdestein illa í sókninni en hann sleit krossbönd í hné gegn Fyllingen í annarri umferð deildakeppninnar og verður ekki meira með í sumar. Ólafur Þórðarson átti þokka- legan leik með Lyn gegn Start og lagði upp sigurmarkið. Hann fékk hins vegar gult spjald og hefur nælt sér í tvö slík í fyrstu þremur leikjunum. þessa leiki meðal annars vegna þess að við erum með mjög ungt og óreynt lið, sem þarf á þessum leikjum að halda. Við erum sennilega með yngsta liðið í 2. deild, sem vissulega getur verið veikleiki, en það reynir líka á hæfileika ákveðinna manna í lið- inu, sem verða að axla meiri ábyrgð en áður og falla ckki í þá gryfju að teljast alltaf efnilegir. Þeir verða að stíga skrefið til fulls sem fullþroska knattspyrnu- menn.“ Guðjón sagðist telja liðið vel undirbúið fyrir mótið og hann væri hæfilega bjartsýnn. Þeir leikmenn, sem gengu til liðs við Skagamenn í vetur, hefðu komið vel út úr æfingaleikjunum, þótt hann færi ekki leynt með að Luca Kostic léki lykilhlutverk í liðinu. „Það markmið sem ég hef sett mér er að gera liðið það gott að það geti sigrað hvaða lið sem er hér á landi þótt það leiki í ann- arri deild t sumar. Til þess að endurheimta sæti liðsins í fyrstu deild, þar sem það á heima og hvergi annars staðar, þarf að koma til samstillt átak leik- manna, þjálfara, stjórnarmanna og ekki síst stuðningsmanna liðsins,“ sagði Guðjón að lokum. Miklar mannabreytingar Verulegar mannabreytingar hafa orðið hjá meistaraflokki kvenna, sem undir stjórn Smára Guðjónssonar undirbýr sig nú af kappi fyrir Islandsmótið í knatt- spyrnu, sem hefst hér heima með leik gegn Þór frá Akureyri 8. júní næstkomandi. Fulltrúar þeirra fyrirtækja sem voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna ásamt knöpunum. Með á myndinni eru einnig systir Ólafs G. Sigurðssonar, sem tók við verðlaunum fyrir hans hönd, og hesteigandinn ungi, Hjálmar Pór Ingibergsson. VeI heppnuð fiimakeppni Hestamamafélagsins Dreyra: Fimmb'u fyriitæki kepptu Fimmtíu fyrirtæki tóku þátt í fírmakeppni Hestamannafélags- ins Dreyra, sem haldin var að nýju á Uppstigningardag eftir sjö ára hlé. Verðlaun voru afhent í kaffisamsæti sem Dreyri efndi til á laugardag. Keppt var í tveimur flokkum, annars vegar flokki fullorð- inna og hins var flokki 16 ára og yngri. Haraldur Böðvarsson hf. hlaut fyrstu verðlaun í flokki unglinga. Jakob Svavar Sigurðsson á Lokki, 6 v., keppti fyrir hönd fyrirtækisins. í öðru sæti varð Efnalaugin Lísa en Jóhanna Sig- urðardóttir á Vigni, 11 v., keppti fyrir hennar hönd. Þriðja sætið í þessum flokki féll svo Bjarna Ól- afssyni AK í skaut. Ólafur G. Sigurðsson á Bangsa, 5 v., keppti fyrir hönd Bjarna. í flokki fullorðinna sigraði Veiðifélag Laxár en Ingibergur Jónsson á Tígli, 5 v., keppti fyrir hönd þess. Sonur Ingibergs, Hjálmar Þór, á hins vegar hestinn. Annað sætið kom í hlut Eðalsteinsins en Jón Guðjónsson á Mumma, 6 v., keppti fyrir hönd hans. Þriðja sætið féll svo Raftækjavinnustofu Ármanns Ármannssonar í skaut en Ragn- heiður Þorgrímsdóttir á Sóma, 7 v., keppti fyrir það fyrirtæki. Körfuboltinn: HórðurH. fomtaður Hörður Harðarson var kjörinn formaður Körfu- knattleiksfélags Akraness á aðalfundi félagsins sem fram