Skagablaðið


Skagablaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 9
Skagablaðið Fullt nafn? Kolbrún Sandra Hreinsdóttir. Fæðingardagur og fæðing- arstaður? 18. júlí 1968 á Akranesi. Fjölskylduhagir? Gift Sig- urði Jónssyni og eigum einn son Sigurmon Hartmann. Starf? Húsmóðir og nemi. Stundar þú einhverja lík- amsrækt? Heimilisstörf og sund. Besti og versti matur sem þú færð? Besti er Appelsínu- önd að hætti Sigga Jóns en versti er hvalkjöt. Besti og versti drykkur sem þú færð? Besti drykkur er Diet kók, en versti er kalt kaffi. Síðasta hljómplata sem þú hlustaðir á? Luis Armstrong. Síðasta myndbandsspóla sem þú sást? Úff, ég man það ekki. Hvaða bók lastu síðast? Býr íslendingur hér (um Leif Möller). Uppáhaldsíþróttamaður? Kallinn minn, að sjálfsögðu. Hvað horfir þú helst á í sjónvarpi? Fréttir, vísinda- þætti og breska gamanþætti. Hvaða sjónvarpsefni fær þig til þess að slökkva á sjón- varpinu? Nágrannar (Neigh- bours). Uppáhaldsleikari? Julia Roberts. Hvaða grínisti fær þig til þess að hlæja? Tengdapabbi og Laddi - hafa álíka húmor. Hvernig eyðir þú frístund- um þínum? Eins og er, við ættfræðilestur og myndlist. Fallegasti staður á íslandi? Kolkuós í Skagafirði. Hvaða mannkosti metur þú mest? Húmor og heiðarleika. Hvað líkar þér best við Akranes? Nonna frænda. Hvað finnst þér vanta á Akranesi? Röggu systir og meiri atvinnu. Hvað myndir þú vilja fá í afmælisgjöf? Stóra BMW-inn sem var á bílasýningunni um helgina. Hvað veitir þér mesta af- slöppun? Sigurður Jónsson. Ertu góður bflstjóri? Já, ágætur held ég. Píanótónleikar Önnu MáHríðar 6. maí: Ovenju kraft- mikill leikur Mánudaginn 6. maí s.l. hélt Anna Málfríður Sigurðardóttir píanóleikari, tónleika í Vina- minni. Anna Málfríður fæddist á ísafirði árið 1948 og hlaut sína fyrstu tónlistarmenntun þar í bæ m.a. hjá Ragnari H. Ragnar. Hún fór í framhaldsnám til London og lauk einleikara- og Anna Málfríðuf hefur haldið fjölda tónleika, bæði hér á landi og erlendis og hyggst í framtíðinni helga sig einieikar- astarfinu eingöngu. Hún hlaut nýlega starfslaun listamanna og mun m.a. verja þeim til að fara í tónleikaferð um ísland í haust. Á efnisskrá tónleikanna voru píanókennaraprófi frá Guildhall School of Music and Drama 1971. Hún var þó enn við nám í London næstu þrjú árin en starf- aði síðan við Tónlistarskólann á Akureyri og í Kópavogi til 1987. Þá lá leið hennar til Tyrklands, þar sem hún kenndi við tónlistar- háskóla fyrir vestræna tónlist í Izmir og Ankara ásamt manni sínum, Martin Berkofsky, sem einnig er þekktur píanóleikari. Anna Málfríður Sigurðardóttir — óvenju kröfugur píanóleikari. verk eftir fimm tónskáld; Bach, Beethoven, Chopin, Rachmani- off og Ferencz Liszt. Leikur Önnu Málfríðar er óvenju kraft- mikill og flutningur hennar á Toccötu í D-dúr eftir Bach vakti efasemdir um ágæti salarins í Vinaminni til tónleikahalds. Ef til vill er þetta líka spurning um hversu opinn flygillinn á að vera og hvernig hann á að snúa. En þarna týndist Bach karlinn í of syndandi tónaflóði. Næsta verk, Sónata op. 2 nr. 3 í C-dúr eftir Beethoven, var hins vegar fram- úrskarandi vel leikin. Þarna fór saman skaphiti tónskáldsins og flytjandans, andstæður verksins komu skýrt í ljós; feiknlegur kraftur og blíðir tónar. Mér finnst öll hin verkin falla í skugga þessarar sónötu þó vissu- lega hafi þau margt til síns ágæt- is, enda var hún þungamiðja tón- leikanna og tók lengstan tíma í flutningi. Tónverk Beethovens og flutningur Önnu Málfríðar mynduðu þarna frábæra heild. Flutningur verkanna eftir hlé var jafn og kröftugur. Eg hlakka til að heyra meira frá Önnu Mál- fríði, sérstaklega Beethoven! 