Skagablaðið


Skagablaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 3
Skagablaðjð 3 Til sölu nýlegt þrekhjól. Uppl. í síma 11858. Ellfu ára stúlka óskar eftir að passa lítið barn í sumar. Er vön. Uppl. í síma 12278. Fjórir kettlingar fást gefins. Eru kassavanir. Uppl. í síma 12942. Til sölu golfsett; Slazenger- járnkylfur og Tailor Made metal wood. Uppl. í síma 11053. Eruð þið þreytt á að rukka? Er tilbúinn að gera það fyrir ykkur. Uppl. í síma 12441 eftir kl. 18. Grá úlpa tapaðist á Skaga- verstúninu sl. laugardag eftir æfingu 4. fl. drengja. Finn- andi vinsamlegast hringi í síma 38886. Lítið notað kvenmannsreið- hjól til sölu. Uppl. í síma 13020. Til sölu ísskápur. Uppl. í síma 13001. Til leigu herbegi í kjallara með sérinngangi og snyrti- aðstöðu. Uppl. í síma 11028. Til leigu 4-5 herb. íbúð á Akranesi. Laus strax. Uppl. í síma 91 - 624562. Tólf ára stelpa óskar eftir að passa barn í sumar. Er vön. Uppl. í síma 12116 (Júlla). íbúð óskast til leigu frá 1. júní til 1. sept. Uppl. í síma 50078 og 12187. Svartur köttur með rauða ól tapaðist frá Furugrund fyrir tveimur vikum. Finnandi vinsaml. hringi í síma 11126. Fleiri smáaugl. á bls. 2. /»v h l aup i ð 19 9 1 Laugardaginn 25. maí efnir Landsbanki íslands til árlegs Landsbankahlaups í samvinnu við Frjálsíþróttasamband íslands. Hlaupið er ætlað krökkum sem fæddir eru 1978 - 1981. Skráning fer fram í Landsbankanum, Suðurgötu 57, þar sem ;E BT) 9 nánari upplýsingar eru gefnar. i'r 11r\-< !'l -kv i „• i i •< m «x . j Lím UJ? Keppendur mæti kl. 14 við Landsbankann. r Landsbanki Islands — útibúið Akranesi Fyrsta þing Landsamtaka hjartasjúkra: Efnalitlir verða aðstoðaðir með stofnun styrktarsjóds Fyrsta þing Landssamtaka hjartasjúkra (LHS) var haldið fyrir nokkru. í fréttatilkynningu sem Skagablaðinu hefur borist frá samtökunum segir m.a. að á meðal athyglisverðustu sam- þykkta þingsins hafi verið áskor- un til heilbrigðisráðherra um að láta fara fram skoðun á öllum landsmönnum 30 ára og eldri á næstu þremur árum til mælinga á kólesteróli og blóðþrýstingi. Slík skoðun yrði síðan endurtekin á fimm ára fresti. Þá segir í tilkynningunni að þingið hafi samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að LHS óski eftir aðild að SÍBS og verði á næsta þingi þess viður- kennt scm deild innan þess. Samþykkt var á þinginu að stofna Styrktarsjóð hjartasjúkl- inga til að veita efnalitlum hjarta sjúklingum aðstoð. Þegar eru til 2 millj. kr. sem stofnframlag LHS í þennan sjóð en það er tekjur af sölu minningarkorta. I fréttatilkynningunni segir ennfremur, að hjartalæknar á Landsspítalanum hafi farið þess á leit við samtökin að þau að- stoði við kaup á ómskoðunartæki fyrir spítalann. Lýstu þinggestir yfir vilja til að kaupa eða leggja fram fé til kaupa á slíku tæki. Bent Jónsson frá Akranesi ávarp- ar þing Landssamtaka hjarta- sjúkra.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.