fór sl. miðvikudag. Aðrir í stjórn eru Bjarni Kristófers- son, varaformaður, Egill Ragnarsson, gjaldkeri, Ragnar Sigurðsson, ritari og Hilmar Sigvaldason, með- stjórnandi. Hörður Harðarson. Breytingar á keppni 1. deildar í körfuknatHeik samþykktan Leiknar verða þijár umferðir Óli Þórðar — tvö gul í þremur leikjum. Þrjár umferðir verða leiknar í stað tveggja í 1. deild Islands- mótsins í körfuknattleik á hausti komanda. Þetta var samþykkt á ársþingi Körfuknattleikssam- bands íslands um helgina. Samþykktin miðar að því að efla deildina en er þó háð því að átta félög taki þátt í henni í stað sjö sem kepptu í henni á nýliðnum vetri. Þá var ákveðið að taka upp sérstaka úrslitakeppni í 1. deild- inni, ekki ósvipað þeirri sem við- gengst í Úrvalsdeildinni. Fjögur efstu liðin komast í hana og leika með útsláttarfyrirkomulagi til sigurs. Það lið sem fyrr vinnur tvær viðureignir telst sigurvegari. Sú nýbreytni var einnig sam- þykkt á þinginu að það lið sem hafnar í 2. sæti í 1. deildinni fær aukaleiki við næstneðsta lið Úr- valsdeildar. Þannig eiga tvö 1. deildarlið möguleika á að færast upp ár hvert í stað eins. Hjólreiðakeppni 12 ára bama á Vesturiandi: TveirSkagamenná meðal fimm efstu Tveir tólf ára strákar frá Akra- nesi, ÓIi Örn Atlason og Helgi Hafsteinsson, urðu á meðal fímm efstu í keppni þessa aldurshóps í hjólreiðum í Grundarfirði fyrir stuttu. Alls tóku fjögur börn frá Akranesi þátt í keppninni. Óli Örn Atlason úr Grundaskóla þriðji. Helgi Hafsteinsson varð fjórði og Stefán Svavarsson frá Hellissandi fimmti. Þau urðu efsti í keppni barna á töltmótinu. Benedikt Kristjánsson. u Keppendurnir frá Akranesi: Hrefna María Ásbjörnsdóttir, Óli Örn, Helgi og Guðríður Ingólfsdóttir. Indanfari keppninnar var spurningakeppni á meðal allra barna fæddra 1978. Börnin urðu að svara öllum spurningun- um rétt til þess að eiga mögu- leika á þátttöku í sjálfri keppn- inni. Það var svo að endingu Oddur Haraldsson frá Ólafsvík sem sigraði í keppninni. Stefán Ólafs- son frá Borgarnesi varð annar og Góður árangir hjá 2. og 3. flokki kvenna í knattspymutmi: Báðir flokkamir komnir í úrslitin Annar og þriðji flokkur kvenna eru báðir komnir í úrslit í Faxa- flóamótinu í knattspyrnu eftir sigur og jafntefli gegn aðalkeppinaut- unum í Breiðabliki um helgina. ark ÓlafarGuðjónsdótturtryggði stelpunum í 2. flokki sætan sigur á Blikunum. Ólöf á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfi- leikana frekar en svo margir unglingar á Skaganum. Faðir hennar er Guðjón „í Tjörn“ Guðmundsson. Stelpurnar mæta líklegast Stjörn- unni í úrslitum. Þjálfari 2. flokks er Smári Guðjónsson. Þriðji flokkur kvenna undir stjórn Áka Jónssonar gerði 1 : 1 jafn- tefli við Blikana um helgina. Markið skoraði Brynja Pétursdóttir (Ingólfssonar, fyrrum handknattleikskappa). Jafnteflið dugði stelp- unum til þess að komast í úrslitin og sennilega mæta þær einnig Blikunum í úrslitunum. Gengi stelpnanna í vorleikj- unum hefur verið ágætt til þessa. Þær unnu t.d. Aftureld- ingu 11 : 0 í Litlu-bikarkeppn- inni um helgina en töpuðu fyrir Breiðabliki 2 : 3 um daginn. Lið- ið mætir Keflavík hér heima um helgina. Liðið hefur fengið öflugan styrk þar sem er Laufey