9 Fyrirsögn fréttarinnar sem var kveikjan að sendingunni. Um nokkurra ára skeið hefur Skagablaðið verið sent á vinnu- stofuna á Litla-Hrauni. Ritstjórn hefur vissu fyrir því að sending- in hefur oft verið vel þegin. Fyrir skömmu barst okkur fremur óvenjuleg sending þarna að austan. Um er að ræða ijóð eftir Magnús J. Jóhannsson, sem einn vistmanna sendi okkur að höfðu samráði við höfundinn. Kveikjan að sendingunni var frétt í Skagablaðinu þann 7. mars sl. þar sem sagði frá skeytingarleysi ökumanna í garð dýra, sem þeir aka yfir og skilja helsærð eftir í götunni. Ljóðið, sem ber nafnið Slys, er áhrifaríkt og fylgir hér að neðan um leið og blaðið þakkar kærlega fyrir sendinguna. S L Y S Ég sá að hún hafði orðið undir bíl því afturhlutinn virtist marin klessa. Á gangstéttinni lá hún laus við víi en logakvöl var greypt í andlit þessa litla dýrs, sem dauðans þögult beið, og dregist hafði burt frá umferðinní. en krampaflog um kroppinn særða leið, af kvöl og hræðslu var sem skepnan brynni. Á götunni var grá og rauðleit slóð, þar gat að líta hvað hún hafði liðið. Því gubbumengað var hið volga blóð sem varðaði þá leið er hafði hún skriðið. Nú lá hún þarna hæglát, hljóð og beið því hinsta stundin var að nálgast óðum. Hver veit hvað litli veslingurinn leið þó vekti hún ekki allt með sárum hljóðum? Ég laut að henni, lagði hönd á kinn og létt ég strauk um vanga dýrsins særða. Þá reyndi hún að veita vinskap sinn af veikum mætti en fékk ei limi hrærða, en nuggaði þó höfði hægt og rótt við hendi mína, sýndi vinalæti, en skorti til þess bæði þrek og þrótt og þögult féll svo höfuðið á stræti. Með þungri stunu leið svo loksins burt lífsins neisti, eins og brysti strengur. En eftir lá svo lemstrað hræið kjurt það lokkar ei neinn, er framhjá gengur. Því er það ekki alveg út í hött að eyða sínum tíma í að sinna um svo fánýtt þing, sem kraminn kött er kann ei lengur neitt til þarfa'að vinna. Þú vinur minn, sem veginn glaður ferð, ég veit ei hvort þú skilur þjáning mína. En mundu þó að aðeins einn þú berð ábyrgð þá er varðar skyldu þína. Já eflaust finnst þér fátt um svona DÝR, og fráleitast að krefja þig um borgun. Þú ferð um veginn frjáls og sæll og hýr, svo finn ég hérna lítið barn — á morgun. Höfundur: Magnús J. Jóhannsson. andesít: dökkt, fínkorn- ótt, ísúrt gosberg sem er ein- kennandi fyrir gosmyndanir fellingafjalla og eyjaboga. Frumsteindir a eru plagíó- klas (andesín, ólígóklas) og kalksnauður pýroxen, en amfíból, glimmer og kvars koma fyrir í sumum afbrigð- um. aeralgengt í sumum ísl. megineldstöðvum, t.d. Heklu. Djúpberg með sömu efnasamsetningu nefnist díorít. Storkuberg. LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA —Málflutningur, innheimtur, skjalagerð, búskipti -i—t-r Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 J Tryggvi Bjarnason, hdl. 1 Símar 12770 og 12990 Viðtalstímar frá kl. 14.30 - 16.00 eða eftir nánara samkomulagi. Bíl V/SA aleiga - bílaverkstæði Allar almennar viðgerdir. g Réttingar og sprautun. ^hhi | j euoocAno BRAUTIN HF. Dalbraut 16 S 12157 Jaðarsbakkalaug Jaðarsbakkalaug er opin alla uirka daga frá kl. 7 til 21, laugar- og sunnudaga frá kl. 9 til 16. yÉLAVINNA Leigjum út flestar gerðir vinnu- SICTIFl AN* v®^a' Önnumst jarðvegsskipti ■'UI u/U ogútvegummöl sandog mold. Faxabraut 9 pjj^t og örugg þjónusta. S 13000 MÚRVERK Tek aö mér múrverk, flísa- lagnir og utanhússklæðningu. VIÐAR SVAVARSSON Laugarbraut 14 — Sími 11412 .máusmíg Gctum bætt við okkur verkefiium í alhllða málningar- vinnu. HRAUNUM - SANDSPÖRSLUM - MÁLUM. Tilboð eða tímarinna. LITBRIGÐI SF. Jaöarsbraut 5 S 13328 & 985—29119

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.