Sigurð- ardóttir en hún Ieikur með í sum- ar eftir að hafa dvalið erlendis. Þá er Margrét Ákadóttir búin að ná sér eftir meiðsli sem héldu henni utan vallar í allt fyrrasum- ar. Steindóra Steinsdóttir, sem hætti á miðju sumri í fyrra, er komin í markið á ný og Ragn- heiður Jónasdóttir, sem stóð þá í Laufey Margrét markinu, hefur fært sig á gamal- kunnar slóðir og hrellir nú mark- verði andstæðinganna án afláts. Skagamenn hafa einnig orðið fyrir verulegri blóðtöku. Þannig er Ragna Lóa Stefánsdóttir farin suður og Karítas Jónsdóttir aust- ur á firði. Þá er Elín Davíðsdótt- ir einnig farin. Kytfingamir komnir á fulla ferð: Riðu á vaðið með freðmýrarmótinu Arnar S. Ragnarsson og Helgi Dan Steinsson sigruðu í keppni með forgjöf á fyrsta móti Golf- klúbbsins Leynis, sem fram fór þann 5. maí sl. og bar nafnið Freðmýrarmót. Líkast til er nafngiftin komin til vegna á- stands vallarins, sem var blautur og erfíður til spilamennsku. Þórður E. Ólafsson sigraði í keppni án forgjafar, lék á 74 höggum. Hannes Þorsteinsson varð annar á 75 höggum. Styrktaraðilar mótsins voru verslunin Akrasport og Guð- mundur Hannah. Eiríkur Jóhannesson sigraði síðan í fyrsta innanfélagsmótinu, sem fram fór sl. sunnudag. Hann lék 18 holurnar á 55 höggum nettó og er ljóst að eitthvað þarf að athuga forgjöfina á þeim bæ fyrir sumarið! Annar varð Arnar S. Ragnarsson á 63 nettó og þriðji Guðmundur Þ. Pálsson á 65 nettó. í keppni án forgjafar sigraði Birgir Leifur Hafþórsson á 79 höggum, annar varð Kristvin Bjarnason á 81 höggi og þriðji Halldór Magnússon á 85 höggum. Keppendur á þessu fyrsta innanfélagsmóti voru 17 talsins en leiðindaveður var framan af degi en rættist úr þegar á leið uns sól skein í heiði. MaraþonboKi Sstrákarnir í 4. flokki karla í knattspyrnu ætla um aðra helgi að efna til maraþonknattspyrnu. Uppá- tækið er til að afla fjár til ír- landsfarar í sumar. Er ætlun þeirra að sækja heim fyrir- tæki á næstunni og leita lið- sinnis þeirra með áheit. TöHmót Iþróttdeildar Dreyra: Benedikt vann bamaflokkinn Frá vinstri: Fjóla Lind Guðnadóttir, Lísbet Hjörleifsdóttir og Góð þátttaka var á Töltmóti Iþróttadeildar Dreyra sem fram fór í lok apríl. Þetta var jafn- framt síðasta mótið í stiga- keppni, sem verið hefur í gangi í vetur fyrir börn og unglinga inn- an deildarinnar. Sigurvegarar í stigakeppninni í einstökum flokkum urðu þeir hinir sömu og skipuðu efstu sætin á þessu lokamóti, þ.e. Benedikt Kristjánsson í flokki barna, Sigmundur Kristjánsson í flokki unglinga og Garðar Sig- valdason í flokki ungmenna. Röð keppenda á töltmótinu varð annars sem hér segir: Barnaflokkur 1. Benedikt Kristjánsson 2. Lísbet Hjörleifsdóttir 3. Fjóla Lind Guðnadóttir. Unglingaflokkur 1. Sigmundur Kristjánsson 2. Jakob Sigurðsson 3. Ólafur Sigurðsson Ungmennaflokkur 1. Garðar Sigvaldason 2. Erla Jónsdóttir 3. Sigrún Jónsdóttir Fullorðinsflokkur 1. Ólafur Ólafsson 2. Dóra Valsdóttir 3. Stefán G. Ármannsson Iþróttadeild Dreyra gaf vegleg verðlaun fyrir fyrstu sætin í öll- um flokkum, beislisbúnað. Versl. Einar Ólafsson gaf bikar- ana í þessari keppni en Eðal- steinninn verðlaunagrip í barna- flokki.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.